Vígdís kallaði Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 17:26 Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, „drullusokk meirihlutans“ og „skítadreifara“. Ummæli þessi áttu sér stað á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Í kjölfar þess fór Pawel Baroszek, forseti borgarstjórnar, fram á að borgarfulltrúar gættu orða sinna. Eftir að Dóra Björt flutti ræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar, þar sem hún gagnrýndi minnihlutann og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkinn gagnrýndi Dóra fyrir að hafa lagt niður verkamannabústaðina. Nú væri verið að reyna að byggja kerfið upp á ný. Þá sakaði hún borgarfulltrúa Miðflokksins um „rembing“ og „einangrunarhyggju“ vegna gagnrýni þeirra á utanlandsferðir borgarfulltrúa og starfsmanna. Vigdís steig þá í pontu og gagnrýndi að ræða Dóru hefði ekki verið stöðvuð því slíkt væri hægt ef ræðumaður færi „úr hófi“. „Hér hefur einn borgarfulltrúi meirihlutans tekið að sér að vera drullusokkur meirihlutans,“ sagði Vigdís og lagði hún mikla áherslu á orðið drullusokkur. „Því það er alveg sama hvað er til umræðu hér í borgarstjórnarsalnum. Það er alltaf hraunað yfir flokkana, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn, nú var hægt að drulla yfir Miðflokkinn líka,“ sagði Vigdís og stöðvaði ræðu sína til að benda á að Dóra Björt hefði gengið úr salnum. „Borgarfulltrúinn er genginn úr sal og þolir ekki að heyra sannleikann. Ég vil óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans. Takk fyrir,“ sagði Vigdís. Dóra Björt, virtist þó ekki hafa farið langt og sneri strax aftur í pontu. „Hún stóð hér í pontu og kallaði mig, borgarfulltrúa í þessum sal, drullusokk. Áhugavert. Vel gert Vigdís.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, „drullusokk meirihlutans“ og „skítadreifara“. Ummæli þessi áttu sér stað á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Í kjölfar þess fór Pawel Baroszek, forseti borgarstjórnar, fram á að borgarfulltrúar gættu orða sinna. Eftir að Dóra Björt flutti ræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar, þar sem hún gagnrýndi minnihlutann og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkinn gagnrýndi Dóra fyrir að hafa lagt niður verkamannabústaðina. Nú væri verið að reyna að byggja kerfið upp á ný. Þá sakaði hún borgarfulltrúa Miðflokksins um „rembing“ og „einangrunarhyggju“ vegna gagnrýni þeirra á utanlandsferðir borgarfulltrúa og starfsmanna. Vigdís steig þá í pontu og gagnrýndi að ræða Dóru hefði ekki verið stöðvuð því slíkt væri hægt ef ræðumaður færi „úr hófi“. „Hér hefur einn borgarfulltrúi meirihlutans tekið að sér að vera drullusokkur meirihlutans,“ sagði Vigdís og lagði hún mikla áherslu á orðið drullusokkur. „Því það er alveg sama hvað er til umræðu hér í borgarstjórnarsalnum. Það er alltaf hraunað yfir flokkana, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn, nú var hægt að drulla yfir Miðflokkinn líka,“ sagði Vigdís og stöðvaði ræðu sína til að benda á að Dóra Björt hefði gengið úr salnum. „Borgarfulltrúinn er genginn úr sal og þolir ekki að heyra sannleikann. Ég vil óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans. Takk fyrir,“ sagði Vigdís. Dóra Björt, virtist þó ekki hafa farið langt og sneri strax aftur í pontu. „Hún stóð hér í pontu og kallaði mig, borgarfulltrúa í þessum sal, drullusokk. Áhugavert. Vel gert Vigdís.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira