Lætur áhorfendur skrifa undir milljón dala trúnaðarsamkomulag Sylvía Hall skrifar 2. desember 2019 21:26 Pete Davidson er ekki hrifinn af því að aðdáendur tjái sig um efni uppistandsins. Vísir/Getty Grínistinn Pete Davidson hefur tekið upp á því að láta áhorfendur á uppistandssýningum sínum skrifa undir trúnaðarsamkomulag. Brjóti áhorfendur gegn samkomulaginu gætu þeir þurft að borga grínistanum milljón dali í miskabætur, sem samsvarar rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. Stacy Young birti mynd af samkomulaginu á viðburð fyrir eitt uppistand Davidson í San Francisco þar sem hún lýsti yfir furðu sinni. Í samkomulaginu er kveðið á um að áhorfendur megi hvorki ræða sýninguna í smáatriðum né hvernig þeir upplifðu hana. Þá þurfa áhorfendur að gefa upp notendanöfn sín á samfélagsmiðlum og afhenda síma og önnur upptökutæki áður en sýning hefst.Stacy Young vakti athygli á málinu á Facebook.SkjáskotYoung segist hafa neitað að skrifa undir samkomulagið og fengið miða sinn endurgreiddan en henni varð fyrst kunnugt um samkomulagið sama dag og sýningin átti að fara fram. Henni hafi þótt fáránlegt að mega ekki hafa skoðun á sýningunni og deila henni með öðru fólki. Í frétt Washington Post um málið segir að samkomulagið hafi kitlað hláturstaugar lögmanna víða enda sé slíkt trúnaðarsamkomulag fordæmalaust. Upphæð bótanna sé óraunhæf og telja margir samninginn eiga frekar að virka sem forvörn en ekki raunverulegt samkomulag sem Davidson muni byggja rétt sinn á. „Refsingin myndi uppskera jafn mikinn hlátur í réttarsal og Pete má eiga von á í uppistöndum sínum,“ sagði Jonathan Handel, lögfræðingur og prófessor í lögfræði í samtali við Washington Post. Davidson er þó ekki fyrsti uppistandarinn sem vill koma í veg fyrir að efni uppistandssýninga nái út fyrir sýninguna sjálfa. Á meðal þeirra sem hafa gripið til ráðstafana er grínistinn Dave Chapelle hefur krafið sýningargesti um að geyma síma sína í tösku á meðan sýningu stendur. Hollywood Tengdar fréttir Ariana Grande gefur út óð til sjálfsástar og fyrrum kærasta Söngkonan Ariana Grande kom aðdáendum á óvart og gaf út nýtt lag þar sem hún syngur um fyrri ástir og mikilvægi þess að elska sjálfan sig. 4. nóvember 2018 12:42 Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Grínistinn Pete Davidson hefur tekið upp á því að láta áhorfendur á uppistandssýningum sínum skrifa undir trúnaðarsamkomulag. Brjóti áhorfendur gegn samkomulaginu gætu þeir þurft að borga grínistanum milljón dali í miskabætur, sem samsvarar rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. Stacy Young birti mynd af samkomulaginu á viðburð fyrir eitt uppistand Davidson í San Francisco þar sem hún lýsti yfir furðu sinni. Í samkomulaginu er kveðið á um að áhorfendur megi hvorki ræða sýninguna í smáatriðum né hvernig þeir upplifðu hana. Þá þurfa áhorfendur að gefa upp notendanöfn sín á samfélagsmiðlum og afhenda síma og önnur upptökutæki áður en sýning hefst.Stacy Young vakti athygli á málinu á Facebook.SkjáskotYoung segist hafa neitað að skrifa undir samkomulagið og fengið miða sinn endurgreiddan en henni varð fyrst kunnugt um samkomulagið sama dag og sýningin átti að fara fram. Henni hafi þótt fáránlegt að mega ekki hafa skoðun á sýningunni og deila henni með öðru fólki. Í frétt Washington Post um málið segir að samkomulagið hafi kitlað hláturstaugar lögmanna víða enda sé slíkt trúnaðarsamkomulag fordæmalaust. Upphæð bótanna sé óraunhæf og telja margir samninginn eiga frekar að virka sem forvörn en ekki raunverulegt samkomulag sem Davidson muni byggja rétt sinn á. „Refsingin myndi uppskera jafn mikinn hlátur í réttarsal og Pete má eiga von á í uppistöndum sínum,“ sagði Jonathan Handel, lögfræðingur og prófessor í lögfræði í samtali við Washington Post. Davidson er þó ekki fyrsti uppistandarinn sem vill koma í veg fyrir að efni uppistandssýninga nái út fyrir sýninguna sjálfa. Á meðal þeirra sem hafa gripið til ráðstafana er grínistinn Dave Chapelle hefur krafið sýningargesti um að geyma síma sína í tösku á meðan sýningu stendur.
Hollywood Tengdar fréttir Ariana Grande gefur út óð til sjálfsástar og fyrrum kærasta Söngkonan Ariana Grande kom aðdáendum á óvart og gaf út nýtt lag þar sem hún syngur um fyrri ástir og mikilvægi þess að elska sjálfan sig. 4. nóvember 2018 12:42 Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Ariana Grande gefur út óð til sjálfsástar og fyrrum kærasta Söngkonan Ariana Grande kom aðdáendum á óvart og gaf út nýtt lag þar sem hún syngur um fyrri ástir og mikilvægi þess að elska sjálfan sig. 4. nóvember 2018 12:42
Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07