Borga fimm milljarða fyrir táning Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 23:00 Miklar vonir eru bundnar við hinn unga Charalampos Kostoulas hjá Brighton. Brighton & Hove Albion Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hefur fest kaup á 18 ára gömlum Grikkja fyrir 35 milljónir evra, eða jafnvirði yfir fimm milljarða króna. Fyrr á þessu ári keypti félagið 19 ára Grikkja fyrir 25 milljónir evra. Nýjasti liðsmaður Brighton er sóknarmaðurinn Charalampos Kostoulas sem kemur frá Olympiacos og skrifaði undir samning til fimm ára. Hann er langdýrasti leikmaður sem seldur er frá grísku félagi en metið átti Daniel Podence sem seldur var frá Olympiacos til Wolves árið 2020 fyrir næstum helmingi lægri upphæð. Kostoulas var í liði Olympiacos sem vann Meistaradeild ungmenna í fyrra, þar sem liðið vann Inter og Bayern München áður en það hafði betur gegn AC Milan í úrslitaleiknum. Hann skoraði svo sjö mörk í 22 leikjum fyrir aðallið Olympiacos á nýafstaðinni leiktíð. 💰 Deal worth €35m plus €2m in add-ons🔥 Regarded as one of the hottest talents in Europe⚽️ Seven goals in 2024-25 for Olympiacos aged 18🏆 Five goals as Olympiacos won 2023-24 UEFA Youth LeagueCharalampos Kostoulas is set to undergo a medical at Brighton & Hove Albion ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 11, 2025 Áður hafði Brighton keypt hinn 19 ára gamla Stefanos Tzimas frá Nürnberg í vetur. Uppgötvaður af umboðsmanni Antetokounmpo BBC bendir á það að umboðsmaður Kostoulas sé fyrrverandi körfuboltaþjálfarinn Giorgos Panou sem er þekktastur fyrir að hafa tekið sjálfan Giannis Antetokounmpo að sér þegar hann spilaði körfubolta í næstefstu deild Grikklands árið 2013. Panou sá Kostoulas spila þegar hann var 15 ára og segist strax hafa fengið sömu tilfinningu og varðandi Giannis, að þarna væri eitilhart hæfileikabúnt sem hefði mikla möguleika á að ná mjög langt. Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Nýjasti liðsmaður Brighton er sóknarmaðurinn Charalampos Kostoulas sem kemur frá Olympiacos og skrifaði undir samning til fimm ára. Hann er langdýrasti leikmaður sem seldur er frá grísku félagi en metið átti Daniel Podence sem seldur var frá Olympiacos til Wolves árið 2020 fyrir næstum helmingi lægri upphæð. Kostoulas var í liði Olympiacos sem vann Meistaradeild ungmenna í fyrra, þar sem liðið vann Inter og Bayern München áður en það hafði betur gegn AC Milan í úrslitaleiknum. Hann skoraði svo sjö mörk í 22 leikjum fyrir aðallið Olympiacos á nýafstaðinni leiktíð. 💰 Deal worth €35m plus €2m in add-ons🔥 Regarded as one of the hottest talents in Europe⚽️ Seven goals in 2024-25 for Olympiacos aged 18🏆 Five goals as Olympiacos won 2023-24 UEFA Youth LeagueCharalampos Kostoulas is set to undergo a medical at Brighton & Hove Albion ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 11, 2025 Áður hafði Brighton keypt hinn 19 ára gamla Stefanos Tzimas frá Nürnberg í vetur. Uppgötvaður af umboðsmanni Antetokounmpo BBC bendir á það að umboðsmaður Kostoulas sé fyrrverandi körfuboltaþjálfarinn Giorgos Panou sem er þekktastur fyrir að hafa tekið sjálfan Giannis Antetokounmpo að sér þegar hann spilaði körfubolta í næstefstu deild Grikklands árið 2013. Panou sá Kostoulas spila þegar hann var 15 ára og segist strax hafa fengið sömu tilfinningu og varðandi Giannis, að þarna væri eitilhart hæfileikabúnt sem hefði mikla möguleika á að ná mjög langt.
Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira