Líkir gagnrýni á Liverpool liðið í dag við fræga gagnrýni á „Hvítu plötu“ Bítlanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 09:00 Til vinstri John Lennon og Paul McCartney en til hægri sést þegar Jürgen Klopp tók Mohamed Salah af velli um helgina. Samsett/Getty Enskur knattspyrnuspekingur minnist „Hvítu plötu“ Bítlanna frá árinu 1968 þegar hann skrifar um topplið ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool vann enn einn nauma sigurinn um helgina. Liverpool liðið er ekki sannfærandi þessi misserin en vinnur alla leiki. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur náð í 40 af 42 stigum í boði fyrstu fjóra mánuði tímabilsins. Það er ekki hægt að gagnrýna stigasöfnun liðsins en sumir hafa áhyggjur af ekki alltof sannfærandi spilamennsku liðsins. Pistahöfundur Telegraph veltir nefnilega fyrir sér gengi Liverpool liðsins sem hefur ekki verið alltof sannfærandi þrátt fyrir þrettán sigra í fyrstu fjórtán deildarleikjum ensku úrvalsdeildarinnar og öruggt forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er eitthvað að hjá Liverpool liðinu. Að skrifa þessa setningu virðist vera alveg fáránlegt ef við lítum á þrettán sigra í fjórtán leikjum og það að Liverpool er með ellefu stiga forskot á Manchester City sem er það lið sem Liverpool óttast mest að geta komist á viðlíka sigurgöngu,“ byrjar Chris Bascombe pistil sinn í Telegraph.Perfectly imperfect Liverpool keep finding new ways to make winning run dramatic @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/P10xqAMGvV — Telegraph Football (@TeleFootball) December 1, 2019„Upp í hugann kemur því fræg gagnrýni í New York Times frá árinu 1968 þegar gagnrýnandi blaðsins fann að „Hvítu plötu“ Bítlanna og lýsti því yfir að þeir hefðu gert svo miklu betur á öðrum plötum sínum. Hann var þá að gagnrýna þá plötu í dag sem er að mörgum talin vera eitt mesta listræn afrek í popptónlist,“ skrifaði Chris Bascombe. Hann rifjar líka upp frægt svar John Lennon við þessari gagnrýni en þar sagðist Lennon að honum þætt leitt að gagnrýnandinn væri svona hrifinn af gamla efninu þeirra því að Bítlarnir hefðu fullorðnast: „I am sorry you like the old moptops and A Hard Day’s Night, dear, but I have grown up.“ Bascombe hefur smá samvisku þegar hann finnur að frammistöðu Liverpool að undanförnu en það fer ekkert fram hjá honum né öðrum að Liverpool leikmennirnir hafa margir verið ólíkir sjálfum sér á þessari leiktíð. Chris Bascombe heldur áfram að afsaka sig að þurfa að gagnrýna leik Liverpool liðsins. „Það þarf líklega að vera með meirapróf í dónaskap að velta því upp af hverju þeir fremstu þrír ná ekki eins vel saman og áður eða hvernig liði eins og Brighton tókst að stjórna stórum hluta leiksins á Anfield,“ skrifar Bascombe. Hann nefnir einnig til kuldaleg viðbrögð Mohamed Salah gagnvart Jürgen Klopp þegar Egyptinn var tekinn af velli eftir einn eina slöku frammistöðuna. Bascombe bendir síðan á það að sjö af þrettán sigrum Liverpool í vetur hafa verið 2-1 sigrar. Liðið hefur ekki haldið marki sínu hreinu síðan í september. „Liðið hefur verið sannkallað kameljón og dottið niður á getustig andstæðinganna hvort sem það eru Manchester City, Brighton eða Crystal Palace. Liðið hefur aðeins gert það sem þarf til að vinna,“ skrifar Chris Bascombe. Liverpool vann oft áður leiki með sannfærandi hætti þar sem liðið raðaði inn mörkum. Það hefur verið lítið um það í vetur en Chris Bascombe skrifar að sú staðreynd að Liverpool þarf ekki lengur slíka frammistöðu til þess að krækja í öll þrjú stigin ætti að gefa Jürgen Klopp tækifæri til að rifja upp frægt svar John Lennon með því að svara af sama meiði: „I am sorry you like the old 5-4 wins, dear, but Liverpool have grown up.“ eða „Mér þykir leitt að þú sé svona hrifinn af gömlu 5-4 sigrunum en Liverpool liðið hefur fullorðnast.“ Það má finna allan pistil Chris Bascombe með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Enskur knattspyrnuspekingur minnist „Hvítu plötu“ Bítlanna frá árinu 1968 þegar hann skrifar um topplið ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool vann enn einn nauma sigurinn um helgina. Liverpool liðið er ekki sannfærandi þessi misserin en vinnur alla leiki. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur náð í 40 af 42 stigum í boði fyrstu fjóra mánuði tímabilsins. Það er ekki hægt að gagnrýna stigasöfnun liðsins en sumir hafa áhyggjur af ekki alltof sannfærandi spilamennsku liðsins. Pistahöfundur Telegraph veltir nefnilega fyrir sér gengi Liverpool liðsins sem hefur ekki verið alltof sannfærandi þrátt fyrir þrettán sigra í fyrstu fjórtán deildarleikjum ensku úrvalsdeildarinnar og öruggt forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er eitthvað að hjá Liverpool liðinu. Að skrifa þessa setningu virðist vera alveg fáránlegt ef við lítum á þrettán sigra í fjórtán leikjum og það að Liverpool er með ellefu stiga forskot á Manchester City sem er það lið sem Liverpool óttast mest að geta komist á viðlíka sigurgöngu,“ byrjar Chris Bascombe pistil sinn í Telegraph.Perfectly imperfect Liverpool keep finding new ways to make winning run dramatic @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/P10xqAMGvV — Telegraph Football (@TeleFootball) December 1, 2019„Upp í hugann kemur því fræg gagnrýni í New York Times frá árinu 1968 þegar gagnrýnandi blaðsins fann að „Hvítu plötu“ Bítlanna og lýsti því yfir að þeir hefðu gert svo miklu betur á öðrum plötum sínum. Hann var þá að gagnrýna þá plötu í dag sem er að mörgum talin vera eitt mesta listræn afrek í popptónlist,“ skrifaði Chris Bascombe. Hann rifjar líka upp frægt svar John Lennon við þessari gagnrýni en þar sagðist Lennon að honum þætt leitt að gagnrýnandinn væri svona hrifinn af gamla efninu þeirra því að Bítlarnir hefðu fullorðnast: „I am sorry you like the old moptops and A Hard Day’s Night, dear, but I have grown up.“ Bascombe hefur smá samvisku þegar hann finnur að frammistöðu Liverpool að undanförnu en það fer ekkert fram hjá honum né öðrum að Liverpool leikmennirnir hafa margir verið ólíkir sjálfum sér á þessari leiktíð. Chris Bascombe heldur áfram að afsaka sig að þurfa að gagnrýna leik Liverpool liðsins. „Það þarf líklega að vera með meirapróf í dónaskap að velta því upp af hverju þeir fremstu þrír ná ekki eins vel saman og áður eða hvernig liði eins og Brighton tókst að stjórna stórum hluta leiksins á Anfield,“ skrifar Bascombe. Hann nefnir einnig til kuldaleg viðbrögð Mohamed Salah gagnvart Jürgen Klopp þegar Egyptinn var tekinn af velli eftir einn eina slöku frammistöðuna. Bascombe bendir síðan á það að sjö af þrettán sigrum Liverpool í vetur hafa verið 2-1 sigrar. Liðið hefur ekki haldið marki sínu hreinu síðan í september. „Liðið hefur verið sannkallað kameljón og dottið niður á getustig andstæðinganna hvort sem það eru Manchester City, Brighton eða Crystal Palace. Liðið hefur aðeins gert það sem þarf til að vinna,“ skrifar Chris Bascombe. Liverpool vann oft áður leiki með sannfærandi hætti þar sem liðið raðaði inn mörkum. Það hefur verið lítið um það í vetur en Chris Bascombe skrifar að sú staðreynd að Liverpool þarf ekki lengur slíka frammistöðu til þess að krækja í öll þrjú stigin ætti að gefa Jürgen Klopp tækifæri til að rifja upp frægt svar John Lennon með því að svara af sama meiði: „I am sorry you like the old 5-4 wins, dear, but Liverpool have grown up.“ eða „Mér þykir leitt að þú sé svona hrifinn af gömlu 5-4 sigrunum en Liverpool liðið hefur fullorðnast.“ Það má finna allan pistil Chris Bascombe með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira