Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. desember 2019 09:18 Sexmenningarnir voru leiddir fyrir dómara í liðinni viku. skjáskot Dómstóll í Namibíu mun í hádeginu að íslenskum tíma taka fyrir beiðni sexmenninganna sem handteknir hafa verið í landinu grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið. Mennirnir fara fram á að verða látnir lausir gegn tryggingu en ekki tókst að ákvarða í málinu á föstudaginn þar sem lögfræðingar þeirra voru handteknir. Umræddir sexmenningar eru hinir svokölluðu „hákarlar“; þeir Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, auk Bernhardts Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, og Pius 'Taxa' Mwatelulo, sem tengist James Hatuikulipi fjölskylduböndum líkt og Gustavo. Fyrrnefndir lögmenn sem hákarlarnir réðu frá Suður-Afríku voru ekki með atvinnuleyfi í Namibíu og voru þeir því handteknir einnig og sektaðir um háar fjárhæðir. Lögmennirnir, Mike Hellens og Dawie Joubert, teljast nokkuð þekktir fyrir störf sín fyrir Jaboc Zuma, fyrrverandi forseta Suður-Afríku. Namibísku sexmenningarnir hafa nú fengið aðra lögmenn og því verður málið loks tekið fyrir í dag. Samkvæmt namibískum miðlum er nokkur fjöldi fólks saman kominn við dómshúsið til að hlýða á niðurstöðu dómarans, en kallað hefur verið eftir því að mennirnir verði ekki látnir lausir. Hér að neðan má sjá myndband namibíska miðilsins Confidente af því þegar sexmenningarnir mættu í dómsal á fimmtudag. Namibía Samherjaskjölin Suður-Afríka Tengdar fréttir Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Dómstóll í Namibíu mun í hádeginu að íslenskum tíma taka fyrir beiðni sexmenninganna sem handteknir hafa verið í landinu grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið. Mennirnir fara fram á að verða látnir lausir gegn tryggingu en ekki tókst að ákvarða í málinu á föstudaginn þar sem lögfræðingar þeirra voru handteknir. Umræddir sexmenningar eru hinir svokölluðu „hákarlar“; þeir Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, auk Bernhardts Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, og Pius 'Taxa' Mwatelulo, sem tengist James Hatuikulipi fjölskylduböndum líkt og Gustavo. Fyrrnefndir lögmenn sem hákarlarnir réðu frá Suður-Afríku voru ekki með atvinnuleyfi í Namibíu og voru þeir því handteknir einnig og sektaðir um háar fjárhæðir. Lögmennirnir, Mike Hellens og Dawie Joubert, teljast nokkuð þekktir fyrir störf sín fyrir Jaboc Zuma, fyrrverandi forseta Suður-Afríku. Namibísku sexmenningarnir hafa nú fengið aðra lögmenn og því verður málið loks tekið fyrir í dag. Samkvæmt namibískum miðlum er nokkur fjöldi fólks saman kominn við dómshúsið til að hlýða á niðurstöðu dómarans, en kallað hefur verið eftir því að mennirnir verði ekki látnir lausir. Hér að neðan má sjá myndband namibíska miðilsins Confidente af því þegar sexmenningarnir mættu í dómsal á fimmtudag.
Namibía Samherjaskjölin Suður-Afríka Tengdar fréttir Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35
Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56