Hroki, hleypidómar og meðalvegurinn Jón Birgir Eiríksson skrifar 20. nóvember 2019 09:00 Það er áhugavert að fylgjast með viðbrögðum við umfjöllunum á borð við þá er fréttaskýringaþátturinn Kveikur birti í síðustu viku um mútur og skattaundanskot sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Óhætt er að segja að þátturinn hafi vakið mikla athygli og að umræðan hafi farið á flug eins og búast mátti við enda þau mál sem þar var fjallað um grafalvarleg í öllu samhengi og háttsemi sem þessi óverjandi, eins og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, orðaði það. Oftast fer lítið fyrir þeim fjölmörgu sem lægst hafa þegar hneykslismál sem þessi koma upp, en þeir háværustu skipa sér gjarnan í tvær fylkingar, með og á móti. Á annarri hliðinni eru þeir sem verja Samherja með kjafti og klóm; benda á að ekkert sé enn sannað um brot fyrirtækisins og að umfjöllun Kveiks hafi verið óvönduð. Jafnvel hefur því verið fleygt fram að ekki sé hægt að eiga í viðskiptum í Afríku án þess að mútur komi við sögu og af þeim sökum séu mútugreiðslurnar forsvaranlegar. Þá hefur Samherji sjálfur gripið til harkalegra varna í málinu, reynt að ata uppljóstrara þáttarins aur og boðar að fleira muni síðar koma fram á sjónarsviðið sem varpi öðru ljósi á málið. Á hinni hliðinni hefur verið kallað eftir því, meðal annars úr hópi kjörinna fulltrúa, að eignir Samherja verði kyrrsettar og að fjárveitingar verði auknar til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra sem fara með rannsókn málsins, án þess að nokkur hafi óskað eftir slíku. Þá hefur málið með ótrúlegum hætti verið tengt umræðu um kvótakerfið hér á landi, kjör á vinnumarkaði, stjórnarskrárbreytingar og hægri/vinstri stjórnmál yfir höfuð. Þrátt fyrir að gögnin sem fjallað var um í Kveik og telja tugi þúsunda hafi verið afskaplega sannfærandi, er það réttur hvers og eins að niðurstaða um sekt eða sýknu verði fengin á réttum stöðum, þ.e.a.s. fyrir þar til bærum ríkisstofnunum og dómstólum. Samherji á rétt á að bera hönd yfir höfuð sér eins og hvert annað fyrirtæki, þótt fyrirsvarsmenn Samherja hafi ekki nýtt tækifærið þegar fréttamenn Kveiks gáfu þeim kost á því. Ekki er þar með sagt að umfjöllun Kveiks hafi enga þýðingu fyrr en málið verður til lykta leitt á þeim vettvangi enda eru siðferði Samherja í viðskiptum sínum og almenningsálitið, aðrir angar málsins en sá lagalegi. Það liggur í augum uppi að umfjöllunarefni Kveiks var af alvarlegri toganum og sagan sem þar var sögð er niðurlægjandi fyrir Ísland, ekki síst í ljósi sögu þróunarstarfs Íslands í Namibíu. Samfélagsleg umræða um málið þarf að fara fram og Samherji þarf að fá að verja sig. Leiða þarf málið til lykta af skynsemi og í samræmi við lög og reglur. Það mun Samherji tæpast gera sjálfur með innri rannsókn á eigin kostnað eða stjórnmálamenn sem slá ódýrar pólitískar keilur með því tengja málið við fjarstæðukennd hugðarefni sín. Þar að auki er hvort tveggja til þess fallið að drepa málinu á dreif á þessum tímapunkti og beina athygli að öðru. Engin ástæða er til að hreiðra um sig í skotgröfum. Betra er að telja upp að tíu, hugsa hlutina til enda og nálgast málið með skynsemina að vopni.Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Samherjaskjölin Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að fylgjast með viðbrögðum við umfjöllunum á borð við þá er fréttaskýringaþátturinn Kveikur birti í síðustu viku um mútur og skattaundanskot sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Óhætt er að segja að þátturinn hafi vakið mikla athygli og að umræðan hafi farið á flug eins og búast mátti við enda þau mál sem þar var fjallað um grafalvarleg í öllu samhengi og háttsemi sem þessi óverjandi, eins og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, orðaði það. Oftast fer lítið fyrir þeim fjölmörgu sem lægst hafa þegar hneykslismál sem þessi koma upp, en þeir háværustu skipa sér gjarnan í tvær fylkingar, með og á móti. Á annarri hliðinni eru þeir sem verja Samherja með kjafti og klóm; benda á að ekkert sé enn sannað um brot fyrirtækisins og að umfjöllun Kveiks hafi verið óvönduð. Jafnvel hefur því verið fleygt fram að ekki sé hægt að eiga í viðskiptum í Afríku án þess að mútur komi við sögu og af þeim sökum séu mútugreiðslurnar forsvaranlegar. Þá hefur Samherji sjálfur gripið til harkalegra varna í málinu, reynt að ata uppljóstrara þáttarins aur og boðar að fleira muni síðar koma fram á sjónarsviðið sem varpi öðru ljósi á málið. Á hinni hliðinni hefur verið kallað eftir því, meðal annars úr hópi kjörinna fulltrúa, að eignir Samherja verði kyrrsettar og að fjárveitingar verði auknar til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra sem fara með rannsókn málsins, án þess að nokkur hafi óskað eftir slíku. Þá hefur málið með ótrúlegum hætti verið tengt umræðu um kvótakerfið hér á landi, kjör á vinnumarkaði, stjórnarskrárbreytingar og hægri/vinstri stjórnmál yfir höfuð. Þrátt fyrir að gögnin sem fjallað var um í Kveik og telja tugi þúsunda hafi verið afskaplega sannfærandi, er það réttur hvers og eins að niðurstaða um sekt eða sýknu verði fengin á réttum stöðum, þ.e.a.s. fyrir þar til bærum ríkisstofnunum og dómstólum. Samherji á rétt á að bera hönd yfir höfuð sér eins og hvert annað fyrirtæki, þótt fyrirsvarsmenn Samherja hafi ekki nýtt tækifærið þegar fréttamenn Kveiks gáfu þeim kost á því. Ekki er þar með sagt að umfjöllun Kveiks hafi enga þýðingu fyrr en málið verður til lykta leitt á þeim vettvangi enda eru siðferði Samherja í viðskiptum sínum og almenningsálitið, aðrir angar málsins en sá lagalegi. Það liggur í augum uppi að umfjöllunarefni Kveiks var af alvarlegri toganum og sagan sem þar var sögð er niðurlægjandi fyrir Ísland, ekki síst í ljósi sögu þróunarstarfs Íslands í Namibíu. Samfélagsleg umræða um málið þarf að fara fram og Samherji þarf að fá að verja sig. Leiða þarf málið til lykta af skynsemi og í samræmi við lög og reglur. Það mun Samherji tæpast gera sjálfur með innri rannsókn á eigin kostnað eða stjórnmálamenn sem slá ódýrar pólitískar keilur með því tengja málið við fjarstæðukennd hugðarefni sín. Þar að auki er hvort tveggja til þess fallið að drepa málinu á dreif á þessum tímapunkti og beina athygli að öðru. Engin ástæða er til að hreiðra um sig í skotgröfum. Betra er að telja upp að tíu, hugsa hlutina til enda og nálgast málið með skynsemina að vopni.Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar