„Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2019 11:45 Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Zuism, í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísr/Vilhelm Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögmaðurinn sagði fjármunum Zuism haldið í gíslingu og að félagið væri þess vegna á barmi þrots. Ríkislögmaður sagði það „afar sérstakt“ að persóna starfsmannsins væri dregin inn í málið. Zuism stefndi ríkinu vegna þess að Fjársýsla ríkisins, að beiðni sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með trúfélögum, stöðvaði greiðslur á sóknargjöldum í upphafi árs. Sýslumaður vísar til óvissu um að Zuism uppfylli skilyrði laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Þegar sóknargjöld eru reiknuð út er miðað við félagafjölda 1. desember árið á undan. Samkvæmt því ætti Zuism að fá 17,6 milljónir króna í sóknargjöld á þessu ári. Öðru dómsmáli Zuism gegn íslenska ríkinu lauk með sýknu ríkisins í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Ríkið var sýknað af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. Einnig hafnaði héraðsdómur að skaðabótaskylda ríkisins yrði viðurkennd í málinu.Meint óvissa um formennsku á meðal deilumála Málið er enn litað deilum um forráð félagsins. Forstöðumaður Zuism er Ágúst Arnar Ágústsson. Eini stjórnarmaður sem vitað er um er bróðir hans Einar. Saman hafa Einar og Ágúst Arnar verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Hópur fólks sem vildi mótmæla sóknargjaldakerfinu og lagaumhverfi trúfélaga tók yfir félagið árið 2015. Hópurinn auglýsti að Zuism myndi endurgreiða sóknargjöld til félaga og þá hópuðust rétt rúmlega 3.000 manns í félagið. Á þeim tímapunkti byrjaði Zuism fyrst að eiga rétt á tugum milljóna frá ríkinu í formi sóknargjalda. Í kjölfarið gaf Ágúst Arnar sig fram og krafðist þess að fá yfirráð sín aftur viðurkennd en það er m.a. meint óvissa um formennsku hans sem deilt er um í málinu. Þá virðist engin starfsemi fara fram á vegum Zuism og félagið virðist án húsnæðis. Það er enn skráð með lögheimili að Nethyl þar sem Vísir hefur fengið staðfest að félagið rak aldrei starfsemi. Sakaði starfsmann um að „föndra gögn“ Forsvarsmenn Zusim voru ekki viðstaddir aðalmeðferð málsins í héraðsdómi í dag en þeir hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis um fjárreiður félagsins. Gunnar Egill Egilsson lögmaður Zuism hóf mál sitt á því að nefna tölvupóstsamskipti í aðdraganda aðalmeðferðarinnar, sem gæfu tilefni til að staldra örlítið við. Hann sakaði í því samhengi Halldór Þormar Halldórsson, fulltrúa sýslumannsins á Norðurlandi eystra, um að „föndra gögn inn í málið“ fyrir hönd ríkisins. Vísaði Gunnar Egill til þess að Zuism sem trúfélag hefði ítrekað kvartað undan Halldóri Þormari við hinar ýmsu stofnanir ríkisins og auk þess lagt fram kæru á hendur honum til lögreglu. Það sæti furðu að hann hafi afskipti af málinu sem hér um ræðir og að flestir hafi „gleypt hrátt það sem stafar frá þessum ágæta Halldóri.“Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir eru einu skráðu stjórnarmenn Zuism eftir að Sóley Rut Magnúsdóttir, kona Einars, sagði sig úr stjórn í vor. Einar hlaut 3 ára og 9 mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika í fyrra.VísirGunnar Egill hefur áður sett fram alvarlegar ásakanir á hendur Halldóri Þormari í málarekstri Zuism gegn ríkinu, nú síðast í nóvember. Gunnar Egill sakaði þá Halldór Þormar m.a. um að hafa unnið með fyrrverandi stjórnendum Zuism að yfirtöku Zuism, um að hafa borið ljúgvitni, eytt opinberum gögnum og hunsað erindi Ágústs Arnars ítrekað.Félagið á barmi þrots og getur ekki áfrýjað Þá byggði Gunnar Egill mál sitt m.a. á því að ríkið hefði talið vafa leika á um það hver gegndi stöðu forstöðumanns Zuism, þrátt fyrir að félagið hefði svarað því á sínum tíma að það væri Ágúst Arnar. Halldór Þormar hefði aftur búið til vafa um það hver væri skráður forstöðumaður og látið hjá líða í marga mánuði að svara erindum félagsins. Um væri að ræða „lögfræðilega loftfimleika“. Gunnar Egill sagði jafnframt að það sem nú væri í gangi væri ekkert annað en „tilraunir sýslumanns til að bregða fæti fyrir“ málarekstur félagsins á hendur ríkinu og breiða yfir ólögmæt vinnubrögð sín. Þá sé staðreyndin sú að Zuism hafi ekki fjárhagslegan þrótt til að áfrýja dómnum sem féll í nóvember, þar sem héraðsdómur úrskurðaði að þeir fengju ekki dráttarvexti af sóknargjöldum sem haldið var eftir árið 2016-2017. Þá hélt hann því fram að fjármunum félagsins væri haldið í gíslingu, það væri á barmi þrots, og hefði ekki kost á að greiða Gunnari Agli sjálfum fullnægjandi upphæð fyrir vinnu sína. Undirbúningur fyrir málið hefði þess vegna verið í lágmarki. Þess má geta að í ársskýrslu sem Ágúst Arnar skilaði sýslumannsembættinu fyrir árið 2018 sankar Zuism að sér eignum. Árið 2017 sagðist félagið hafa átt 52,2 milljónir krónur í „aðrar eignir sem máli skipta“. „Ekki nokkur skapaður hlutur“ komið úr úr kvörtunum Guðrún Sesselja Arnardóttir ríkislögmaður áréttaði í máli sínu að ríkislögmaður hefði ekkert að gera með hvaða starfsmaður sýslumanns færi með málið. Þá liggi ekki fyrir nein gögn um kvartanir og kæru á hendur Halldóri Þormari í málinu. Ekki liggi heldur fyrir að „nokkur skapaður hlutur“ hafi komið út úr áðurnefndum kvörtunum og kæru. Þá væri það afar sérstakt að persóna starfsmanns sýslumanns væri dregin inn í málið. Ekki væri einu sinni skýrt hvað sá angi málsins snerist nákvæmlega um. Það virtist jafnframt mjög persónulegt. Dómsmál Trúmál Zuism Tengdar fréttir Rekstrarkostnaður Zuism þrefaldaðist og tug milljóna eignir birtust Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag trúfélagsins Zuism á milli áranna 2017 og 2018 ef marka má skýrslur þeirra til eftirlitsstofnunar. 6. nóvember 2019 10:00 Zúistum fækkaði um tæpan fjórðung Alls fækkaði skráðum meðlimum í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum á undanförnu ári. 4. desember 2019 19:55 Zúistar telja ósannað að loforð um endurgreiðslur hafi fjölgað félögum Krafa trúfélagsins dularfulla Zuism gegn ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkið heldur enn eftir sóknargjöldum félagsins vegna óvissu um að það uppfylli skilyrði laga. 22. október 2019 15:30 Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. 19. nóvember 2019 14:47 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögmaðurinn sagði fjármunum Zuism haldið í gíslingu og að félagið væri þess vegna á barmi þrots. Ríkislögmaður sagði það „afar sérstakt“ að persóna starfsmannsins væri dregin inn í málið. Zuism stefndi ríkinu vegna þess að Fjársýsla ríkisins, að beiðni sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með trúfélögum, stöðvaði greiðslur á sóknargjöldum í upphafi árs. Sýslumaður vísar til óvissu um að Zuism uppfylli skilyrði laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Þegar sóknargjöld eru reiknuð út er miðað við félagafjölda 1. desember árið á undan. Samkvæmt því ætti Zuism að fá 17,6 milljónir króna í sóknargjöld á þessu ári. Öðru dómsmáli Zuism gegn íslenska ríkinu lauk með sýknu ríkisins í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Ríkið var sýknað af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. Einnig hafnaði héraðsdómur að skaðabótaskylda ríkisins yrði viðurkennd í málinu.Meint óvissa um formennsku á meðal deilumála Málið er enn litað deilum um forráð félagsins. Forstöðumaður Zuism er Ágúst Arnar Ágústsson. Eini stjórnarmaður sem vitað er um er bróðir hans Einar. Saman hafa Einar og Ágúst Arnar verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Hópur fólks sem vildi mótmæla sóknargjaldakerfinu og lagaumhverfi trúfélaga tók yfir félagið árið 2015. Hópurinn auglýsti að Zuism myndi endurgreiða sóknargjöld til félaga og þá hópuðust rétt rúmlega 3.000 manns í félagið. Á þeim tímapunkti byrjaði Zuism fyrst að eiga rétt á tugum milljóna frá ríkinu í formi sóknargjalda. Í kjölfarið gaf Ágúst Arnar sig fram og krafðist þess að fá yfirráð sín aftur viðurkennd en það er m.a. meint óvissa um formennsku hans sem deilt er um í málinu. Þá virðist engin starfsemi fara fram á vegum Zuism og félagið virðist án húsnæðis. Það er enn skráð með lögheimili að Nethyl þar sem Vísir hefur fengið staðfest að félagið rak aldrei starfsemi. Sakaði starfsmann um að „föndra gögn“ Forsvarsmenn Zusim voru ekki viðstaddir aðalmeðferð málsins í héraðsdómi í dag en þeir hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis um fjárreiður félagsins. Gunnar Egill Egilsson lögmaður Zuism hóf mál sitt á því að nefna tölvupóstsamskipti í aðdraganda aðalmeðferðarinnar, sem gæfu tilefni til að staldra örlítið við. Hann sakaði í því samhengi Halldór Þormar Halldórsson, fulltrúa sýslumannsins á Norðurlandi eystra, um að „föndra gögn inn í málið“ fyrir hönd ríkisins. Vísaði Gunnar Egill til þess að Zuism sem trúfélag hefði ítrekað kvartað undan Halldóri Þormari við hinar ýmsu stofnanir ríkisins og auk þess lagt fram kæru á hendur honum til lögreglu. Það sæti furðu að hann hafi afskipti af málinu sem hér um ræðir og að flestir hafi „gleypt hrátt það sem stafar frá þessum ágæta Halldóri.“Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir eru einu skráðu stjórnarmenn Zuism eftir að Sóley Rut Magnúsdóttir, kona Einars, sagði sig úr stjórn í vor. Einar hlaut 3 ára og 9 mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika í fyrra.VísirGunnar Egill hefur áður sett fram alvarlegar ásakanir á hendur Halldóri Þormari í málarekstri Zuism gegn ríkinu, nú síðast í nóvember. Gunnar Egill sakaði þá Halldór Þormar m.a. um að hafa unnið með fyrrverandi stjórnendum Zuism að yfirtöku Zuism, um að hafa borið ljúgvitni, eytt opinberum gögnum og hunsað erindi Ágústs Arnars ítrekað.Félagið á barmi þrots og getur ekki áfrýjað Þá byggði Gunnar Egill mál sitt m.a. á því að ríkið hefði talið vafa leika á um það hver gegndi stöðu forstöðumanns Zuism, þrátt fyrir að félagið hefði svarað því á sínum tíma að það væri Ágúst Arnar. Halldór Þormar hefði aftur búið til vafa um það hver væri skráður forstöðumaður og látið hjá líða í marga mánuði að svara erindum félagsins. Um væri að ræða „lögfræðilega loftfimleika“. Gunnar Egill sagði jafnframt að það sem nú væri í gangi væri ekkert annað en „tilraunir sýslumanns til að bregða fæti fyrir“ málarekstur félagsins á hendur ríkinu og breiða yfir ólögmæt vinnubrögð sín. Þá sé staðreyndin sú að Zuism hafi ekki fjárhagslegan þrótt til að áfrýja dómnum sem féll í nóvember, þar sem héraðsdómur úrskurðaði að þeir fengju ekki dráttarvexti af sóknargjöldum sem haldið var eftir árið 2016-2017. Þá hélt hann því fram að fjármunum félagsins væri haldið í gíslingu, það væri á barmi þrots, og hefði ekki kost á að greiða Gunnari Agli sjálfum fullnægjandi upphæð fyrir vinnu sína. Undirbúningur fyrir málið hefði þess vegna verið í lágmarki. Þess má geta að í ársskýrslu sem Ágúst Arnar skilaði sýslumannsembættinu fyrir árið 2018 sankar Zuism að sér eignum. Árið 2017 sagðist félagið hafa átt 52,2 milljónir krónur í „aðrar eignir sem máli skipta“. „Ekki nokkur skapaður hlutur“ komið úr úr kvörtunum Guðrún Sesselja Arnardóttir ríkislögmaður áréttaði í máli sínu að ríkislögmaður hefði ekkert að gera með hvaða starfsmaður sýslumanns færi með málið. Þá liggi ekki fyrir nein gögn um kvartanir og kæru á hendur Halldóri Þormari í málinu. Ekki liggi heldur fyrir að „nokkur skapaður hlutur“ hafi komið út úr áðurnefndum kvörtunum og kæru. Þá væri það afar sérstakt að persóna starfsmanns sýslumanns væri dregin inn í málið. Ekki væri einu sinni skýrt hvað sá angi málsins snerist nákvæmlega um. Það virtist jafnframt mjög persónulegt.
Dómsmál Trúmál Zuism Tengdar fréttir Rekstrarkostnaður Zuism þrefaldaðist og tug milljóna eignir birtust Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag trúfélagsins Zuism á milli áranna 2017 og 2018 ef marka má skýrslur þeirra til eftirlitsstofnunar. 6. nóvember 2019 10:00 Zúistum fækkaði um tæpan fjórðung Alls fækkaði skráðum meðlimum í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum á undanförnu ári. 4. desember 2019 19:55 Zúistar telja ósannað að loforð um endurgreiðslur hafi fjölgað félögum Krafa trúfélagsins dularfulla Zuism gegn ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkið heldur enn eftir sóknargjöldum félagsins vegna óvissu um að það uppfylli skilyrði laga. 22. október 2019 15:30 Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. 19. nóvember 2019 14:47 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Rekstrarkostnaður Zuism þrefaldaðist og tug milljóna eignir birtust Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag trúfélagsins Zuism á milli áranna 2017 og 2018 ef marka má skýrslur þeirra til eftirlitsstofnunar. 6. nóvember 2019 10:00
Zúistum fækkaði um tæpan fjórðung Alls fækkaði skráðum meðlimum í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum á undanförnu ári. 4. desember 2019 19:55
Zúistar telja ósannað að loforð um endurgreiðslur hafi fjölgað félögum Krafa trúfélagsins dularfulla Zuism gegn ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkið heldur enn eftir sóknargjöldum félagsins vegna óvissu um að það uppfylli skilyrði laga. 22. október 2019 15:30
Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. 19. nóvember 2019 14:47