Eftir sigur á Tottenham í miðri viku fóru United-menn yfir á Etihad-leikvanginn og sótti þar þrjú stig með 2-1 sigri á Englandsmeisturunum í Man. City.
Enski landsliðsmaðurinn, sem var með fyrirliðabandið á laugardaginn, er ánægður með framgöngu United síðustu vikur.
„Ég held að þú þurfir að horfa á úrslitin hjá sjálfum þér. Ekki að horfa á eitthvað annað og halda áfram að vinna leiki. Við höfum nú unnið Tottenham og City og það er annar stórleikur um næstu helgi,“ sagði Englendingurinn.
„Topp fjögur sætin eru í sjónmáli og við þurfum að halda áfram að horfa á okkar eigin úrslit, reyna ná í stigin þrjú og halda áfram að bæta okkur.“
"They're a big threat, they're top players, great talents and I think it's all coming together now."
Harry Maguire insists the top four is in sight after praising the performances of Man Utd's forward line at the Etihad.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 8, 2019
„Síðasta mánuðinn hefur mér sem varnarmanni liðið þannig að framherjar okkar eru að fara skora mörk. Í byrjun tímabilsins skoruðum við ekki meira en eitt mark í leik en núna erum við byrjaðir að skora aftur.“
„Þeir eru hættulegir. Þeir eru allir topp leikmenn með mikil gæði og ég held að þetta sé allt saman að smella saman,“ sagði sá enski.
- "Pep would have looked at Harry Maguire's performance on Saturday and thought 'I could have done with a bit of that'."
The Sunday Supplement panel assess what's gone wrong for Manchester City after Saturday's 2-1 defeat against Manchester United: https://t.co/DE7q5NJ2m1pic.twitter.com/JFg7eEDvWK
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 8, 2019