Lífið í Katar ólíkt því sem Aron Einar og Kristbjörg höfðu vanist Andri Eysteinsson skrifar 7. desember 2019 10:24 Kristbjörg og Aron búa nú í Katar eftir áralanga búsetu í Bretlandi. Vísir/EgillA Lífið í Katar er um margt ólíkt því sem Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari hafa vanist. Hjónin fluttu ásamt sonum sínum tveimur til Katar í sumar eftir langa dvöl í Bretlandi þar sem Aron lék um árabil með velska liðinu Cardiff. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Aron að menningarsjokkið sé vafalítið minna fyrir sig en eiginkonu sína. „Fyrir mína parta er þetta kannski svolítið öðruvísi þar sem ég er vanur því að vera í kringum ólíka menningarheima í fótboltanum. Ég hef spilað með leikmönnum hvaðanæva að úr heiminum, svo menningarsjokkið er vafalaust minna fyrir mig. En það er alveg ljóst að lífernið og menningin hér er allt önnur en í Bretlandi,“ segir Aron.Forréttindi að kynnast annarri menningu Kristbjörg segir að það sé töluvert við menninguna í Katar sem þau þekki ekki og þurfi að venjast, siðir og venjur séu aðrar en á Íslandi eða í Bretlandi. „Eins og til dæmis að þá þykir stundum ekki við hæfi að ég rétti fram höndina til karlmanns til þess að heilsa honum heldur á ég að bíða eftir því að hann rétti mér höndina. Eins með klæðaburð og annað, en þetta er eitthvað sem maður lærir og við berum auðvitað virðingu fyrir menningunni hér. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að upplifa og kynnast annarri menningu með þessum hætti,“ segir Kristbjörg. Aron segir fótboltalífið einnig annað en hann hefur vanist, ferðalög í leiki séu styttri og fótboltinn ólíkur þeim sem spilaður er hjá íslenska landsliðinu eða í ensku deildarkeppnunum. „Það er ekki langt fyrir mig að fara í ferðalög fyrir leiki, svo ég hef í rauninni sjálfur meiri tíma fyrir fjölskylduna heima fyrir. Það er gríðarlegur kostur við Katar. Menningin í kringum fótboltann hér er einfaldlega öðruvísi,“ segir landsliðsfyrirliðinn sem gekk til liðs við Al-Arabi í sumar, lið sem þjálfað er af Heimi Hallgrímssyni fyrrverandi landsliðsþjálfara, eftir átta ára dvöl í Wales.Aron í leik með Al-Arabi í Katar.Getty/NurPhotoFjarri fjölskyldu og vinum Heimir og Aron eru ekki einu Íslendingarnir á mála hjá Al-Arabi en hjá félaginu leikur einnig landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason og er Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi liðsins. Hjónin segjast finna fyrir því að lengra sé í fjölskylduna en áður. Þau hafi þó verið dugleg í samskiptum á Facetime. „Þetta hefur svo auðvitað verið erfiðara eftir að við fluttum til Katar. Þegar við bjuggum í Cardiff þá gátum við í rauninni hoppað heim ef okkur langaði til en hérna er þetta aðeins lengra ferðalag og aðeins flóknara með tvo gaura,“ segir Kristbjörg. Synir Kristbjargar og Arons eru fjögurra ára og fimmtán mánaða. „Hérna úti í Katar búum við í mjög fjölskylduvænu hverfi þar sem öryggisgæslan og annað er alveg tipp topp. Foreldrahlutverkið er frábært og ég er hrikalega stoltur af þeim. Þetta gefur manni svo mikið,“ segir Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu.Aron og Kristbjörg eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi.Vísir/Vilhelm Íslendingar erlendis Katar Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Lífið í Katar er um margt ólíkt því sem Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari hafa vanist. Hjónin fluttu ásamt sonum sínum tveimur til Katar í sumar eftir langa dvöl í Bretlandi þar sem Aron lék um árabil með velska liðinu Cardiff. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Aron að menningarsjokkið sé vafalítið minna fyrir sig en eiginkonu sína. „Fyrir mína parta er þetta kannski svolítið öðruvísi þar sem ég er vanur því að vera í kringum ólíka menningarheima í fótboltanum. Ég hef spilað með leikmönnum hvaðanæva að úr heiminum, svo menningarsjokkið er vafalaust minna fyrir mig. En það er alveg ljóst að lífernið og menningin hér er allt önnur en í Bretlandi,“ segir Aron.Forréttindi að kynnast annarri menningu Kristbjörg segir að það sé töluvert við menninguna í Katar sem þau þekki ekki og þurfi að venjast, siðir og venjur séu aðrar en á Íslandi eða í Bretlandi. „Eins og til dæmis að þá þykir stundum ekki við hæfi að ég rétti fram höndina til karlmanns til þess að heilsa honum heldur á ég að bíða eftir því að hann rétti mér höndina. Eins með klæðaburð og annað, en þetta er eitthvað sem maður lærir og við berum auðvitað virðingu fyrir menningunni hér. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að upplifa og kynnast annarri menningu með þessum hætti,“ segir Kristbjörg. Aron segir fótboltalífið einnig annað en hann hefur vanist, ferðalög í leiki séu styttri og fótboltinn ólíkur þeim sem spilaður er hjá íslenska landsliðinu eða í ensku deildarkeppnunum. „Það er ekki langt fyrir mig að fara í ferðalög fyrir leiki, svo ég hef í rauninni sjálfur meiri tíma fyrir fjölskylduna heima fyrir. Það er gríðarlegur kostur við Katar. Menningin í kringum fótboltann hér er einfaldlega öðruvísi,“ segir landsliðsfyrirliðinn sem gekk til liðs við Al-Arabi í sumar, lið sem þjálfað er af Heimi Hallgrímssyni fyrrverandi landsliðsþjálfara, eftir átta ára dvöl í Wales.Aron í leik með Al-Arabi í Katar.Getty/NurPhotoFjarri fjölskyldu og vinum Heimir og Aron eru ekki einu Íslendingarnir á mála hjá Al-Arabi en hjá félaginu leikur einnig landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason og er Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi liðsins. Hjónin segjast finna fyrir því að lengra sé í fjölskylduna en áður. Þau hafi þó verið dugleg í samskiptum á Facetime. „Þetta hefur svo auðvitað verið erfiðara eftir að við fluttum til Katar. Þegar við bjuggum í Cardiff þá gátum við í rauninni hoppað heim ef okkur langaði til en hérna er þetta aðeins lengra ferðalag og aðeins flóknara með tvo gaura,“ segir Kristbjörg. Synir Kristbjargar og Arons eru fjögurra ára og fimmtán mánaða. „Hérna úti í Katar búum við í mjög fjölskylduvænu hverfi þar sem öryggisgæslan og annað er alveg tipp topp. Foreldrahlutverkið er frábært og ég er hrikalega stoltur af þeim. Þetta gefur manni svo mikið,“ segir Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu.Aron og Kristbjörg eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi.Vísir/Vilhelm
Íslendingar erlendis Katar Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning