„Ég vona að þú fáir krabbamein“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2025 08:02 Katie Boulter er vön og undirbúin því að sjá ógeðsleg skilaboð í hvert skipti sem hún tekur upp símann sinn. Getty/Nathan Stirk Breska tennisstjarnan Katie Boulter hefur sagt frá hótunum og hatursorðræðu sem hún hefur orðið fyrir á netmiðlum. Boulter, sem er nú 28 ára gömul, sýndi breska ríkisútvarpinu skjámyndir úr netpóstinum sínum. Hún tapaði jöfnu setti á Opna franska meistaramótinu á dögunum og morðhótanirnar hrönnuðust inn. „Ég vona að þú fáir krabbamein,“ stóð í einum þessara pósta. Í öðrum pósti hótaði einhver að eyðileggja leiði ömmu hennar ef hún dræpist ekki fyrir morgundaginn. Boulter sá þetta ekki strax enda enn að spila leikinn sem hún endaði svo á að vinna. Hún segir að áreitið komi frá þeim sem eru að veðja á úrslit og þeir veðja ekki aðeins á lokaútkomuna heldur alla mögulega hluti tengdum leikjunum. Það er ekki aðeins í fótbolta eða öðrum boltagreinum heldur einnig í einstaklingsíþróttum eins og tennis. Könnun Signify leiddi í ljós að alls fékk tennisfólk átta þúsund skilaboð með skömmum, svívirðingum og hótunum á síðasta ári. 458 tennisspilarar þurftu að þola að fá slík ógeðsleg skilaboð. Boulter er í 39. sæti heimslistans en hún telur ástandið vera að versna. „Þetta er bæði að aukast og verða alvarlegra. Nú virðist sem svo að þetta sé aldrei of mikið. Þetta blasir við mann í hvert skipti sem maður opnar símann sinn,“ sagði Katie Boulter. Boulter vildi sýna þessi skilaboð til að vekja athygli á því að svona hluti virðist vera orðnir hluti af norminu. Hún hefur líka áhyggjur af áhrifum þess á yngra tennisfólk. View this post on Instagram A post shared by Sportstar (@sportstarweb) Tennis Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Boulter, sem er nú 28 ára gömul, sýndi breska ríkisútvarpinu skjámyndir úr netpóstinum sínum. Hún tapaði jöfnu setti á Opna franska meistaramótinu á dögunum og morðhótanirnar hrönnuðust inn. „Ég vona að þú fáir krabbamein,“ stóð í einum þessara pósta. Í öðrum pósti hótaði einhver að eyðileggja leiði ömmu hennar ef hún dræpist ekki fyrir morgundaginn. Boulter sá þetta ekki strax enda enn að spila leikinn sem hún endaði svo á að vinna. Hún segir að áreitið komi frá þeim sem eru að veðja á úrslit og þeir veðja ekki aðeins á lokaútkomuna heldur alla mögulega hluti tengdum leikjunum. Það er ekki aðeins í fótbolta eða öðrum boltagreinum heldur einnig í einstaklingsíþróttum eins og tennis. Könnun Signify leiddi í ljós að alls fékk tennisfólk átta þúsund skilaboð með skömmum, svívirðingum og hótunum á síðasta ári. 458 tennisspilarar þurftu að þola að fá slík ógeðsleg skilaboð. Boulter er í 39. sæti heimslistans en hún telur ástandið vera að versna. „Þetta er bæði að aukast og verða alvarlegra. Nú virðist sem svo að þetta sé aldrei of mikið. Þetta blasir við mann í hvert skipti sem maður opnar símann sinn,“ sagði Katie Boulter. Boulter vildi sýna þessi skilaboð til að vekja athygli á því að svona hluti virðist vera orðnir hluti af norminu. Hún hefur líka áhyggjur af áhrifum þess á yngra tennisfólk. View this post on Instagram A post shared by Sportstar (@sportstarweb)
Tennis Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira