Chelsea vill fá Wilfried Zaha eða Jadon Sancho til að fylla skarð Willians ef hann fer frá félaginu eftir tímabilið.
Ekkert hefur þokast í samningaviðræðum Willians við Chelsea en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.
Willian, sem er 31 árs, ku vilja fá tveggja ára samning við Chelsea. Félagið hefur þó venjulega ekki viljað semja til meira en eins árs við leikmenn sem eru komnir á fertugsaldurinn.
Zaha vill komast frá Palace en hann var m.a. orðaður við Arsenal í sumar.
Talið er að Sancho sé á sínu síðasta tímabili hjá Borussia Dortmund. Hann hefur verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni, þ.á.m. Manchester United og Liverpool.
Chelsea horfir til Zaha og Sancho
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti