Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2019 19:24 Bæjarmeirihlutinn á Seltjarnarnesi hefur beðist afsökunar vegna óánægju með námsmat í grunnskóla bæjarins. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýutskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. Í frétt á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, kemur fram að foreldrar útskriftarnemenda við skólann hafi kvartað til skólans, bæjaryfirvald og menntamálaráðuneytisins vegna áðurnefndrar óánægju með námsmat í skólanum. Í kjölfarið var utanaðkomandi skólastjóri fenginn til að vinna greinargerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins sagði að sumir kennarar hafi viljað miða einkunn við meðaltöl úr verkefnum yfir veturinn, en hæfniseinkunn eigi að gefa mynd af getu nemenda í lok áfanga. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmislegu væri ábótavant. Að mati foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness gaf námsmatið í vor ekki rétta mynd af stöðu nemenda. Þá taldi félagið að nemendum hafi ekki verið gefinn kostur á að bæta sig. Vegna þess hafi nemendur skólans ekki átt sömu möguleika á að komast inn í þann framhaldsskóla sem þeir helst kysu, samanborið við jafnaldra sína. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness á miðvikudag. Meirihlutinn hafi þar sagst harma ágreininginn sem upp væri kominn og í kjölfarið beðið tíundubekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því tilfinningalega tjóni sem þetta hefði valdið og þeim óþægindum sem sköpuðust vegna málsins. Haft er eftir bæjarfulltrúa Viðreisnar/Neslista að greinargerðin sem unnin hafi verið um málið væri falleinkunn fyrir skólann og að hún sé til marks um alvarlega brotalöm sem var á útskrift nemenda í vor, og jafnvel lengra aftur í tímann. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Sjá meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýutskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. Í frétt á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, kemur fram að foreldrar útskriftarnemenda við skólann hafi kvartað til skólans, bæjaryfirvald og menntamálaráðuneytisins vegna áðurnefndrar óánægju með námsmat í skólanum. Í kjölfarið var utanaðkomandi skólastjóri fenginn til að vinna greinargerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins sagði að sumir kennarar hafi viljað miða einkunn við meðaltöl úr verkefnum yfir veturinn, en hæfniseinkunn eigi að gefa mynd af getu nemenda í lok áfanga. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmislegu væri ábótavant. Að mati foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness gaf námsmatið í vor ekki rétta mynd af stöðu nemenda. Þá taldi félagið að nemendum hafi ekki verið gefinn kostur á að bæta sig. Vegna þess hafi nemendur skólans ekki átt sömu möguleika á að komast inn í þann framhaldsskóla sem þeir helst kysu, samanborið við jafnaldra sína. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness á miðvikudag. Meirihlutinn hafi þar sagst harma ágreininginn sem upp væri kominn og í kjölfarið beðið tíundubekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því tilfinningalega tjóni sem þetta hefði valdið og þeim óþægindum sem sköpuðust vegna málsins. Haft er eftir bæjarfulltrúa Viðreisnar/Neslista að greinargerðin sem unnin hafi verið um málið væri falleinkunn fyrir skólann og að hún sé til marks um alvarlega brotalöm sem var á útskrift nemenda í vor, og jafnvel lengra aftur í tímann.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Sjá meira