Eftir tapið í gær er Everton komið niður í fallsæti en liðið er með fjórtán stig á meðan Southampton, Brighton og Aston Villa eru með fimmtán. Þau sitja 15. til 17. sætinu.
Það verður að fara allt aftur til ársins 1999 til þess að finna Everton í fallsæti eftir fimmtán leiki og ljóst að útlítið er ekki bjart á Goodison Park.
1999 - Everton find themselves in the relegation zone after playing at least 15 Premier League matches for the first time since April 10th 1999 (after 32 games). Sinking. pic.twitter.com/Q6oYJHYNJQ
— OptaJoe (@OptaJoe) December 4, 2019
Marco Silva, stjóri liðsins, hefur verið í ansi heitu sæti að undanförnu og ekki er líklegt að sætið hafi eitthvað kólnað í gær en Silva gæti fengið sparkið er líður á daginn.
Everton mætir Chelsea á Goodison Park um helgina en liðin mætast í hádegisleiknum á laugardaginn.