Þrítug meint kærasta Lamine Yamal fær morðhótanir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2025 06:30 Fati Vazquez og Lamine Yamal hafa eytt miklum tíma saman að undanförnu og samband þeirra hefur vakið mikla athygli. Getty/James Gill/Borja B. Hojas/ Hinn sautján ára gamli spænski knattspyrnumaður Lamine Yamal hefur verið að slá sér upp með mun eldri konu og það hefur komist í fréttirnar og vakið mikla athygli á Spáni. Það hefur einnig því miður kallað á svívirðingar og hótanir gagnvart nýju kærustunni. Lamine Yamal eyddi sumarfríi sínu með hinni þrítugu Fati Vazquez en myndir birtust af þeim njóta lífsins saman á sólarströnd á Ítalíu. Yamal er þrátt fyrir ungan aldur kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims og hefur farið á kostum með bæði Barcelona og spænska landsliðinu enda sannkallað undrabarn með fótboltann. Sumum þykir ekki við hæfi að sjá hann með svo miklu eldri konu og telja sig hafa rétt á því að skipta sér af sambandinu. Fati Vazquez er samfélagsmiðlastjarna sem er atkvæðamest á TikTok og Instagram. Lamine Yamal hefur sjálfur ekki viljað staðfesta sambandið en það fór mjög vel á með þeim á Ítalíu. Vazquez fékk mjög hörð viðbrögð við meintu sambandi þeirra og hún tjáði sig um þá hörðu gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Það er sorglegt að sjá fólk með svo mikið myrkur inn í sér að það telur þörf að senda morðhótanir til fólks sem það þekkir ekki. Það sem aðrir kasta fram segir samt meira um þá sjálfa en um mig,“ skrifaði Fati Vazquez á samfélagsmiðilinn Instagram. „Ég vel það að lifa mínu lifi með tilgangi, halda áfram að vaxa og reyni jafnframt að halda birtunni í mínu nærumhverfi,“ skrifaði Fati. „Til þeirra sem óska mér skaða þá vona ég að þau finni lækningu því enginn heilbrigður óskar öðrum tortímingu,“ skrifaði Fati. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira
Lamine Yamal eyddi sumarfríi sínu með hinni þrítugu Fati Vazquez en myndir birtust af þeim njóta lífsins saman á sólarströnd á Ítalíu. Yamal er þrátt fyrir ungan aldur kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims og hefur farið á kostum með bæði Barcelona og spænska landsliðinu enda sannkallað undrabarn með fótboltann. Sumum þykir ekki við hæfi að sjá hann með svo miklu eldri konu og telja sig hafa rétt á því að skipta sér af sambandinu. Fati Vazquez er samfélagsmiðlastjarna sem er atkvæðamest á TikTok og Instagram. Lamine Yamal hefur sjálfur ekki viljað staðfesta sambandið en það fór mjög vel á með þeim á Ítalíu. Vazquez fékk mjög hörð viðbrögð við meintu sambandi þeirra og hún tjáði sig um þá hörðu gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Það er sorglegt að sjá fólk með svo mikið myrkur inn í sér að það telur þörf að senda morðhótanir til fólks sem það þekkir ekki. Það sem aðrir kasta fram segir samt meira um þá sjálfa en um mig,“ skrifaði Fati Vazquez á samfélagsmiðilinn Instagram. „Ég vel það að lifa mínu lifi með tilgangi, halda áfram að vaxa og reyni jafnframt að halda birtunni í mínu nærumhverfi,“ skrifaði Fati. „Til þeirra sem óska mér skaða þá vona ég að þau finni lækningu því enginn heilbrigður óskar öðrum tortímingu,“ skrifaði Fati. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira