Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 15:19 Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, Jason Millett, rekstrarstjóri hjá Mace, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Kristín Gestsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar Isavia, Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs og viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, og Carl Dainter, yfirmaður flugmála hjá Mace. Isavia Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstrarstjóri hjá Mace, undirrituðu samning þess efnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag, m.a. að viðstöddum Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Mace hefur umfangsmikla reynslu af stórframkvæmdum við flugvelli víða um heim, þar á meðal á Heathrow-flugvelli í London, Schipol-flugvelli í Amsterdam og flugvöllunum í Dublin, Manchester, Doha, Mumbai og Sydney að því er segir í tilkynningu frá Isavia. „Í ljósi mikilvægis þess að sækja hæfan samstarfsaðila í þau stóru verkefni sem framundan eru á Keflavíkurflugvelli var farið í ítarlegt og afar vandað valferli sem staðið hefur yfir í rúmt ár. Gerð var krafa um yfirgripsmikla þekkingu og reynslu bjóðenda hvað varðar sambærileg verkefni á stórum alþjóðlegum millilandaflugvöllum. Þá var gerð krafa um að bjóðendur yrðu á líftíma samningsins í samstarfi við innlendan aðila og í tilfelli Mace þá valdi félagið verkfræðistofuna Verkís til samstarfs. Á endanum stóð valið milli þriggja alþjóðlegra bjóðenda sem allir uppfylltu hæfið, en eins og fram hefur komið þá varð Mace, í samstarfi við verkfræðistofuna Verkís, fyrir valinu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstarstjóri hjá Mace.Isavia Mace mun annast verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna komandi framkvæmda við m.a. byggingu austurálmu sem er nýr landgangur til austurs og byggingu á nýrri flugstöðvarbyggingu. Þá mun félagið einnig veita ráðgjöf við aðrar framkvæmdir Isavia á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal við tengibyggingu vegna breikkunar á landgangi milli norður- og suðurbyggingar flugstöðvarinnar. Fyrsta verkefni félagsins verður að veita ráðgjöf við tengibygginguna, en ráðgert er að framkvæmdir við hana muni hefjast á næsta ári. „Enn er talsvert í að framkvæmdir við austurálmu og nýja flugstöð geti hafist enda kalla framkvæmdir af þeirri stærðargráðu á nokkurra ára undirbúningsvinnu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir samninginn lykilskref í átt að þeim miklu framkvæmdum sem nauðsynlegt sé að ráðast í á flugvellinum til að viðhalda og fjölga flugtengingum til og frá Íslandi „Við hjá Isavia höfum lagt í mikla vinnu við að velja öflugan samstarfsaðila til að leiða þetta mikilvæga verkefni og það hefur mikla þýðingu fyrir Isavia að fá þekkingu og reynslu Mace að borðinu,“ segir Sveinbjörn. Jason Millett, rekstrarstjóri Mace, segist himinlifandi yfir tækifæri Mace til að leiða verkefnaumsjón og verkeftirlit yfir þeim framkvæmdum sem framundan séu á Keflavíkurflugvelli. „Við fáum hér tækifæri til að vera hluti af miklu umbreytingarverkefni þar sem sú sérfræðiþekking sem við höfum aflað okkur um allan heim kemur að góðum notum við að byggja upp flugvöll, í samstarfi við Isavia, sem styður við vöxt og tækifæri fyrir gjörvallt Ísland.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstrarstjóri hjá Mace, undirrituðu samning þess efnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag, m.a. að viðstöddum Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Mace hefur umfangsmikla reynslu af stórframkvæmdum við flugvelli víða um heim, þar á meðal á Heathrow-flugvelli í London, Schipol-flugvelli í Amsterdam og flugvöllunum í Dublin, Manchester, Doha, Mumbai og Sydney að því er segir í tilkynningu frá Isavia. „Í ljósi mikilvægis þess að sækja hæfan samstarfsaðila í þau stóru verkefni sem framundan eru á Keflavíkurflugvelli var farið í ítarlegt og afar vandað valferli sem staðið hefur yfir í rúmt ár. Gerð var krafa um yfirgripsmikla þekkingu og reynslu bjóðenda hvað varðar sambærileg verkefni á stórum alþjóðlegum millilandaflugvöllum. Þá var gerð krafa um að bjóðendur yrðu á líftíma samningsins í samstarfi við innlendan aðila og í tilfelli Mace þá valdi félagið verkfræðistofuna Verkís til samstarfs. Á endanum stóð valið milli þriggja alþjóðlegra bjóðenda sem allir uppfylltu hæfið, en eins og fram hefur komið þá varð Mace, í samstarfi við verkfræðistofuna Verkís, fyrir valinu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstarstjóri hjá Mace.Isavia Mace mun annast verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna komandi framkvæmda við m.a. byggingu austurálmu sem er nýr landgangur til austurs og byggingu á nýrri flugstöðvarbyggingu. Þá mun félagið einnig veita ráðgjöf við aðrar framkvæmdir Isavia á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal við tengibyggingu vegna breikkunar á landgangi milli norður- og suðurbyggingar flugstöðvarinnar. Fyrsta verkefni félagsins verður að veita ráðgjöf við tengibygginguna, en ráðgert er að framkvæmdir við hana muni hefjast á næsta ári. „Enn er talsvert í að framkvæmdir við austurálmu og nýja flugstöð geti hafist enda kalla framkvæmdir af þeirri stærðargráðu á nokkurra ára undirbúningsvinnu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir samninginn lykilskref í átt að þeim miklu framkvæmdum sem nauðsynlegt sé að ráðast í á flugvellinum til að viðhalda og fjölga flugtengingum til og frá Íslandi „Við hjá Isavia höfum lagt í mikla vinnu við að velja öflugan samstarfsaðila til að leiða þetta mikilvæga verkefni og það hefur mikla þýðingu fyrir Isavia að fá þekkingu og reynslu Mace að borðinu,“ segir Sveinbjörn. Jason Millett, rekstrarstjóri Mace, segist himinlifandi yfir tækifæri Mace til að leiða verkefnaumsjón og verkeftirlit yfir þeim framkvæmdum sem framundan séu á Keflavíkurflugvelli. „Við fáum hér tækifæri til að vera hluti af miklu umbreytingarverkefni þar sem sú sérfræðiþekking sem við höfum aflað okkur um allan heim kemur að góðum notum við að byggja upp flugvöll, í samstarfi við Isavia, sem styður við vöxt og tækifæri fyrir gjörvallt Ísland.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun