Andrea Bocelli heldur risatónleika í Kórnum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 10:38 Andrea Bocelli er magnaður söngvari og heldur betur heimsþekktur. getty/Pietro D'aprano Ítalski söngvarinn Andrea Bocelli heldur risatónleika í Kórnum laugardaginn 23. maí, ásamt sinfóníuhljómsveit, kór og sérstökum gestum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Ítalinn er einn ástsælasti tenór heims og hefur selt yfir 90 milljón plötur á heimsvísu. Hann átti þátt í því að færa sígilda tónlist í samtímann þar sem lögin hans hafa náð fyrsta sæti á öllum helstu topplistum heims. Í tilkynningunni segir að Kórnum í Kópavogi verði í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal, en einungis verður boðið upp á númeruð sæti og lögð áhersla á að salurinn verði hlýr og notalegur. Bocelli kemur fram ásamt 70 manna sinfóníuhljómsveit, SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstökum gestum.Átta þúsund manna sitjandi tónleikar Tæplega átta þúsund sæti verða í boði á sex verðsvæðum og miðarnir kosta frá 12.990 kr. en í tilkynningunni segir að um sé að ræða stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi. Andrea Bocelli gaf út plötuna Si Forever: The Diamond Edition 8. nóvember 2019 og er um að ræða stækkaða útgáfu af efni plötunnar Si sem toppaði vinsældarlista. Platan inniheldur dúett með Ellie Goulding og glænýtt lag með Jennifer Garner. Í kjölfarið fór hann í tónleikaferðalag um Bretland og Bandaríkin og spilaði meðal annars tvenna tónleika í Madison Square Garden. Á dögunum var platan tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir árið 2019. Tónleikarnir verða í tveim hlutum; fyrri hluti er sígildari og þar tekur hann þekktustu óperuaríurnar, en í seinni hluta tekur hann alla sína vinsælustu slagara. Miðasala hefst föstudaginn 13. desember Tix.is/bocelli. Forsala fer fram daginn áður kl. 10 og hægt er að skrá sig í hana hér.Að neðan má heyra nokkur af þekktustu lögum Bocelli. Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Ítalski söngvarinn Andrea Bocelli heldur risatónleika í Kórnum laugardaginn 23. maí, ásamt sinfóníuhljómsveit, kór og sérstökum gestum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Ítalinn er einn ástsælasti tenór heims og hefur selt yfir 90 milljón plötur á heimsvísu. Hann átti þátt í því að færa sígilda tónlist í samtímann þar sem lögin hans hafa náð fyrsta sæti á öllum helstu topplistum heims. Í tilkynningunni segir að Kórnum í Kópavogi verði í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal, en einungis verður boðið upp á númeruð sæti og lögð áhersla á að salurinn verði hlýr og notalegur. Bocelli kemur fram ásamt 70 manna sinfóníuhljómsveit, SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstökum gestum.Átta þúsund manna sitjandi tónleikar Tæplega átta þúsund sæti verða í boði á sex verðsvæðum og miðarnir kosta frá 12.990 kr. en í tilkynningunni segir að um sé að ræða stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi. Andrea Bocelli gaf út plötuna Si Forever: The Diamond Edition 8. nóvember 2019 og er um að ræða stækkaða útgáfu af efni plötunnar Si sem toppaði vinsældarlista. Platan inniheldur dúett með Ellie Goulding og glænýtt lag með Jennifer Garner. Í kjölfarið fór hann í tónleikaferðalag um Bretland og Bandaríkin og spilaði meðal annars tvenna tónleika í Madison Square Garden. Á dögunum var platan tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir árið 2019. Tónleikarnir verða í tveim hlutum; fyrri hluti er sígildari og þar tekur hann þekktustu óperuaríurnar, en í seinni hluta tekur hann alla sína vinsælustu slagara. Miðasala hefst föstudaginn 13. desember Tix.is/bocelli. Forsala fer fram daginn áður kl. 10 og hægt er að skrá sig í hana hér.Að neðan má heyra nokkur af þekktustu lögum Bocelli.
Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira