Andrea Bocelli heldur risatónleika í Kórnum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 10:38 Andrea Bocelli er magnaður söngvari og heldur betur heimsþekktur. getty/Pietro D'aprano Ítalski söngvarinn Andrea Bocelli heldur risatónleika í Kórnum laugardaginn 23. maí, ásamt sinfóníuhljómsveit, kór og sérstökum gestum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Ítalinn er einn ástsælasti tenór heims og hefur selt yfir 90 milljón plötur á heimsvísu. Hann átti þátt í því að færa sígilda tónlist í samtímann þar sem lögin hans hafa náð fyrsta sæti á öllum helstu topplistum heims. Í tilkynningunni segir að Kórnum í Kópavogi verði í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal, en einungis verður boðið upp á númeruð sæti og lögð áhersla á að salurinn verði hlýr og notalegur. Bocelli kemur fram ásamt 70 manna sinfóníuhljómsveit, SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstökum gestum.Átta þúsund manna sitjandi tónleikar Tæplega átta þúsund sæti verða í boði á sex verðsvæðum og miðarnir kosta frá 12.990 kr. en í tilkynningunni segir að um sé að ræða stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi. Andrea Bocelli gaf út plötuna Si Forever: The Diamond Edition 8. nóvember 2019 og er um að ræða stækkaða útgáfu af efni plötunnar Si sem toppaði vinsældarlista. Platan inniheldur dúett með Ellie Goulding og glænýtt lag með Jennifer Garner. Í kjölfarið fór hann í tónleikaferðalag um Bretland og Bandaríkin og spilaði meðal annars tvenna tónleika í Madison Square Garden. Á dögunum var platan tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir árið 2019. Tónleikarnir verða í tveim hlutum; fyrri hluti er sígildari og þar tekur hann þekktustu óperuaríurnar, en í seinni hluta tekur hann alla sína vinsælustu slagara. Miðasala hefst föstudaginn 13. desember Tix.is/bocelli. Forsala fer fram daginn áður kl. 10 og hægt er að skrá sig í hana hér.Að neðan má heyra nokkur af þekktustu lögum Bocelli. Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Ítalski söngvarinn Andrea Bocelli heldur risatónleika í Kórnum laugardaginn 23. maí, ásamt sinfóníuhljómsveit, kór og sérstökum gestum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Ítalinn er einn ástsælasti tenór heims og hefur selt yfir 90 milljón plötur á heimsvísu. Hann átti þátt í því að færa sígilda tónlist í samtímann þar sem lögin hans hafa náð fyrsta sæti á öllum helstu topplistum heims. Í tilkynningunni segir að Kórnum í Kópavogi verði í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal, en einungis verður boðið upp á númeruð sæti og lögð áhersla á að salurinn verði hlýr og notalegur. Bocelli kemur fram ásamt 70 manna sinfóníuhljómsveit, SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstökum gestum.Átta þúsund manna sitjandi tónleikar Tæplega átta þúsund sæti verða í boði á sex verðsvæðum og miðarnir kosta frá 12.990 kr. en í tilkynningunni segir að um sé að ræða stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi. Andrea Bocelli gaf út plötuna Si Forever: The Diamond Edition 8. nóvember 2019 og er um að ræða stækkaða útgáfu af efni plötunnar Si sem toppaði vinsældarlista. Platan inniheldur dúett með Ellie Goulding og glænýtt lag með Jennifer Garner. Í kjölfarið fór hann í tónleikaferðalag um Bretland og Bandaríkin og spilaði meðal annars tvenna tónleika í Madison Square Garden. Á dögunum var platan tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir árið 2019. Tónleikarnir verða í tveim hlutum; fyrri hluti er sígildari og þar tekur hann þekktustu óperuaríurnar, en í seinni hluta tekur hann alla sína vinsælustu slagara. Miðasala hefst föstudaginn 13. desember Tix.is/bocelli. Forsala fer fram daginn áður kl. 10 og hægt er að skrá sig í hana hér.Að neðan má heyra nokkur af þekktustu lögum Bocelli.
Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira