Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 23. nóvember 2019 08:00 Ásgeir, Jón, Steinþór og Snorri hafa allir verið kanónur í íslensku skemmtanalífi síðustu ár. Fréttablaðið/Anton Brink Á fimmtudaginn var stór áfangi í lífi Jóns Mýrdal. Þá var ár liðið síðan heilaæxli á stærð við sítrónu var fjarlægt úr höfði hans. Það var blessunarlega góðkynja. Hann lýsir ástandi sínu misserin áður en heilaæxlið kom í ljós á þá leið að hann hafi verið orðinn algjörlega gufuruglaður. Ásgeir Guðmundsson, vinur hans og kollegi úr veitingabransanum, segir að eflaust hafi æxlið uppgötvast svo seint vegna þess að Jón hefur alltaf verið uppátækjasamur, hvatvís og skemmtilegur. Jón kveðst sjálfur ekkert muna eftir vikunum fyrir aðgerðina. Það varð honum til happs að eiginkona náins vinar áttaði sig á að ekki var allt með felldu. Þar kom reynsla hennar úr heilbrigðisgeiranum að góðum notum, en hún er við nám í hjúkrunarfræði.Ríkir af reynslu Þeir eru fjórir vinirnir sem hafa tekið sig til og opnað barinn Röntgen í húsinu sem hýsti áður Nafnlausa pizzastaðinn; þetta eru þeir Jón Mýrdal, Ásgeir Guðmundsson, Steinþór Helgi Arnsteinsson og Snorri Helgason. Hafa þeir allir ríka reynslu af rekstri skemmtistaða og í viðburðarstjórnun, en þeir Jón og Ásgeir ræddu við Fréttablaðið um nýja staðinn og þörfina fyrir að skemmta fólki. „Já, við komum inn á helvíti hentugum tíma. Gatan hefur aldrei litið betur út,“ segir Ásgeir, einn þeirra fjögurra sem standa að þessu nýja öldurhúsi við Hverfisgötuna. „Það er mjög skemmtilegt að koma inn núna en auðvitað ber maður harm í brjósti vegna þeirra rekstraraðila sem hafa lent í erfiðleikum þarna síðustu mánuði. Við erum hins vegar nokkuð brattir og bjartsýnir og gatan öll er að lifna við.“ „Svo viljum við ekkert að kúnnarnir okkar séu á bíl,“ bætir Jón við, og þeir hlæja.En hvaðan kom nafnið? „Eftir miklar hugleiðingar fórum við að skoða sögu hússins, en hún er löng og merkileg. Við komumst að því að árið 1914 flutti Gunnlaugur Claessen fyrsta röntgentækið til landsins, og hefjast þá röntgenrannsóknir hérlendis í fyrsta sinn. Smá skemmtileg saga að það var ekki neitt rafmagn í húsinu á þessum tíma. Þeir þurftu að fara á trésmíðaverkstæðið Völund sem var við hliðina til að fá rafmagn. Alltaf þegar átti að taka röntgenmynd þurftu þeir að stökkva yfir og biðja þá um að slökkva á öllum sínum græjum. Þú getur rétt ímyndað þér hversu frumstætt samfélagið var,“ segir Ásgeir og heldur svo áfram: „En það hefur margt verið í þessu húsi. Skrifstofur, Kvennaathvarfið og nú síðast Nafnlausi pizzastaðurinn, Mikeller, Systir og Dill.“Nýr veitingastaður Jón rak áður skemmtistaðinn Húrra, sem naut mikilla vinsælda, sér í lagi meðal tónlistarfólks og unnenda, enda voru aðstæður til tónleikahalds þar góðar miðað við hvað gengur og gerist í miðbænum. Ásgeir og Jón vilja þó ekki ganga svo langt að kalla nýja staðinn skemmtistað, heldur sé það ætlunin að þarna ríki meiri barstemning. „Þetta er bar með skemmtistaðaívafi. Það er opið til klukkan 03.00 á föstudögum og laugardögum. Þannig að það ætti svona í það minnsta alveg að vera hægt að skemmta sér. Það verður heldur ekkert sérstakt þema. Því verður þetta ekki bjórbar, vínbar eða kokteilabar. Allt er þó hægt að fá. Við stöndum nú í því að breyta húsnæðinu úr því að vera veitingastaður í að vera bar,“ segir Ásgeir.Vinahópurinn er sterkur og samrýndur, allir hjálpast að við að koma staðnum á laggirnar. Fréttablaðið/Anton BrinkHann bætir við að það verði þó boðið upp á einhvers konar barsnarl. Á efri hæð staðarins er nú verið að setja upp tónleikasvið, en stefnan er að nýta húsið á fjölbreyttan hátt. „Svo er náttúrulega annað í þessu dæmi líka. Við verðum í samstarfi við tvo rosalega öfluga veitingamenn í gamla Dill-rýminu. Við getum ekki opinberað það strax nákvæmlega hvernig veitingastaður þetta verður, en getum sagt frá því að þeir Stefán Melsted á Snaps og Gústi bakari úr Brauð og co. sjá um hann. Þeir eru með mjög góðar og ferskar hugmyndir, við leyfum þeim auðvitað bara að tilkynna það á sínum forsendum. Þeir munu opna á sama tíma og við,“ segir Jón. „Það er mjög spennandi að fá þá inn. Þetta eru reynslumiklir menn sem hafa sýnt það og sannað að þeir gera þetta vel. Þetta verður ekki á sama verðbili og Dill, þetta verður aðeins aðgengilegra en alveg jafn gott,“ segir Ásgeir.Seldi Messann Jón hefur líka reynslu í veitingabransanum en hann stofnaði veitingastaðinn Messann við Lækjargötu, og síðar útibú hans úti á Granda. Staðurinn var rómaður fyrir góða fiskrétti en Jón starfaði á sínum tíma í Tjöruhúsinu vestur á Ísafirði þar sem hann lærði hjá Magga frænda sínum að elda góðan fisk. Tjöruhúsið þykir einn allra besti fiskiveitingastaður landsins, og þótt víðar væri leitað. „Ég hef ekki rætt það opinberlega að ég er búinn að selja Messann. Meðeigandi minn keypti mig út þannig að ég hætti þar fyrir nokkrum mánuðum. Þann 21. nóvember er svo komið ár síðan að ég fór í bráðauppskurð á Landspítalanum eftir að í ljós kom að ég var með stærðarinnar heilaæxli. Ef ég hefði verið í þessu viðtali fyrir ári þá hefði ég algjörlega verið í ruglinu. Ég man ekki neitt frá þessum tíma,“ segir Jón.Hélt þetta væri kulnun Eftir því sem veikindin ágerðust varð hann ólíkari sjálfum sér og átti við mikil veikindi stríða áður en kom í ljós hversu alvarleg ástand hans var. Hann skrifaði bæði líðan og hegðun á kulnun. „Ég hélt að þetta væri mögulega bara vöðvabólga. Þrír læknar sögðu við mig að þetta væri einmitt líklegast vöðvabólga. En svo var á endanum gripið í taumana, ég var orðinn mjög ruglaður á þessum tímapunkti. Þá greip Nína, konan hans Gumma vinar míns, mig og fór með mig upp á spítala, en hún er að læra hjúkrunarfræði. Þarna vorum við konan mín með eins mánaðar gamlan dreng og hún eðlilega í brjóstaþoku og sjálf að reyna að halda sönsum, með nóg á sinni könnu,“ segir Jón. „Svo spilar auðvitað inn í að Jón er að eðlisfari mjög hvatvís og skemmtilegur maður, sem útskýrir eflaust hvernig þetta fór fram hjá okkur vinum hans að einhverju leyti. Breytingin á honum samanborið við þá breytingu sem æxlið hefði valdið hjá venjulegum manni er kannski ekki jafn mikil,“ segir Ásgeir og þeir hlæja saman. „Stundum hugsaði ég samt: „Mikið er hann Jón orðinn ruglaður!“ en svo kemur auðvitað í ljós að hann er með heilaæxli á stærð við sítrónu.“ „En sem betur fer var þetta góðkynja æxli og það var fjarlægt samdægurs í bráðaheilauppskurði. Þar sem ég man í raun ekkert eftir þessum tíma þá var mesta álagið á fólkinu í kringum mig,“ segir Jón og bætir við hve gífurlega þakklátur hann sé góðri fjölskyldu sinni og traustum vinum. „Ég var reyndar bara átta daga á spítalanum, sem er rosalegt miðað við hvað þetta var stór aðgerð. Hauskúpan var söguð og opnuð og æxlið fjarlægt en það lá ofan á heilanum og þrýsti á hann.“Þakka fyrir lífið Í kjölfarið neyddist Jón til að fara reglulega í segulómun og röntgen, sem gerir nafn nýja staðarins enn þá táknrænna. Fyrir stuttu fékk hann þær fréttir að allt liti vel út og hann þyrfti því einungis að mæta árlega í röntgen. Það má því í raun segja að hann fari úr því að fara í röntgen yfir í að fara á Röntgen. „Ég þarf bara að mæta árlega því aðgerðin gekk mjög vel, engar bólgur og ekkert að sjá. Annars vil ég líka segja: Lífið er núna, mig langar persónulega til að gera eitthvað skemmtilegt og þetta er alveg frábært verkefni. Ég er náttúrulega mjög hvatvís og með ADHD, þannig að ég hef verið að vasast í mörgu. En skemmtistaðir eru svo frábærir og það er gefandi að reka þá, því maður er auðvitað að skemmta fólki. Það er þá í raun vinnan manns að gera eitthvað fallegt og skemmtilegt fyrir fólk,“ segir Jón.Jón segist afar þakklátur fyrir að hafa átt góða fjölskyldu að og trausta vini þegar hann veiktist. Fréttablaðið/ErnirStefnan er að opna staðinn nú á fimmtudaginn, en þeir félagar standa í miklum framkvæmdum í húsnæðinu sem þeir vona að þeir nái að ljúka fyrir þann tíma. „Staðurinn opnar vonandi þá, á þakkargjörðardaginn. Við erum að þakka fyrir lífið,“ segir Jón. „Eins og hann segir, þetta er náttúrulega hugmyndin hans Jóns. Hann fær svo okkur, vini sína, með í þetta. Mig, Steinþór Helga og Snorra. Þó maður segi sjálfur frá þá eru þetta smá kanónur í þessum bransa, íslensku skemmtanalífi og veitingabransanum. Jón náttúrulega stofnaði Húrra, Bravó og Messann, ég var í Bryggjunni alveg frá upphafi ásamt því að vera framkvæmdastjóri Sónar í tvö ár og Innipúkans síðustu sex árin. Snorri stýrði viðburðum við góðan orðstír á tónleikastaðnum Húrra. Steinþór Helgi var viðburðastjóri CCP sem er náttúrulega flennistórt fyrirtæki. Þannig að auk þess að vera góðir vinir sem vilja skemmta fólki og skapa góðan stað, þá höfum við líka reynsluna sem þarf til að láta þetta ganga,“ segir Ásgeir. „Svo höfum við líka ólíkan bakgrunn. Miðað við þessa viku sem við höfum verið að vinna í þessu þá er þetta ótrúlega gott teymi,“ segir Jón og bætir við: „Við erum góðir vinir, en ég er um áratug eldri en þeir.“ „En þú ert samt svo ungur í anda,“ svarar Ásgeir. „Já, ég líka þroskaðist ekki neitt þar til ég varð 33 ára,“ segir Jón. „Við eigum nú eftir að sjá það gerast. Mætti segja að þú sért betri maður í dag?“ spyr Ásgeir vin sinn Jón. „Er það?“ svarar Jón og þeir skella báðir upp úr. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Á fimmtudaginn var stór áfangi í lífi Jóns Mýrdal. Þá var ár liðið síðan heilaæxli á stærð við sítrónu var fjarlægt úr höfði hans. Það var blessunarlega góðkynja. Hann lýsir ástandi sínu misserin áður en heilaæxlið kom í ljós á þá leið að hann hafi verið orðinn algjörlega gufuruglaður. Ásgeir Guðmundsson, vinur hans og kollegi úr veitingabransanum, segir að eflaust hafi æxlið uppgötvast svo seint vegna þess að Jón hefur alltaf verið uppátækjasamur, hvatvís og skemmtilegur. Jón kveðst sjálfur ekkert muna eftir vikunum fyrir aðgerðina. Það varð honum til happs að eiginkona náins vinar áttaði sig á að ekki var allt með felldu. Þar kom reynsla hennar úr heilbrigðisgeiranum að góðum notum, en hún er við nám í hjúkrunarfræði.Ríkir af reynslu Þeir eru fjórir vinirnir sem hafa tekið sig til og opnað barinn Röntgen í húsinu sem hýsti áður Nafnlausa pizzastaðinn; þetta eru þeir Jón Mýrdal, Ásgeir Guðmundsson, Steinþór Helgi Arnsteinsson og Snorri Helgason. Hafa þeir allir ríka reynslu af rekstri skemmtistaða og í viðburðarstjórnun, en þeir Jón og Ásgeir ræddu við Fréttablaðið um nýja staðinn og þörfina fyrir að skemmta fólki. „Já, við komum inn á helvíti hentugum tíma. Gatan hefur aldrei litið betur út,“ segir Ásgeir, einn þeirra fjögurra sem standa að þessu nýja öldurhúsi við Hverfisgötuna. „Það er mjög skemmtilegt að koma inn núna en auðvitað ber maður harm í brjósti vegna þeirra rekstraraðila sem hafa lent í erfiðleikum þarna síðustu mánuði. Við erum hins vegar nokkuð brattir og bjartsýnir og gatan öll er að lifna við.“ „Svo viljum við ekkert að kúnnarnir okkar séu á bíl,“ bætir Jón við, og þeir hlæja.En hvaðan kom nafnið? „Eftir miklar hugleiðingar fórum við að skoða sögu hússins, en hún er löng og merkileg. Við komumst að því að árið 1914 flutti Gunnlaugur Claessen fyrsta röntgentækið til landsins, og hefjast þá röntgenrannsóknir hérlendis í fyrsta sinn. Smá skemmtileg saga að það var ekki neitt rafmagn í húsinu á þessum tíma. Þeir þurftu að fara á trésmíðaverkstæðið Völund sem var við hliðina til að fá rafmagn. Alltaf þegar átti að taka röntgenmynd þurftu þeir að stökkva yfir og biðja þá um að slökkva á öllum sínum græjum. Þú getur rétt ímyndað þér hversu frumstætt samfélagið var,“ segir Ásgeir og heldur svo áfram: „En það hefur margt verið í þessu húsi. Skrifstofur, Kvennaathvarfið og nú síðast Nafnlausi pizzastaðurinn, Mikeller, Systir og Dill.“Nýr veitingastaður Jón rak áður skemmtistaðinn Húrra, sem naut mikilla vinsælda, sér í lagi meðal tónlistarfólks og unnenda, enda voru aðstæður til tónleikahalds þar góðar miðað við hvað gengur og gerist í miðbænum. Ásgeir og Jón vilja þó ekki ganga svo langt að kalla nýja staðinn skemmtistað, heldur sé það ætlunin að þarna ríki meiri barstemning. „Þetta er bar með skemmtistaðaívafi. Það er opið til klukkan 03.00 á föstudögum og laugardögum. Þannig að það ætti svona í það minnsta alveg að vera hægt að skemmta sér. Það verður heldur ekkert sérstakt þema. Því verður þetta ekki bjórbar, vínbar eða kokteilabar. Allt er þó hægt að fá. Við stöndum nú í því að breyta húsnæðinu úr því að vera veitingastaður í að vera bar,“ segir Ásgeir.Vinahópurinn er sterkur og samrýndur, allir hjálpast að við að koma staðnum á laggirnar. Fréttablaðið/Anton BrinkHann bætir við að það verði þó boðið upp á einhvers konar barsnarl. Á efri hæð staðarins er nú verið að setja upp tónleikasvið, en stefnan er að nýta húsið á fjölbreyttan hátt. „Svo er náttúrulega annað í þessu dæmi líka. Við verðum í samstarfi við tvo rosalega öfluga veitingamenn í gamla Dill-rýminu. Við getum ekki opinberað það strax nákvæmlega hvernig veitingastaður þetta verður, en getum sagt frá því að þeir Stefán Melsted á Snaps og Gústi bakari úr Brauð og co. sjá um hann. Þeir eru með mjög góðar og ferskar hugmyndir, við leyfum þeim auðvitað bara að tilkynna það á sínum forsendum. Þeir munu opna á sama tíma og við,“ segir Jón. „Það er mjög spennandi að fá þá inn. Þetta eru reynslumiklir menn sem hafa sýnt það og sannað að þeir gera þetta vel. Þetta verður ekki á sama verðbili og Dill, þetta verður aðeins aðgengilegra en alveg jafn gott,“ segir Ásgeir.Seldi Messann Jón hefur líka reynslu í veitingabransanum en hann stofnaði veitingastaðinn Messann við Lækjargötu, og síðar útibú hans úti á Granda. Staðurinn var rómaður fyrir góða fiskrétti en Jón starfaði á sínum tíma í Tjöruhúsinu vestur á Ísafirði þar sem hann lærði hjá Magga frænda sínum að elda góðan fisk. Tjöruhúsið þykir einn allra besti fiskiveitingastaður landsins, og þótt víðar væri leitað. „Ég hef ekki rætt það opinberlega að ég er búinn að selja Messann. Meðeigandi minn keypti mig út þannig að ég hætti þar fyrir nokkrum mánuðum. Þann 21. nóvember er svo komið ár síðan að ég fór í bráðauppskurð á Landspítalanum eftir að í ljós kom að ég var með stærðarinnar heilaæxli. Ef ég hefði verið í þessu viðtali fyrir ári þá hefði ég algjörlega verið í ruglinu. Ég man ekki neitt frá þessum tíma,“ segir Jón.Hélt þetta væri kulnun Eftir því sem veikindin ágerðust varð hann ólíkari sjálfum sér og átti við mikil veikindi stríða áður en kom í ljós hversu alvarleg ástand hans var. Hann skrifaði bæði líðan og hegðun á kulnun. „Ég hélt að þetta væri mögulega bara vöðvabólga. Þrír læknar sögðu við mig að þetta væri einmitt líklegast vöðvabólga. En svo var á endanum gripið í taumana, ég var orðinn mjög ruglaður á þessum tímapunkti. Þá greip Nína, konan hans Gumma vinar míns, mig og fór með mig upp á spítala, en hún er að læra hjúkrunarfræði. Þarna vorum við konan mín með eins mánaðar gamlan dreng og hún eðlilega í brjóstaþoku og sjálf að reyna að halda sönsum, með nóg á sinni könnu,“ segir Jón. „Svo spilar auðvitað inn í að Jón er að eðlisfari mjög hvatvís og skemmtilegur maður, sem útskýrir eflaust hvernig þetta fór fram hjá okkur vinum hans að einhverju leyti. Breytingin á honum samanborið við þá breytingu sem æxlið hefði valdið hjá venjulegum manni er kannski ekki jafn mikil,“ segir Ásgeir og þeir hlæja saman. „Stundum hugsaði ég samt: „Mikið er hann Jón orðinn ruglaður!“ en svo kemur auðvitað í ljós að hann er með heilaæxli á stærð við sítrónu.“ „En sem betur fer var þetta góðkynja æxli og það var fjarlægt samdægurs í bráðaheilauppskurði. Þar sem ég man í raun ekkert eftir þessum tíma þá var mesta álagið á fólkinu í kringum mig,“ segir Jón og bætir við hve gífurlega þakklátur hann sé góðri fjölskyldu sinni og traustum vinum. „Ég var reyndar bara átta daga á spítalanum, sem er rosalegt miðað við hvað þetta var stór aðgerð. Hauskúpan var söguð og opnuð og æxlið fjarlægt en það lá ofan á heilanum og þrýsti á hann.“Þakka fyrir lífið Í kjölfarið neyddist Jón til að fara reglulega í segulómun og röntgen, sem gerir nafn nýja staðarins enn þá táknrænna. Fyrir stuttu fékk hann þær fréttir að allt liti vel út og hann þyrfti því einungis að mæta árlega í röntgen. Það má því í raun segja að hann fari úr því að fara í röntgen yfir í að fara á Röntgen. „Ég þarf bara að mæta árlega því aðgerðin gekk mjög vel, engar bólgur og ekkert að sjá. Annars vil ég líka segja: Lífið er núna, mig langar persónulega til að gera eitthvað skemmtilegt og þetta er alveg frábært verkefni. Ég er náttúrulega mjög hvatvís og með ADHD, þannig að ég hef verið að vasast í mörgu. En skemmtistaðir eru svo frábærir og það er gefandi að reka þá, því maður er auðvitað að skemmta fólki. Það er þá í raun vinnan manns að gera eitthvað fallegt og skemmtilegt fyrir fólk,“ segir Jón.Jón segist afar þakklátur fyrir að hafa átt góða fjölskyldu að og trausta vini þegar hann veiktist. Fréttablaðið/ErnirStefnan er að opna staðinn nú á fimmtudaginn, en þeir félagar standa í miklum framkvæmdum í húsnæðinu sem þeir vona að þeir nái að ljúka fyrir þann tíma. „Staðurinn opnar vonandi þá, á þakkargjörðardaginn. Við erum að þakka fyrir lífið,“ segir Jón. „Eins og hann segir, þetta er náttúrulega hugmyndin hans Jóns. Hann fær svo okkur, vini sína, með í þetta. Mig, Steinþór Helga og Snorra. Þó maður segi sjálfur frá þá eru þetta smá kanónur í þessum bransa, íslensku skemmtanalífi og veitingabransanum. Jón náttúrulega stofnaði Húrra, Bravó og Messann, ég var í Bryggjunni alveg frá upphafi ásamt því að vera framkvæmdastjóri Sónar í tvö ár og Innipúkans síðustu sex árin. Snorri stýrði viðburðum við góðan orðstír á tónleikastaðnum Húrra. Steinþór Helgi var viðburðastjóri CCP sem er náttúrulega flennistórt fyrirtæki. Þannig að auk þess að vera góðir vinir sem vilja skemmta fólki og skapa góðan stað, þá höfum við líka reynsluna sem þarf til að láta þetta ganga,“ segir Ásgeir. „Svo höfum við líka ólíkan bakgrunn. Miðað við þessa viku sem við höfum verið að vinna í þessu þá er þetta ótrúlega gott teymi,“ segir Jón og bætir við: „Við erum góðir vinir, en ég er um áratug eldri en þeir.“ „En þú ert samt svo ungur í anda,“ svarar Ásgeir. „Já, ég líka þroskaðist ekki neitt þar til ég varð 33 ára,“ segir Jón. „Við eigum nú eftir að sjá það gerast. Mætti segja að þú sért betri maður í dag?“ spyr Ásgeir vin sinn Jón. „Er það?“ svarar Jón og þeir skella báðir upp úr.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira