Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2019 19:24 Bæjarmeirihlutinn á Seltjarnarnesi hefur beðist afsökunar vegna óánægju með námsmat í grunnskóla bæjarins. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýutskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. Í frétt á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, kemur fram að foreldrar útskriftarnemenda við skólann hafi kvartað til skólans, bæjaryfirvald og menntamálaráðuneytisins vegna áðurnefndrar óánægju með námsmat í skólanum. Í kjölfarið var utanaðkomandi skólastjóri fenginn til að vinna greinargerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins sagði að sumir kennarar hafi viljað miða einkunn við meðaltöl úr verkefnum yfir veturinn, en hæfniseinkunn eigi að gefa mynd af getu nemenda í lok áfanga. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmislegu væri ábótavant. Að mati foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness gaf námsmatið í vor ekki rétta mynd af stöðu nemenda. Þá taldi félagið að nemendum hafi ekki verið gefinn kostur á að bæta sig. Vegna þess hafi nemendur skólans ekki átt sömu möguleika á að komast inn í þann framhaldsskóla sem þeir helst kysu, samanborið við jafnaldra sína. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness á miðvikudag. Meirihlutinn hafi þar sagst harma ágreininginn sem upp væri kominn og í kjölfarið beðið tíundubekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því tilfinningalega tjóni sem þetta hefði valdið og þeim óþægindum sem sköpuðust vegna málsins. Haft er eftir bæjarfulltrúa Viðreisnar/Neslista að greinargerðin sem unnin hafi verið um málið væri falleinkunn fyrir skólann og að hún sé til marks um alvarlega brotalöm sem var á útskrift nemenda í vor, og jafnvel lengra aftur í tímann. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýutskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. Í frétt á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, kemur fram að foreldrar útskriftarnemenda við skólann hafi kvartað til skólans, bæjaryfirvald og menntamálaráðuneytisins vegna áðurnefndrar óánægju með námsmat í skólanum. Í kjölfarið var utanaðkomandi skólastjóri fenginn til að vinna greinargerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins sagði að sumir kennarar hafi viljað miða einkunn við meðaltöl úr verkefnum yfir veturinn, en hæfniseinkunn eigi að gefa mynd af getu nemenda í lok áfanga. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmislegu væri ábótavant. Að mati foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness gaf námsmatið í vor ekki rétta mynd af stöðu nemenda. Þá taldi félagið að nemendum hafi ekki verið gefinn kostur á að bæta sig. Vegna þess hafi nemendur skólans ekki átt sömu möguleika á að komast inn í þann framhaldsskóla sem þeir helst kysu, samanborið við jafnaldra sína. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness á miðvikudag. Meirihlutinn hafi þar sagst harma ágreininginn sem upp væri kominn og í kjölfarið beðið tíundubekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því tilfinningalega tjóni sem þetta hefði valdið og þeim óþægindum sem sköpuðust vegna málsins. Haft er eftir bæjarfulltrúa Viðreisnar/Neslista að greinargerðin sem unnin hafi verið um málið væri falleinkunn fyrir skólann og að hún sé til marks um alvarlega brotalöm sem var á útskrift nemenda í vor, og jafnvel lengra aftur í tímann.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira