Ein kona var flutt á slysadeild eftir umferðarslys á Kjalarnesinu á fimmta tímanum í dag. Óttast var í fyrstu að um alvarlegt slys væri að ræða og var óskað eftir töluverðri aðstoð.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu virðist hafa farið betur en á horfðist í fyrstu.
Nokkrar tafir urðu á umferð á Kjalarnesi vegna slyssins.
Flutt á slysadeild eftir umferðarslys á Kjalarnesi
