Ábyrg fjármál Reykjavíkur og loftútreikningar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. desember 2019 17:30 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er til umræðu í dag. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir afgangi í rekstri borgarinnar, bæði A-hluta og samstæðu, þrátt fyrir að á milli umræðna hafi birst spár um meiri samdrátt í efnahagslífinu en áður hafði verið gert ráð fyrir. Meirihlutinn í borgastjórn vill mæta þessum samdrætti hagræðingarkröfu á rekstur og kraftmikla fjárfestingaráætlun sem verður 70% fjármögnuð með eigin fé og 30% með lántökum, þar sem haldið verður áfram með grænar og félagslegar lántökur á hagstæðum vöxtum. Við munum á næsta ári m.a. stíga stór skref til að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og fara í metnaðarfulla uppbyggingu íþróttarmannvirkja í Breiðholti og Úlfarsárdal. Fjármögnun Borgarlínu hefur verið tryggð og endurspeglar bæði fjárhagsáætlun 2020 og fimm ára áætlun til 2024 grænar áherslur þessa meirihluta.Einföldum, skýrum og skerpum Á þessu árum hefur meirihlutinn í borgarstjórn unnið að því að einfalda, skýra og skerpa stjórnkerfi borgarinnar, til að tryggja góða stjórnarhætti í öllum okkar rekstri. Við höfum skýrt umboð og ábyrgð, einfaldað boðleiðir og skerpt á hlutverki lykileininga í stjórnsýslu borgarinnar. Við viljum að ákvarðanatakan verði betri og áreiðanlegri. Um mitt þetta ár tók gildi nýtt skipulag Reykjavíkurborgar sem endurspeglar áherslur góðra stjórnarhátta og tekur innkaupamál borgarinnar föstum tökum. Þá var fjármálum borgarinnar og áhættustýringu gert hærra undir höfði til að tryggja agaða og góða fjármálastjórn, þar sem fjármunum er ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni og virkt eftirlit er með fjárfestingum og framkvæmdum. Borgarráð hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum. Nú eru viðaukar vegna fjármála lagðir fyrir reglulega til að tryggja góða yfirsýn allra í samræmi við þá ábyrgð sem borgarfulltrúar bera til að hafa eftirlit með fjármálum borgarinnar. Við munum halda áfram á þessari vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar með því að horfa á hvernig megi einfalda, skýra og skerpa stjórnsýslu Reykjavíkur á sama tíma og við viljum þjónustumiðaða, skemmtilega og lifandi borg.Loftútreikningar Sjálfstæðisflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins hélt því fram í Fréttablaðinu í morgun að Viðreisn hafi mistekist að halda uppi merkjum ábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem skuldir borgarinnar hafi aukist um margar Hörpur. Ef eitthvert sannleikskorn væri í þessum loftfimleikum oddvitans í útreikningum, þá gætu fulltrúar Viðreisnar mögulega tekið undir þessi orð. Þess í stað ætlum við að horfa á raunverulegar tölur sem sýna ábyrga fjármálstjórn, afgang af rekstri A-hluta og samstæðunnar í heild, hvernig varlegar verður farið í ný langtímalán og leiguskuldir en síðastliðin tvö ár. Þá verður einnig að hafa í huga að á árunum 2020 til 2024 verða afborganir lána og niðurgreiðsla skulda hærri en nýjar lántökur. Við munum á næsta ári, sem hingað til halda áfram á vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar, borgarbúum til heilla.Höfunduer er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er til umræðu í dag. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir afgangi í rekstri borgarinnar, bæði A-hluta og samstæðu, þrátt fyrir að á milli umræðna hafi birst spár um meiri samdrátt í efnahagslífinu en áður hafði verið gert ráð fyrir. Meirihlutinn í borgastjórn vill mæta þessum samdrætti hagræðingarkröfu á rekstur og kraftmikla fjárfestingaráætlun sem verður 70% fjármögnuð með eigin fé og 30% með lántökum, þar sem haldið verður áfram með grænar og félagslegar lántökur á hagstæðum vöxtum. Við munum á næsta ári m.a. stíga stór skref til að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og fara í metnaðarfulla uppbyggingu íþróttarmannvirkja í Breiðholti og Úlfarsárdal. Fjármögnun Borgarlínu hefur verið tryggð og endurspeglar bæði fjárhagsáætlun 2020 og fimm ára áætlun til 2024 grænar áherslur þessa meirihluta.Einföldum, skýrum og skerpum Á þessu árum hefur meirihlutinn í borgarstjórn unnið að því að einfalda, skýra og skerpa stjórnkerfi borgarinnar, til að tryggja góða stjórnarhætti í öllum okkar rekstri. Við höfum skýrt umboð og ábyrgð, einfaldað boðleiðir og skerpt á hlutverki lykileininga í stjórnsýslu borgarinnar. Við viljum að ákvarðanatakan verði betri og áreiðanlegri. Um mitt þetta ár tók gildi nýtt skipulag Reykjavíkurborgar sem endurspeglar áherslur góðra stjórnarhátta og tekur innkaupamál borgarinnar föstum tökum. Þá var fjármálum borgarinnar og áhættustýringu gert hærra undir höfði til að tryggja agaða og góða fjármálastjórn, þar sem fjármunum er ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni og virkt eftirlit er með fjárfestingum og framkvæmdum. Borgarráð hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum. Nú eru viðaukar vegna fjármála lagðir fyrir reglulega til að tryggja góða yfirsýn allra í samræmi við þá ábyrgð sem borgarfulltrúar bera til að hafa eftirlit með fjármálum borgarinnar. Við munum halda áfram á þessari vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar með því að horfa á hvernig megi einfalda, skýra og skerpa stjórnsýslu Reykjavíkur á sama tíma og við viljum þjónustumiðaða, skemmtilega og lifandi borg.Loftútreikningar Sjálfstæðisflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins hélt því fram í Fréttablaðinu í morgun að Viðreisn hafi mistekist að halda uppi merkjum ábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem skuldir borgarinnar hafi aukist um margar Hörpur. Ef eitthvert sannleikskorn væri í þessum loftfimleikum oddvitans í útreikningum, þá gætu fulltrúar Viðreisnar mögulega tekið undir þessi orð. Þess í stað ætlum við að horfa á raunverulegar tölur sem sýna ábyrga fjármálstjórn, afgang af rekstri A-hluta og samstæðunnar í heild, hvernig varlegar verður farið í ný langtímalán og leiguskuldir en síðastliðin tvö ár. Þá verður einnig að hafa í huga að á árunum 2020 til 2024 verða afborganir lána og niðurgreiðsla skulda hærri en nýjar lántökur. Við munum á næsta ári, sem hingað til halda áfram á vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar, borgarbúum til heilla.Höfunduer er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar