Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2019 19:24 Bæjarmeirihlutinn á Seltjarnarnesi hefur beðist afsökunar vegna óánægju með námsmat í grunnskóla bæjarins. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýutskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. Í frétt á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, kemur fram að foreldrar útskriftarnemenda við skólann hafi kvartað til skólans, bæjaryfirvald og menntamálaráðuneytisins vegna áðurnefndrar óánægju með námsmat í skólanum. Í kjölfarið var utanaðkomandi skólastjóri fenginn til að vinna greinargerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins sagði að sumir kennarar hafi viljað miða einkunn við meðaltöl úr verkefnum yfir veturinn, en hæfniseinkunn eigi að gefa mynd af getu nemenda í lok áfanga. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmislegu væri ábótavant. Að mati foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness gaf námsmatið í vor ekki rétta mynd af stöðu nemenda. Þá taldi félagið að nemendum hafi ekki verið gefinn kostur á að bæta sig. Vegna þess hafi nemendur skólans ekki átt sömu möguleika á að komast inn í þann framhaldsskóla sem þeir helst kysu, samanborið við jafnaldra sína. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness á miðvikudag. Meirihlutinn hafi þar sagst harma ágreininginn sem upp væri kominn og í kjölfarið beðið tíundubekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því tilfinningalega tjóni sem þetta hefði valdið og þeim óþægindum sem sköpuðust vegna málsins. Haft er eftir bæjarfulltrúa Viðreisnar/Neslista að greinargerðin sem unnin hafi verið um málið væri falleinkunn fyrir skólann og að hún sé til marks um alvarlega brotalöm sem var á útskrift nemenda í vor, og jafnvel lengra aftur í tímann. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýutskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. Í frétt á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, kemur fram að foreldrar útskriftarnemenda við skólann hafi kvartað til skólans, bæjaryfirvald og menntamálaráðuneytisins vegna áðurnefndrar óánægju með námsmat í skólanum. Í kjölfarið var utanaðkomandi skólastjóri fenginn til að vinna greinargerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins sagði að sumir kennarar hafi viljað miða einkunn við meðaltöl úr verkefnum yfir veturinn, en hæfniseinkunn eigi að gefa mynd af getu nemenda í lok áfanga. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmislegu væri ábótavant. Að mati foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness gaf námsmatið í vor ekki rétta mynd af stöðu nemenda. Þá taldi félagið að nemendum hafi ekki verið gefinn kostur á að bæta sig. Vegna þess hafi nemendur skólans ekki átt sömu möguleika á að komast inn í þann framhaldsskóla sem þeir helst kysu, samanborið við jafnaldra sína. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness á miðvikudag. Meirihlutinn hafi þar sagst harma ágreininginn sem upp væri kominn og í kjölfarið beðið tíundubekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því tilfinningalega tjóni sem þetta hefði valdið og þeim óþægindum sem sköpuðust vegna málsins. Haft er eftir bæjarfulltrúa Viðreisnar/Neslista að greinargerðin sem unnin hafi verið um málið væri falleinkunn fyrir skólann og að hún sé til marks um alvarlega brotalöm sem var á útskrift nemenda í vor, og jafnvel lengra aftur í tímann.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira