Telur að líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2019 07:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, segist taka ábendingum um fjárhagsvanda kirkjugarðanna alvarlega. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag var fjallað um fjárhagsvanda kirkjugarðanna í Reykjavík og rætt við Þórstein Ragnarsson, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Þar kom fram að hann treysti sér ekki til þess að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi vegna skorts á fjármagni. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni,“ sagði Þórsteinn. Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu og orðin 72 ára gömul. Þá er líkhúsið, sem þjónar í raun öllu landinu, litlu yngra. Starfsemi bálstofunnar og líkhússins er rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu en undanfarin ár hefur verulega verið dregið úr viðhaldi mannvirkja kirkjugarðanna.Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma segir mikinn fjárhagsvanda hjá stofnuninni.vísir/vilhelmLosnar um allt að 100 milljónir með nýju samkomu milli ríkis og kirkju Innt eftir viðbrögðum við orðum Þórsteins segir Áslaug Arna að hún taki auðvitað öllum ábendingum alvarlega. „Það er aftur á móti svo að það voru settar auka 40 milljóna króna framlag í síðustu fjárlögum á milli 2018 og 2019 þar sem framlögin hækkuðu þá um 10 prósent til kirkjugarðanna. Síðan er auðvitað með nýju samkomulagi milli ríkis og kirkju frá því í september ljóst að þá hætta kirkjugarðar að greiða til presta vegna útfara. Þá mun losna um 90 til 100 milljónir króna að sama skapi. Það er auðvitað ekki alltaf þannig að lausnin felist í auknum fjármunum heldur þarf stundum að finna líka nýjar lausnir á gamalkunnum vandamálum eins og þessum,“ segir Áslaug.En teljið þið jafnvel að það færi kannski betur á því að einkaaðili sæi um bálfarir hér á landi? „Já, ég held að bæði líkhús og bálfarir gætu verið á höndum einkaaðila og þurfa ekki endilega að vera á höndum kirkjugarðanna. Það er auðvitað ljóst að kirkjugarðarnir eigi kannski að hafa það forgangsatriði, umönnun og staða garðanna sjálfra og annað gæti verið í höndum annarra.“Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við dóms- og kirkjumálaráðherra, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag var fjallað um fjárhagsvanda kirkjugarðanna í Reykjavík og rætt við Þórstein Ragnarsson, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Þar kom fram að hann treysti sér ekki til þess að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi vegna skorts á fjármagni. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni,“ sagði Þórsteinn. Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu og orðin 72 ára gömul. Þá er líkhúsið, sem þjónar í raun öllu landinu, litlu yngra. Starfsemi bálstofunnar og líkhússins er rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu en undanfarin ár hefur verulega verið dregið úr viðhaldi mannvirkja kirkjugarðanna.Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma segir mikinn fjárhagsvanda hjá stofnuninni.vísir/vilhelmLosnar um allt að 100 milljónir með nýju samkomu milli ríkis og kirkju Innt eftir viðbrögðum við orðum Þórsteins segir Áslaug Arna að hún taki auðvitað öllum ábendingum alvarlega. „Það er aftur á móti svo að það voru settar auka 40 milljóna króna framlag í síðustu fjárlögum á milli 2018 og 2019 þar sem framlögin hækkuðu þá um 10 prósent til kirkjugarðanna. Síðan er auðvitað með nýju samkomulagi milli ríkis og kirkju frá því í september ljóst að þá hætta kirkjugarðar að greiða til presta vegna útfara. Þá mun losna um 90 til 100 milljónir króna að sama skapi. Það er auðvitað ekki alltaf þannig að lausnin felist í auknum fjármunum heldur þarf stundum að finna líka nýjar lausnir á gamalkunnum vandamálum eins og þessum,“ segir Áslaug.En teljið þið jafnvel að það færi kannski betur á því að einkaaðili sæi um bálfarir hér á landi? „Já, ég held að bæði líkhús og bálfarir gætu verið á höndum einkaaðila og þurfa ekki endilega að vera á höndum kirkjugarðanna. Það er auðvitað ljóst að kirkjugarðarnir eigi kannski að hafa það forgangsatriði, umönnun og staða garðanna sjálfra og annað gæti verið í höndum annarra.“Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við dóms- og kirkjumálaráðherra, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira