Rio Ferdinand: Ég er skotskífa vegna gengis Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2025 22:45 Rio Ferdinand hefur ekki mikinn húmor fyrir skotum frá netverjum eftir slæm úrslit hjá hans gamla félagi Manchester United. Getty/Malcolm Couzens Manchester United goðsögnin Rio Ferdinand segist þurfa þola óvenjumikið mikið grín á netmiðlum vegna þess hversu illa gengur hjá hans gamla félagi. Ferdinand hefur unnið sem knattspyrnusérfræðingur undanfarin ár en hann varð á sínum tíma sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United á tólf árum sínum þar. Nú ætlar hann að hætta hjá TNT Sports þar sem hann hefur verið andlit umfjöllunarinnar um enska boltann síðustu ár á sama tíma og United hefur hrunið niður töfluna. „Þetta er sorglegt. Ég er í sjónvarpinu og er að ræða þessi mál. Ég er í sjónvarpinu og það virðist gefa fólki rétt til að gera grín að mér,“ sagði Rio Ferdinand við ESPN í Brasilíu. „Ég er stundum mím (meme) á samfélagsmiðlum vegna gengis míns félags. Þetta er erfitt fyrir mig ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Rio. „Ég er knattspyrnuspekingur á versta mögulega tíma vegna þess að Manchester United er fara í gengum þessa hræðilegu tíma,“ sagði Rio. „Það vill því enginn meira en ég að sjá Manchetser United komast aftur á sinn stað og þá væri gott að láta þessa brandarakarla á netmiðlum aðeins heyra það til baka. Ég er skotskífa vegna gengis Man United,“ sagði Rio. Það kemur Ferdinand ekki á óvart að þeir Scott McTominay (Napoli) og Antony (Real Betis) hafi blómstrað á nýjum stöðum eftir að þeir yfirgáfu United. „Þeir komu inn í umhverfi hjá Manchester United þar sem vantaði upp á sjálfstraust, liðið var undir miklu álagi og með djúp sár eftir slakt gengi. Ofan á það voru mikla breytingar gerðar á taktík liðsins,“ sagði Rio. „Það er allt öðruvísi að spila með Manchester United en með öðrum liðum. Pressan er rosaleg. Þessir gæjar hafa farið til Napoli og til Betis sem eru, með fullri virðingu, smærri félög þegar kemur að pressu. Við sjáum þar bestu útgáfuna af þeim og ég gleðst fyrir þeirra hönd,“ sagði Rio. Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira
Ferdinand hefur unnið sem knattspyrnusérfræðingur undanfarin ár en hann varð á sínum tíma sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United á tólf árum sínum þar. Nú ætlar hann að hætta hjá TNT Sports þar sem hann hefur verið andlit umfjöllunarinnar um enska boltann síðustu ár á sama tíma og United hefur hrunið niður töfluna. „Þetta er sorglegt. Ég er í sjónvarpinu og er að ræða þessi mál. Ég er í sjónvarpinu og það virðist gefa fólki rétt til að gera grín að mér,“ sagði Rio Ferdinand við ESPN í Brasilíu. „Ég er stundum mím (meme) á samfélagsmiðlum vegna gengis míns félags. Þetta er erfitt fyrir mig ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Rio. „Ég er knattspyrnuspekingur á versta mögulega tíma vegna þess að Manchester United er fara í gengum þessa hræðilegu tíma,“ sagði Rio. „Það vill því enginn meira en ég að sjá Manchetser United komast aftur á sinn stað og þá væri gott að láta þessa brandarakarla á netmiðlum aðeins heyra það til baka. Ég er skotskífa vegna gengis Man United,“ sagði Rio. Það kemur Ferdinand ekki á óvart að þeir Scott McTominay (Napoli) og Antony (Real Betis) hafi blómstrað á nýjum stöðum eftir að þeir yfirgáfu United. „Þeir komu inn í umhverfi hjá Manchester United þar sem vantaði upp á sjálfstraust, liðið var undir miklu álagi og með djúp sár eftir slakt gengi. Ofan á það voru mikla breytingar gerðar á taktík liðsins,“ sagði Rio. „Það er allt öðruvísi að spila með Manchester United en með öðrum liðum. Pressan er rosaleg. Þessir gæjar hafa farið til Napoli og til Betis sem eru, með fullri virðingu, smærri félög þegar kemur að pressu. Við sjáum þar bestu útgáfuna af þeim og ég gleðst fyrir þeirra hönd,“ sagði Rio.
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira