Segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 21:16 Síðasta þingfundi þessa árs lauk um klukkan 18:30 í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna. Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs, skráningu raunverulegra eigenda og frumvarp um sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs eru meðal þeirra mála sem urðu að lögum í dag. Þótt samstaða hafi ríkt um mörg mál var tekist á um önnur eins og gerist og gengur. „Mér finnst þetta hafa verið svolítið skrítinn þingvetur þar sem að það komu eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni einhverra hluta vegna og fram alveg í miðjan desember þá erum við stjórnarandstaðan og þingmenn að halda alveg störfum þingsins gangandi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tekur í svipaðan streng. „Mér finnst skrítið hvað þetta virðist allt koma klaufalega frá ríkisstjórninni núna. Mál sem að ættu að geta verið í fullri sátt, eins og um lengingu fæðingarorlofs, er í algjöru uppnámi hérna á lokametrum þingsins fyrir jólahlé,“ segir Helga Vala sem ennfremur er formaður velferðarnefndar sem fjallað hefur um málið. „Sum góð mál komust í gegn og við auðvitað studdum eitthvað af stjórnarmálum. Það er þannig, við styðjum góð mál sem koma frá stjórninni. En mér finnst einhvern veginn það er eitthvað kaos þarna og það er mikið vantraust milli stjórnarflokkanna greinilega og það birtist glögglega í nýjustu breytingartillögu með fæðingarorlofsfrumvarpinu. Það virðist bara vera mikið vantraust þarna á milli og mér finnst það ekki beinlínis vera góð sending inn í jólahátíðarnar,“ segir Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm „Það er greinilega mikið vantraust á milli stjórnarflokka. Við sjáum þessi átök sem eru á milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks út af fjölmiðlamálinu og síðan er augljóst að hluti stjórnarflokkanna er ekki að treysta Sjálfstæðisflokknum í fæðingarorlofinu,“ segir Þorgerður Katrín. „Þetta er ekki til þess að auka traust og trúverðugleika á hæfni þessarar ríkisstjórnar til þess að takast á við sín verkefni.“ Heildarendurskoðun laga um fæðingarorlof á næsta ári Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir það að ekki hafi verið samstaða um málið meðal stjórnarflokkanna. „Þetta snérist um það að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna og það var vilji til þess að seinni tveir mánuðirnir af þessari lengingu færu inn í þá heildarendurskoðun. En á næsta ári erum við að hefja lenginguna eins og gert var ráð fyrir,“ segir Ásmundur Einar. „Stóra málið er náttúrlega að við erum að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf sem er gríðarlega stórt framfaraskref fyrir börn og barnafjölskyldur á Íslandi. Og það má til gamans geta þess að þessi breyting, þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda og hækkunin sem er búin að eiga sér stað líka, að þá erum við að tryggja það að það verða 10 milljarðar aukalega á ársgrunni sem að renna til barna og barnafjölskyldna á ársgrunni,“ segir Ásmundur. Alþingi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Síðasta þingfundi þessa árs lauk um klukkan 18:30 í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna. Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs, skráningu raunverulegra eigenda og frumvarp um sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs eru meðal þeirra mála sem urðu að lögum í dag. Þótt samstaða hafi ríkt um mörg mál var tekist á um önnur eins og gerist og gengur. „Mér finnst þetta hafa verið svolítið skrítinn þingvetur þar sem að það komu eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni einhverra hluta vegna og fram alveg í miðjan desember þá erum við stjórnarandstaðan og þingmenn að halda alveg störfum þingsins gangandi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tekur í svipaðan streng. „Mér finnst skrítið hvað þetta virðist allt koma klaufalega frá ríkisstjórninni núna. Mál sem að ættu að geta verið í fullri sátt, eins og um lengingu fæðingarorlofs, er í algjöru uppnámi hérna á lokametrum þingsins fyrir jólahlé,“ segir Helga Vala sem ennfremur er formaður velferðarnefndar sem fjallað hefur um málið. „Sum góð mál komust í gegn og við auðvitað studdum eitthvað af stjórnarmálum. Það er þannig, við styðjum góð mál sem koma frá stjórninni. En mér finnst einhvern veginn það er eitthvað kaos þarna og það er mikið vantraust milli stjórnarflokkanna greinilega og það birtist glögglega í nýjustu breytingartillögu með fæðingarorlofsfrumvarpinu. Það virðist bara vera mikið vantraust þarna á milli og mér finnst það ekki beinlínis vera góð sending inn í jólahátíðarnar,“ segir Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm „Það er greinilega mikið vantraust á milli stjórnarflokka. Við sjáum þessi átök sem eru á milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks út af fjölmiðlamálinu og síðan er augljóst að hluti stjórnarflokkanna er ekki að treysta Sjálfstæðisflokknum í fæðingarorlofinu,“ segir Þorgerður Katrín. „Þetta er ekki til þess að auka traust og trúverðugleika á hæfni þessarar ríkisstjórnar til þess að takast á við sín verkefni.“ Heildarendurskoðun laga um fæðingarorlof á næsta ári Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir það að ekki hafi verið samstaða um málið meðal stjórnarflokkanna. „Þetta snérist um það að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna og það var vilji til þess að seinni tveir mánuðirnir af þessari lengingu færu inn í þá heildarendurskoðun. En á næsta ári erum við að hefja lenginguna eins og gert var ráð fyrir,“ segir Ásmundur Einar. „Stóra málið er náttúrlega að við erum að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf sem er gríðarlega stórt framfaraskref fyrir börn og barnafjölskyldur á Íslandi. Og það má til gamans geta þess að þessi breyting, þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda og hækkunin sem er búin að eiga sér stað líka, að þá erum við að tryggja það að það verða 10 milljarðar aukalega á ársgrunni sem að renna til barna og barnafjölskyldna á ársgrunni,“ segir Ásmundur.
Alþingi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira