Origi skoraði tvö mörk Liverpool er liðið hafði betur í baráttunni um borgina í gærkvöldi en lokatölur urðu 5-2 sigur Liverpool sem eru með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.
Origi hefur skorað fimm mörk gegn Everton en fram að leiknum í kvöld hafði hann einungis skorað eitt mark í ensku deildinni.
Divock Origi has scored more goals against Everton (5) for Liverpool in the Premier League than Sadio Mane, Roberto Firmino and Mohamed Salah combined.
He just loves playing against the Toffees. pic.twitter.com/TT1WnOWSLS
— Squawka Football (@Squawka) December 4, 2019
Á síðustu leiktíð gerði hann frægt sigurmark gegn Everton eftir vandræði Jordan Pickford en þegar tölfræði Belgans gegn Everton er skoðuð ítarlega er margt athyglisvert sem kemur í ljós.
Þeir þrír sem byrja yfirleitt í fremstu víglínunni hjá Liverpool; Roberto Firmino, Sadio Mane og Mohamad Salah ná nefnilega ekki saman upp í fimm mörk gegn Everton.