Konur „óumdeilanlega betri“ en karlar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2019 08:43 Barack Obama fór um víðan völl á fundi sínum í Singapúr. skjáskot Þrátt fyrir að konur séu ekki fullkomnar eru þær óumdeilanlega betri en karlmenn, að sögn Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ef fleiri konur væru þjóðarleiðtogar væri heimurinn betri staður að hans sögn, lífsgæði og þjóðarhagur myndi vænkast. Flest vandamál heimsins mætti rekja til eldra fólks, ekki síst karlmanna, sem reyna að hanga á völdum eins og hundar á roði. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Obama á fundi í Singapúr um leiðtogahæfni í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður hvort hann gæti hugsað sér að bjóða aftur fram krafta sína á hinu pólitíska sviði og svaraði Obama því neitandi. Hann tryði því að allir ættu að þekkja sinn vitjunartíma í pólitík. Þegar hann hélt um stjórnartaumana í Hvíta húsinu segist Obama hafa hugsað til þess hvernig heimurinn liti út ef honum væri stjórnað af konum, en ekki körlum eins og sér. „Ég vil að þið vitið það,“ sagði Obama og beindi orðum sínum að konunum í salnum, „að þið eruð ekki fullkomnar. Ég get hins vegar sagt nokkuð óumdeilanlega að þið eruð betri en við.“ Obama sagðist jafnframt sannfærður um að lífskjör heimsbyggðarinnar myndu batna umtalsvert ef konur myndu halda um stjórnartaumana, þó það væri ekki í nema tvö ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Obama hefur talað á þessum nótum. Það gerði hann til að mynda árið 2017 þegar hann kallaði eftir fleiri kvenleiðtogum - „því karlar virðast eiga í vandræðum þessa dagana.“ Hann nefndi þó engin nöfn í því samhengi. Obama bætti um betur í fyrrasumar þegar hann sagði á fundi í Jóhannesarborg að karlar væru farnir að „fara í taugarnar“ á honum. Í Singapúr minntist Obama þess hvernig konurnar í ríkisstjórn hans áttu oft erfitt með að fá áheyrn á fundum. Þær hafi jafnvel lagt fram tillögur, til þess eins að karlmaður bæri þær fram nokkrum mínútum síðar. Þetta hafi orðið til þess að konurnar hafi hætt að taka til máls á fundunum. „Ég vissi að þær höfðu meira til málanna að leggja en karlmennirnir,“ sagði Obama en bætti við að karlarnir hafi verið duglegri við að koma skoðunum sínum á framfæri. Því hafi hann brugðið á það ráð að spyrja konurnar sérstaklega á fundunum, sem oftar en ekki bjuggu yfir „ótrúlegri innsýn“ í málefnið hverju sinni. Hann hvatti því konurnar, sem viðstaddar voru, til að hefja upp raust sína. Hann beindi spjótum sínum einnig að karllægum fyrirtækjum. „Ef það er engin kona í efstu lögum fyrirtækisins, þá eruð þið væntanlega hluti af vandamálinu. Þið þurfið að vera hluti af lausninni og ættuð því að taka starfsemi ykkar til endurskoðunar,“ sagði Obama. Bandaríkin Jafnréttismál Singapúr Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Þrátt fyrir að konur séu ekki fullkomnar eru þær óumdeilanlega betri en karlmenn, að sögn Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ef fleiri konur væru þjóðarleiðtogar væri heimurinn betri staður að hans sögn, lífsgæði og þjóðarhagur myndi vænkast. Flest vandamál heimsins mætti rekja til eldra fólks, ekki síst karlmanna, sem reyna að hanga á völdum eins og hundar á roði. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Obama á fundi í Singapúr um leiðtogahæfni í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður hvort hann gæti hugsað sér að bjóða aftur fram krafta sína á hinu pólitíska sviði og svaraði Obama því neitandi. Hann tryði því að allir ættu að þekkja sinn vitjunartíma í pólitík. Þegar hann hélt um stjórnartaumana í Hvíta húsinu segist Obama hafa hugsað til þess hvernig heimurinn liti út ef honum væri stjórnað af konum, en ekki körlum eins og sér. „Ég vil að þið vitið það,“ sagði Obama og beindi orðum sínum að konunum í salnum, „að þið eruð ekki fullkomnar. Ég get hins vegar sagt nokkuð óumdeilanlega að þið eruð betri en við.“ Obama sagðist jafnframt sannfærður um að lífskjör heimsbyggðarinnar myndu batna umtalsvert ef konur myndu halda um stjórnartaumana, þó það væri ekki í nema tvö ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Obama hefur talað á þessum nótum. Það gerði hann til að mynda árið 2017 þegar hann kallaði eftir fleiri kvenleiðtogum - „því karlar virðast eiga í vandræðum þessa dagana.“ Hann nefndi þó engin nöfn í því samhengi. Obama bætti um betur í fyrrasumar þegar hann sagði á fundi í Jóhannesarborg að karlar væru farnir að „fara í taugarnar“ á honum. Í Singapúr minntist Obama þess hvernig konurnar í ríkisstjórn hans áttu oft erfitt með að fá áheyrn á fundum. Þær hafi jafnvel lagt fram tillögur, til þess eins að karlmaður bæri þær fram nokkrum mínútum síðar. Þetta hafi orðið til þess að konurnar hafi hætt að taka til máls á fundunum. „Ég vissi að þær höfðu meira til málanna að leggja en karlmennirnir,“ sagði Obama en bætti við að karlarnir hafi verið duglegri við að koma skoðunum sínum á framfæri. Því hafi hann brugðið á það ráð að spyrja konurnar sérstaklega á fundunum, sem oftar en ekki bjuggu yfir „ótrúlegri innsýn“ í málefnið hverju sinni. Hann hvatti því konurnar, sem viðstaddar voru, til að hefja upp raust sína. Hann beindi spjótum sínum einnig að karllægum fyrirtækjum. „Ef það er engin kona í efstu lögum fyrirtækisins, þá eruð þið væntanlega hluti af vandamálinu. Þið þurfið að vera hluti af lausninni og ættuð því að taka starfsemi ykkar til endurskoðunar,“ sagði Obama.
Bandaríkin Jafnréttismál Singapúr Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira