Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir voru valin knattspyrnufólk ársins 2019 af leikmannavali KSÍ. Þetta er í sextánda sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ.
Þetta er í áttunda sinn í röð sem Gylfi fær þessa viðurkenningu og fimmta sinn í röð sem Sara fær hana.
Gylfi er fastamaður í liði Everton og skoraði 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Gylfi lék tíu landsleiki á árinu 2019 og skoraði tvö mörk.
Sara er í lykilhlutverki hjá Wolfsburg sem varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi á síðasta tímabili. Hún lék níu landsleiki á árinu og skoraði eitt mark.
Jóhann Berg Guðmundsson var annar í kjörinu á knattspyrnumanni ársins og Ragnar Sigurðsson þriðji.
Hjá konunum var Glódós Perla Viggósdóttir í 2. sæti og Elín Metta Jensen í því þriðja.
