Gripin glóðvolg af ljósmyndara við að háma í sig önd Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2019 10:36 Alla jafna er Kolbrún ekki frek á fóðrunum þegar veitingar í ráðhúsinu eru annars vegar. En, hún var svöng í gærkvöldi. Ljósmynd Sigtryggs Ara Jóhannssonar, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, sem tekin er inn um kýrauga á mötuneyti Ráðhússins hefur vakið verðskuldaða athygli. Eru nokkrir á samfélagsmiðlum þegar farnir að tala um fréttamynd ársins. Þar má sjá fulltrúa Flokks fólksins háma í sig önd, sem var á matseðli borgarfulltrúa og annarra þeirra sem í ráðhúsinu starfa, í gærkvöldi. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni og samherji Kolbrúnar í minnihlutanum, fylgist forviða með. „Já, ég var gripin illilega,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. En, mikill kostnaður vegna veitinga sem bornar eru í ráðhúsfólkið var til umræðu í gær. Það var því óheppilegt að matseðillinn skyldi vera einkar glæsilegur í gær en það er Múlakaffi sem sér um kostinn. Er vaninn sá að veitingarnar séu venju fremur veglegar þegar fjárhagsáætlun borgarinnar er til umræðu en svo háttaði til í gær. Meðal þeirra sem fordæmdu hinn mikla kostnað sem er vegna veitinganna var Kolbrún sjálf og hafði hún jafnframt á orði við Vísi að sjálf væri hún ekki frek á fóðrum, borðaði yfirleitt lítið á þessum kvöldfundum. En, á myndinni hins vegar gerir hún sér öndina að góðu. „Ég hafði ekki borðað í tíu tíma og kom seint í mat. En, ég er náttúrlega ein til frásagnar um það,“ segir Kolbrún létt í bragði. „Ég er heppin með það að vera gangandi sönnun þess að borða ekki mikið. Það er sífellt verið að segja að ég sé of grönn.“ Kolbrún segir að betur hefði farið á því ef náðst hefði mynd af þeim í meirihlutanum, þeim sem ráða ríkjum og eru með fjárráðin og ábyrgðina þar með. „Myndin sýnir bara valdalaust, hungrað borgarfulltrúagrey. En meirihlutafulltrúarnir kætast mikið núna, það hlakkar í þeim.“ Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Ljósmynd Sigtryggs Ara Jóhannssonar, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, sem tekin er inn um kýrauga á mötuneyti Ráðhússins hefur vakið verðskuldaða athygli. Eru nokkrir á samfélagsmiðlum þegar farnir að tala um fréttamynd ársins. Þar má sjá fulltrúa Flokks fólksins háma í sig önd, sem var á matseðli borgarfulltrúa og annarra þeirra sem í ráðhúsinu starfa, í gærkvöldi. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni og samherji Kolbrúnar í minnihlutanum, fylgist forviða með. „Já, ég var gripin illilega,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. En, mikill kostnaður vegna veitinga sem bornar eru í ráðhúsfólkið var til umræðu í gær. Það var því óheppilegt að matseðillinn skyldi vera einkar glæsilegur í gær en það er Múlakaffi sem sér um kostinn. Er vaninn sá að veitingarnar séu venju fremur veglegar þegar fjárhagsáætlun borgarinnar er til umræðu en svo háttaði til í gær. Meðal þeirra sem fordæmdu hinn mikla kostnað sem er vegna veitinganna var Kolbrún sjálf og hafði hún jafnframt á orði við Vísi að sjálf væri hún ekki frek á fóðrum, borðaði yfirleitt lítið á þessum kvöldfundum. En, á myndinni hins vegar gerir hún sér öndina að góðu. „Ég hafði ekki borðað í tíu tíma og kom seint í mat. En, ég er náttúrlega ein til frásagnar um það,“ segir Kolbrún létt í bragði. „Ég er heppin með það að vera gangandi sönnun þess að borða ekki mikið. Það er sífellt verið að segja að ég sé of grönn.“ Kolbrún segir að betur hefði farið á því ef náðst hefði mynd af þeim í meirihlutanum, þeim sem ráða ríkjum og eru með fjárráðin og ábyrgðina þar með. „Myndin sýnir bara valdalaust, hungrað borgarfulltrúagrey. En meirihlutafulltrúarnir kætast mikið núna, það hlakkar í þeim.“
Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30