Justin Timberlake bað Jessicu Biel afsökunar á hegðun sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2019 09:15 Hjónin Jessica Biel og Justin Timberlake. vísir/getty Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake hefur beðið Jessicu Biel, eiginkonu sína, afsökunar á hegðun sinni. Forsagan er sú að fyrir nokkrum vikum náðust myndir af Timberlake þar sem hann var mjög ölvaður og gerði sér dælt við mótleikkonu sína Alishu Wainwright. Þau eru nú við tökur á myndinni Palmer. Timberlake og Wainwright voru úti að skemmta sér og náðist myndband af þeim þar sem þau sjást haldast í hendur auk þess sem Wainwright setur hönd sína á læri Timberlake. The Sun birti myndbandið fyrir um tveimur vikum og fóru í kjölfarið af stað sögusagnir um mögulegt ástarsamband Timberlake og Wainwright, en hann og Biel hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögurra ára gamlan son. Stuttu eftir að myndbandið var birt sendi talsmaður Wainwright frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að hún ætti í ástarsambandi við Timberlake. Þau væru að vinna saman að verkefni og allt tökuliðið og leikarar hefðu verið saman úti að skemmta sér. Ekkert hefur hins vegar heyrst frá Timberlake þar til nú. Hann setti yfirlýsingu á Instagram-síðu sína þar sem hann bað eiginkonu sína og fjölskyldu afsökunar á hegðun sinni en tók skýrt fram að ekkert hefði gerst á milli hans og Wainwright. „Ég reyni að halda mig frá slúðri eins mikið og ég get en vegna fjölskyldu minnar þykir mér mikilvægt að svara nýlegum sögusögnum sem eru særandi fyrir fólkið sem ég elska. Fyrir nokkrum vikum sýndi ég mikið dómgreindarleysi en ég tek það skýrt fram að ekkert gerðist á milli mín og mótleikkonu minnar. Ég drakk alltof mikið þetta kvöld og sé eftir hegðun minni. Ég hefði átt að vita betur. Þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja fyrir son minn. Ég bið mína stórkostlegu eiginkonu mína og fjölskyldu afsökunar fyrir að setja þau í þessa óþægilegu stöðu og er einbeittur í því að vera besti eiginmaður og faðir sem ég get,“ segir Timberlake en færsluna í heild má sjá hér fyrir neðan. View this post on InstagramA post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on Dec 4, 2019 at 5:05pm PST Hollywood Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake hefur beðið Jessicu Biel, eiginkonu sína, afsökunar á hegðun sinni. Forsagan er sú að fyrir nokkrum vikum náðust myndir af Timberlake þar sem hann var mjög ölvaður og gerði sér dælt við mótleikkonu sína Alishu Wainwright. Þau eru nú við tökur á myndinni Palmer. Timberlake og Wainwright voru úti að skemmta sér og náðist myndband af þeim þar sem þau sjást haldast í hendur auk þess sem Wainwright setur hönd sína á læri Timberlake. The Sun birti myndbandið fyrir um tveimur vikum og fóru í kjölfarið af stað sögusagnir um mögulegt ástarsamband Timberlake og Wainwright, en hann og Biel hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögurra ára gamlan son. Stuttu eftir að myndbandið var birt sendi talsmaður Wainwright frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að hún ætti í ástarsambandi við Timberlake. Þau væru að vinna saman að verkefni og allt tökuliðið og leikarar hefðu verið saman úti að skemmta sér. Ekkert hefur hins vegar heyrst frá Timberlake þar til nú. Hann setti yfirlýsingu á Instagram-síðu sína þar sem hann bað eiginkonu sína og fjölskyldu afsökunar á hegðun sinni en tók skýrt fram að ekkert hefði gerst á milli hans og Wainwright. „Ég reyni að halda mig frá slúðri eins mikið og ég get en vegna fjölskyldu minnar þykir mér mikilvægt að svara nýlegum sögusögnum sem eru særandi fyrir fólkið sem ég elska. Fyrir nokkrum vikum sýndi ég mikið dómgreindarleysi en ég tek það skýrt fram að ekkert gerðist á milli mín og mótleikkonu minnar. Ég drakk alltof mikið þetta kvöld og sé eftir hegðun minni. Ég hefði átt að vita betur. Þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja fyrir son minn. Ég bið mína stórkostlegu eiginkonu mína og fjölskyldu afsökunar fyrir að setja þau í þessa óþægilegu stöðu og er einbeittur í því að vera besti eiginmaður og faðir sem ég get,“ segir Timberlake en færsluna í heild má sjá hér fyrir neðan. View this post on InstagramA post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on Dec 4, 2019 at 5:05pm PST
Hollywood Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira