Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2019 11:57 Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði í gær eftir því að starfslokasamningur sem dómsmálaráðherra gerði við ríkislögreglustjóra yrði tekinn fyrir í fjárlaganefnd. Sagði hann upphæðirnar það háar að eðlilegt væri að fjárveitingarvaldið tæki málið til skoðunar. „Eins fréttir hafa verið, af tveggja ára samningi á launum sem slaga upp í tvær milljónir á mánuði, það finnst mér bara í óhófi og í engu samræmi við íslenskan veruleika," sagði Ágúst Ólafur í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir nefndina hafa sent fyrirspurn á dómsmálaráðherra. „Við spyrjum út í það hvernig ætlunin er að fjármagna samninginn og kostnaðarmat samningsins. Eins að fá formlega staðfestar lagaheimildir á bak við samninginn," segir Willum. Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmEftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin verður fær hann fullar launagreiðslur í 27 mánuði. Inni í því eru þriggja mánaða ráðgjafastörf í byrjun næsta árs, orlof, biðlaun og greiðslur samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. En miðað við mánaðarlaun upp á 1.750 þúsund hljóðar heildarfjárhæðin upp á 47 milljónir króna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt starfslokasamninginn og sagði hann í fréttum Stöðvar 2 í gær að opinberir starfsmenn ættu ekki að njóta slíkra sérkjara. Willum segist ekki ætla tjá sig um efni samningsins fyrr en svör liggja fyrir. „Ég held að það sé nú bara eðlilegt að bíða og sjá hvað í þessu felst áður en ég fer að úrskurða um það. En þetta er auðvitað staða sem ráðherrann stóð frammi fyrir og mér sýnist ráðherra vera að leysa þetta farsællega," segir Willum. Hann gerir ráð fyrir að svör berist síðar í dag eða á morgun. „Þá metum við svörin, fjöllum um það í nefndinni og tökum einhverja ákvörðun út frá því," segir Willum. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði í gær eftir því að starfslokasamningur sem dómsmálaráðherra gerði við ríkislögreglustjóra yrði tekinn fyrir í fjárlaganefnd. Sagði hann upphæðirnar það háar að eðlilegt væri að fjárveitingarvaldið tæki málið til skoðunar. „Eins fréttir hafa verið, af tveggja ára samningi á launum sem slaga upp í tvær milljónir á mánuði, það finnst mér bara í óhófi og í engu samræmi við íslenskan veruleika," sagði Ágúst Ólafur í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir nefndina hafa sent fyrirspurn á dómsmálaráðherra. „Við spyrjum út í það hvernig ætlunin er að fjármagna samninginn og kostnaðarmat samningsins. Eins að fá formlega staðfestar lagaheimildir á bak við samninginn," segir Willum. Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmEftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin verður fær hann fullar launagreiðslur í 27 mánuði. Inni í því eru þriggja mánaða ráðgjafastörf í byrjun næsta árs, orlof, biðlaun og greiðslur samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. En miðað við mánaðarlaun upp á 1.750 þúsund hljóðar heildarfjárhæðin upp á 47 milljónir króna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt starfslokasamninginn og sagði hann í fréttum Stöðvar 2 í gær að opinberir starfsmenn ættu ekki að njóta slíkra sérkjara. Willum segist ekki ætla tjá sig um efni samningsins fyrr en svör liggja fyrir. „Ég held að það sé nú bara eðlilegt að bíða og sjá hvað í þessu felst áður en ég fer að úrskurða um það. En þetta er auðvitað staða sem ráðherrann stóð frammi fyrir og mér sýnist ráðherra vera að leysa þetta farsællega," segir Willum. Hann gerir ráð fyrir að svör berist síðar í dag eða á morgun. „Þá metum við svörin, fjöllum um það í nefndinni og tökum einhverja ákvörðun út frá því," segir Willum.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Sjá meira