Innlent

Foreldrar ekki af baki dottnir

Ari Brynjólfsson skrifar
Sævar Reykjalín, formaður Foreldrafélags Kelduskóla.
Sævar Reykjalín, formaður Foreldrafélags Kelduskóla.
Foreldrar barna við Kelduskóla Korpu eru ekki af baki dottnir þó að borgarstjórn hafi samþykkt tillögu um að leggja niður skólahald þar næsta haust.

„Það er sárt að stjórnmálamennirnir tóku ekki mark á nemendum og foreldrum. Það var ekki litið við þeirra ábendingum og rökum. Við erum hins vegar ekki af baki dottin og ætlum að leita okkar réttar,“ segir Sævar Reykjalín, formaður foreldrafélags Kelduskóla.

„Við ætlum að vera fullviss um að við höfum gert allt sem við gátum áður en við gefumst endanlega upp.“




Tengdar fréttir

Segir hlustað á sjónarmið nemenda

Skóla- og frístundaráð samþykkti í dag tillögu sem felur meðal annars í sér lokun Kelduskóla Korpu, þrátt fyrir hörð mótmæli foreldra og nemenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×