Að spila lottó með sannleikann Kristinn H. Gunnarsson skrifar 4. desember 2019 11:30 Landssamband veiðifélaga berst gegn uppbyggingu á laxeldi í sjó. Erlendir auðkýfingar hafa keypt laxveiðréttindi og jarðir hér á landi og vinna leynt og ljóst gegn atvinnuuppbyggingunni. Stjórnvöld hafa frá upphafi verið varkár gagnvart sjókvíaeldinu. Laxeldið er aðeins leyft á afmörkuðum svæðum, einkum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Annars staðar er það bannað. Það er gert til að vernda innlenda laxastofna fyrir mögulegri blöndum við eldisstofninn, sem er upprunalega norskur. Uppbygging sjókvíaeldisins hefur að öllu leyti fylgt þessum ráðstöfunum. Efnahagslegar stærðir skipta máli. Útflutningsverðmæti eldislax frá Vestfjörðum fer hratt vaxandi og getur orðið 70 milljarðar króna á ári innan fárra ára. Nokkur svæði hafa ekki enn verið burðarþolsmetin og framleiðslugeta á Vestfjörðum gæti því orðið enn meiri og farið yfir 100 milljarða króna. Það eru svipuð verðmæti fyrir þjóðarbúið og allar tekjur af þorskveiðum, mikilvægasta fiskistofni landsmanna. Laxveiði í vestfirskum ám er lítil og tekjur óverulegar. Enda er það ástæða þess að laxeldið var leyft á Vestfjörðum. Tekjur af allri stangveiði í landinu er aðeins 4,9 milljarðar króna á ári. Það er því ólíku saman að jafna framlagi þessara tveggja atvinnugreina til lífskjara íslensku þjóðarinnar. Nái landssamband veiðifélaga markmiði sínu og kæfi í fæðingu laxeldi á Íslandi verða afleiðingarnar alvarlegar og almenningur fer á mis við mjög bætt lífskjör á næstu árum. Fyrir Vestfirðinga yrði slík niðurstaða reiðarslag. Eftir tuttugu ára stöðuga afturför í fjórðungnum hefur laxeldið veitt viðspyrnu, fólki hefur fjölgað lítillega og fyrirsjáanlegur vöxtur laxeldisfyrirtækjanna á næstu árum mun valda straumhvörfum í efnahags- og byggðaþróun á Vestfjörðum. Rökin gegn laxeldinu eru veik. Umhverfismengun er lítil. Kolefnisspor er lágt. Hvergi á Íslandi hafa laxastofnar spillst eða eyðilagst vegna blöndunar við eldislax. Þrátt fyrir langvarandi markvissa blöndun innlendra stofna í fjölmörgum laxveiðiám um langt árabil á vegum veiðiréttarhafa er ekki talin ástæða til að hafa áhyggjur af varanlegri erfðablöndun. Jón Helgi Björnsson, formaður landssambands veiðifélaga skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir réttri viku gegn laxeldinu með fyrirsögninni að spila lottó með náttúruna. Þar eru fullyrðingar sem ástæða er til að gera athugasemd við. 1. Jón Helgi segir að greinst hafi erfðamengun í villtum laxastofnum á sunnanverðum Vestfjörðum. Þarna á hann væntanlega við Botnsá í Tálknafirði og Sunndalsá í Trostansfirði. Þarna er verulega ofmælt. Í hvorugri ánni er til sjálfstæður nytjastofn laxa og ekki til tölur um neina laxveiði. Stofnum sem eru ekki til verður ekki spillt. Rannsókn Hafrannsóknarstofnunar byggist auk þess á fáum fiskum og stofnunin segir aðeins að í fiskunum séu skýrar vísbendingar um erfðablöndun. Ein mæling á fáum fiskum uppfyllir ekki vísindalegar kröfur um víðtækar ályktanir. Blöndun milli eldisfiska og villtra á sér stað en til þess að áhrifin leiði til varanlegra breytinga þarf hún að vera mjög víðtæk og langvarandi. Annars ganga áhrifin til baka tiltölulega fljótt fyrir tilstilli náttúruvalsins. 2. Þá er því haldið fram að tilkynnt hafi verið um tvær slysasleppingar á frjóum lax á árinu. Ekki finnast upplýsingar um þetta. Hins vegar var tilkynnt tvisvar um gat á neti í kví. Það er tvennt ólíkt. Matvælastofnun tilkynnti í báðum tilvikum eftir athugun að enginn lax hefði veiðst. Það er því ekki vitað til þess að lax hafi sloppið. Jón Helgi Björnsson vísar til laxeldis í Noregi og setur fram fullyrðingar um laxeldið þar. Þar er ólíku saman að jafna. Norskt laxeldi er um 100 sinnum umfangsmeira og staðsetning eldiskvía þar er víða nálægt gjöfulum laxveiðiám. Því er mun meiri hætta á varanlegri erfðablöndun í Noregi en á Íslandi. Laxeldið er bannað á Íslandi nálægt öllum helstu laxveiðiám landsins. Á Vestfjörðum er nánast engin laxveiði. Það er ekki hægt að draga ályktanir af stöðu í Noregi og færa þær óbreyttar yfir á Ísland. Það er óvenjulegt að málflutningur fyrir hönd landssamtaka sé jafn óvandaður og þessi grein. Það er mikið lottó að spila svona frjálslega með sannleikann. Í því lottói eru fáir sem geta unnið en þjóðin getur tapað miklu. Stefna landssamtaka veiðifélaga er andstæð staðreyndum. Forystumenn samtakanna eiga frekar að breyta áherslum sínum en að ástunda rangan og skaðlegan málflutning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Landssamband veiðifélaga berst gegn uppbyggingu á laxeldi í sjó. Erlendir auðkýfingar hafa keypt laxveiðréttindi og jarðir hér á landi og vinna leynt og ljóst gegn atvinnuuppbyggingunni. Stjórnvöld hafa frá upphafi verið varkár gagnvart sjókvíaeldinu. Laxeldið er aðeins leyft á afmörkuðum svæðum, einkum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Annars staðar er það bannað. Það er gert til að vernda innlenda laxastofna fyrir mögulegri blöndum við eldisstofninn, sem er upprunalega norskur. Uppbygging sjókvíaeldisins hefur að öllu leyti fylgt þessum ráðstöfunum. Efnahagslegar stærðir skipta máli. Útflutningsverðmæti eldislax frá Vestfjörðum fer hratt vaxandi og getur orðið 70 milljarðar króna á ári innan fárra ára. Nokkur svæði hafa ekki enn verið burðarþolsmetin og framleiðslugeta á Vestfjörðum gæti því orðið enn meiri og farið yfir 100 milljarða króna. Það eru svipuð verðmæti fyrir þjóðarbúið og allar tekjur af þorskveiðum, mikilvægasta fiskistofni landsmanna. Laxveiði í vestfirskum ám er lítil og tekjur óverulegar. Enda er það ástæða þess að laxeldið var leyft á Vestfjörðum. Tekjur af allri stangveiði í landinu er aðeins 4,9 milljarðar króna á ári. Það er því ólíku saman að jafna framlagi þessara tveggja atvinnugreina til lífskjara íslensku þjóðarinnar. Nái landssamband veiðifélaga markmiði sínu og kæfi í fæðingu laxeldi á Íslandi verða afleiðingarnar alvarlegar og almenningur fer á mis við mjög bætt lífskjör á næstu árum. Fyrir Vestfirðinga yrði slík niðurstaða reiðarslag. Eftir tuttugu ára stöðuga afturför í fjórðungnum hefur laxeldið veitt viðspyrnu, fólki hefur fjölgað lítillega og fyrirsjáanlegur vöxtur laxeldisfyrirtækjanna á næstu árum mun valda straumhvörfum í efnahags- og byggðaþróun á Vestfjörðum. Rökin gegn laxeldinu eru veik. Umhverfismengun er lítil. Kolefnisspor er lágt. Hvergi á Íslandi hafa laxastofnar spillst eða eyðilagst vegna blöndunar við eldislax. Þrátt fyrir langvarandi markvissa blöndun innlendra stofna í fjölmörgum laxveiðiám um langt árabil á vegum veiðiréttarhafa er ekki talin ástæða til að hafa áhyggjur af varanlegri erfðablöndun. Jón Helgi Björnsson, formaður landssambands veiðifélaga skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir réttri viku gegn laxeldinu með fyrirsögninni að spila lottó með náttúruna. Þar eru fullyrðingar sem ástæða er til að gera athugasemd við. 1. Jón Helgi segir að greinst hafi erfðamengun í villtum laxastofnum á sunnanverðum Vestfjörðum. Þarna á hann væntanlega við Botnsá í Tálknafirði og Sunndalsá í Trostansfirði. Þarna er verulega ofmælt. Í hvorugri ánni er til sjálfstæður nytjastofn laxa og ekki til tölur um neina laxveiði. Stofnum sem eru ekki til verður ekki spillt. Rannsókn Hafrannsóknarstofnunar byggist auk þess á fáum fiskum og stofnunin segir aðeins að í fiskunum séu skýrar vísbendingar um erfðablöndun. Ein mæling á fáum fiskum uppfyllir ekki vísindalegar kröfur um víðtækar ályktanir. Blöndun milli eldisfiska og villtra á sér stað en til þess að áhrifin leiði til varanlegra breytinga þarf hún að vera mjög víðtæk og langvarandi. Annars ganga áhrifin til baka tiltölulega fljótt fyrir tilstilli náttúruvalsins. 2. Þá er því haldið fram að tilkynnt hafi verið um tvær slysasleppingar á frjóum lax á árinu. Ekki finnast upplýsingar um þetta. Hins vegar var tilkynnt tvisvar um gat á neti í kví. Það er tvennt ólíkt. Matvælastofnun tilkynnti í báðum tilvikum eftir athugun að enginn lax hefði veiðst. Það er því ekki vitað til þess að lax hafi sloppið. Jón Helgi Björnsson vísar til laxeldis í Noregi og setur fram fullyrðingar um laxeldið þar. Þar er ólíku saman að jafna. Norskt laxeldi er um 100 sinnum umfangsmeira og staðsetning eldiskvía þar er víða nálægt gjöfulum laxveiðiám. Því er mun meiri hætta á varanlegri erfðablöndun í Noregi en á Íslandi. Laxeldið er bannað á Íslandi nálægt öllum helstu laxveiðiám landsins. Á Vestfjörðum er nánast engin laxveiði. Það er ekki hægt að draga ályktanir af stöðu í Noregi og færa þær óbreyttar yfir á Ísland. Það er óvenjulegt að málflutningur fyrir hönd landssamtaka sé jafn óvandaður og þessi grein. Það er mikið lottó að spila svona frjálslega með sannleikann. Í því lottói eru fáir sem geta unnið en þjóðin getur tapað miklu. Stefna landssamtaka veiðifélaga er andstæð staðreyndum. Forystumenn samtakanna eiga frekar að breyta áherslum sínum en að ástunda rangan og skaðlegan málflutning.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun