Telur að líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2019 07:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, segist taka ábendingum um fjárhagsvanda kirkjugarðanna alvarlega. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag var fjallað um fjárhagsvanda kirkjugarðanna í Reykjavík og rætt við Þórstein Ragnarsson, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Þar kom fram að hann treysti sér ekki til þess að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi vegna skorts á fjármagni. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni,“ sagði Þórsteinn. Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu og orðin 72 ára gömul. Þá er líkhúsið, sem þjónar í raun öllu landinu, litlu yngra. Starfsemi bálstofunnar og líkhússins er rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu en undanfarin ár hefur verulega verið dregið úr viðhaldi mannvirkja kirkjugarðanna.Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma segir mikinn fjárhagsvanda hjá stofnuninni.vísir/vilhelmLosnar um allt að 100 milljónir með nýju samkomu milli ríkis og kirkju Innt eftir viðbrögðum við orðum Þórsteins segir Áslaug Arna að hún taki auðvitað öllum ábendingum alvarlega. „Það er aftur á móti svo að það voru settar auka 40 milljóna króna framlag í síðustu fjárlögum á milli 2018 og 2019 þar sem framlögin hækkuðu þá um 10 prósent til kirkjugarðanna. Síðan er auðvitað með nýju samkomulagi milli ríkis og kirkju frá því í september ljóst að þá hætta kirkjugarðar að greiða til presta vegna útfara. Þá mun losna um 90 til 100 milljónir króna að sama skapi. Það er auðvitað ekki alltaf þannig að lausnin felist í auknum fjármunum heldur þarf stundum að finna líka nýjar lausnir á gamalkunnum vandamálum eins og þessum,“ segir Áslaug.En teljið þið jafnvel að það færi kannski betur á því að einkaaðili sæi um bálfarir hér á landi? „Já, ég held að bæði líkhús og bálfarir gætu verið á höndum einkaaðila og þurfa ekki endilega að vera á höndum kirkjugarðanna. Það er auðvitað ljóst að kirkjugarðarnir eigi kannski að hafa það forgangsatriði, umönnun og staða garðanna sjálfra og annað gæti verið í höndum annarra.“Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við dóms- og kirkjumálaráðherra, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag var fjallað um fjárhagsvanda kirkjugarðanna í Reykjavík og rætt við Þórstein Ragnarsson, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Þar kom fram að hann treysti sér ekki til þess að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi vegna skorts á fjármagni. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni,“ sagði Þórsteinn. Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu og orðin 72 ára gömul. Þá er líkhúsið, sem þjónar í raun öllu landinu, litlu yngra. Starfsemi bálstofunnar og líkhússins er rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu en undanfarin ár hefur verulega verið dregið úr viðhaldi mannvirkja kirkjugarðanna.Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma segir mikinn fjárhagsvanda hjá stofnuninni.vísir/vilhelmLosnar um allt að 100 milljónir með nýju samkomu milli ríkis og kirkju Innt eftir viðbrögðum við orðum Þórsteins segir Áslaug Arna að hún taki auðvitað öllum ábendingum alvarlega. „Það er aftur á móti svo að það voru settar auka 40 milljóna króna framlag í síðustu fjárlögum á milli 2018 og 2019 þar sem framlögin hækkuðu þá um 10 prósent til kirkjugarðanna. Síðan er auðvitað með nýju samkomulagi milli ríkis og kirkju frá því í september ljóst að þá hætta kirkjugarðar að greiða til presta vegna útfara. Þá mun losna um 90 til 100 milljónir króna að sama skapi. Það er auðvitað ekki alltaf þannig að lausnin felist í auknum fjármunum heldur þarf stundum að finna líka nýjar lausnir á gamalkunnum vandamálum eins og þessum,“ segir Áslaug.En teljið þið jafnvel að það færi kannski betur á því að einkaaðili sæi um bálfarir hér á landi? „Já, ég held að bæði líkhús og bálfarir gætu verið á höndum einkaaðila og þurfa ekki endilega að vera á höndum kirkjugarðanna. Það er auðvitað ljóst að kirkjugarðarnir eigi kannski að hafa það forgangsatriði, umönnun og staða garðanna sjálfra og annað gæti verið í höndum annarra.“Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við dóms- og kirkjumálaráðherra, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira