Blaðamenn eigi digra verkfallssjóði Birgir Olgeirsson skrifar 22. nóvember 2019 18:30 Nú síðdegis var skrifað undir kjarasamning milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem alls er óvist að verði samþykktur í atkvæðagreiðslu blaðamanna eftir helgi. Mikil ólga var í blaðamönnum á fundi í félaginu í dag. Rétt áður en tólf tíma verkfallsaðgerðir vefblaðamanna áttu að hefjast klukkan 10 í morgun ákvað samninganefnd Blaðamannafélagsins að fresta aðgerðunum. Það þýðir að ekkert verður að verkfalli á prentmiðlum næstkomandi fimmtudag, daginn fyrir tekjumikla útgáfu dagblaða vegna Black Friday. „Allir fimmtudagar og föstudagur í desember, þá eru stór blöð. Þannig að ég sé ekki að það hafi einhver úrslitaáhrif,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segir Samtök atvinnulífsins bjóða þær kjarabætur sem eru í lífskjarasamningnum. Vilji blaðamenn fá bætur umfram það þurfi þeir að greiða þær úr eigin sjóðum. „Við vildum taka þennan lífskjarasamning og laga hann að blaðamönnum og hagsmunum þeirra, án þess að það kostaði eitthvað meira, og það hefur bara ekki verið hægt að ræða það með neinu móti.“ Fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins segir Samtök atvinnulífsins reyna að berja blaðamenn niður í verkastétt með lífskjarasamningnum. „Það er það sem þessi barátta snýst um, hún snýst um sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þessarar stéttar sem fagstéttar. Við viljum að það sé metið við okkur, bæði í launum og í framkomu við okkur,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður og fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins. Hún býst ekki við að blaðamenn samþykki samninginn. „Miðað við hvernig fundurinn var í dag, þá geri ég ráð fyrir að það sé sá hugur í fólki að leggja niður störf og hefja allsherjarverkfall. Við eigum verkfallssjóð og eigum öflug félög á Norðurlöndunum sem standa með okkur og hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við okkur. Þau eiga líka digra sjóði.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi ekki tjá sig um viðræðurnar við fréttastofu.Blaðamenn Vísis eru langflestir í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Nú síðdegis var skrifað undir kjarasamning milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem alls er óvist að verði samþykktur í atkvæðagreiðslu blaðamanna eftir helgi. Mikil ólga var í blaðamönnum á fundi í félaginu í dag. Rétt áður en tólf tíma verkfallsaðgerðir vefblaðamanna áttu að hefjast klukkan 10 í morgun ákvað samninganefnd Blaðamannafélagsins að fresta aðgerðunum. Það þýðir að ekkert verður að verkfalli á prentmiðlum næstkomandi fimmtudag, daginn fyrir tekjumikla útgáfu dagblaða vegna Black Friday. „Allir fimmtudagar og föstudagur í desember, þá eru stór blöð. Þannig að ég sé ekki að það hafi einhver úrslitaáhrif,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segir Samtök atvinnulífsins bjóða þær kjarabætur sem eru í lífskjarasamningnum. Vilji blaðamenn fá bætur umfram það þurfi þeir að greiða þær úr eigin sjóðum. „Við vildum taka þennan lífskjarasamning og laga hann að blaðamönnum og hagsmunum þeirra, án þess að það kostaði eitthvað meira, og það hefur bara ekki verið hægt að ræða það með neinu móti.“ Fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins segir Samtök atvinnulífsins reyna að berja blaðamenn niður í verkastétt með lífskjarasamningnum. „Það er það sem þessi barátta snýst um, hún snýst um sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þessarar stéttar sem fagstéttar. Við viljum að það sé metið við okkur, bæði í launum og í framkomu við okkur,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður og fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins. Hún býst ekki við að blaðamenn samþykki samninginn. „Miðað við hvernig fundurinn var í dag, þá geri ég ráð fyrir að það sé sá hugur í fólki að leggja niður störf og hefja allsherjarverkfall. Við eigum verkfallssjóð og eigum öflug félög á Norðurlöndunum sem standa með okkur og hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við okkur. Þau eiga líka digra sjóði.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi ekki tjá sig um viðræðurnar við fréttastofu.Blaðamenn Vísis eru langflestir í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent