Sasha Baron Cohen: „Hitler hefði getað keypt áróðursauglýsingar á Facebook“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 10:53 Sasha Baron Cohen var gagnrýninn á stefnu Facebook í auglýsingamálum. getty/Astrid Stawiarz Breski grínistinn Sasha Baron Cohen segir að ef Facebook hafi verið til á fjórða áratugi síðustu aldar hefði Hitler geta nýtt sér miðilinn til að deila skoðunum sínum. Grínistinn gagnrýndi miðilinn í ræðu sem hann flutti í New York en þá gagnrýndi hann einnig Google, Twitter og YouTube fyrir að deila falsfréttum með notendum sínum. Twitter tilkynnti í lok október að pólitískar auglýsingar yrðu bannaðar á miðlinum frá og með 22. nóvember alþjóðlega. Fyrr í vikunni greindi Google einnig frá því að pólitískir auglýsendur fengju ekki leyfi til að beina auglýsingum að kjósendum með því að rýna í leitarsögu eða aðra þætti. Þá sé verið að þrýsta á Facebook í meira mæli til að fylgja þessu fordæmi. Þá sagði fyrirtækið í yfirlýsingu að Baron Cohen hafi mistúlkað stefnu fyrirtækisins og að hatursorðræða væri ekki heimiluð á samfélagsmiðlum þess. „Við bönnum fólk sem talar fyrir ofbeldi og við fjarlægjum hvern þann sem styður það. Enginn – þar á meðal stjórnmálamenn – getur talað fyrir eða auglýst hatur, ofbeldi eða fjöldamorð á Facebook,“ var bætt við í yfirlýsingunni.Segir Facebook dreifa lygum Baron Cohen talaði á ráðstefnunni Never is Now, sem var haldin á vegum Anti-Defamation Legue, og skaut hann á Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, sem varði ákvörðun fyrirtækisins í október að banna ekki pólitískar falsfréttir á miðlinum. „Ef þú borgar þeim mun Facebook deila hvaða pólitísku auglýsingu sem þú vilt, jafnvel þótt hún dreifi lygum. Þeir munu jafnvel hjálpa þér að beina lyginni að notendum til að hún hafi sem mest áhrif,“ sagði Baron Cohen. „Ef Facebook hefði verið til á fjórða áratugnum, hefði Hitler getað birt 30 sekúndna auglýsingar þar sem hann kynti „lausnir“ sínar vegna „gyðingavandans.“ Þá sagði Baron Cohen að kominn væri tími til að „endurhugsa tilgang samfélagsmiðla og hvernig þeir breiða út hatri, lygum og samsæriskenningum.“ Hann setti einnig spurningarmerki við þá staðhæfingu Zuckerbergs að Facebook væri brjóstvörn tjáningarfrelsis. „Ég held að við getum öll verið sammála um það að við ættum ekki að gefa hræsnurum og barnaníðingum pall til að viðra skoðanir sínar og til að nálgast fórnarlömb,“ bætti hann við. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Breski grínistinn Sasha Baron Cohen segir að ef Facebook hafi verið til á fjórða áratugi síðustu aldar hefði Hitler geta nýtt sér miðilinn til að deila skoðunum sínum. Grínistinn gagnrýndi miðilinn í ræðu sem hann flutti í New York en þá gagnrýndi hann einnig Google, Twitter og YouTube fyrir að deila falsfréttum með notendum sínum. Twitter tilkynnti í lok október að pólitískar auglýsingar yrðu bannaðar á miðlinum frá og með 22. nóvember alþjóðlega. Fyrr í vikunni greindi Google einnig frá því að pólitískir auglýsendur fengju ekki leyfi til að beina auglýsingum að kjósendum með því að rýna í leitarsögu eða aðra þætti. Þá sé verið að þrýsta á Facebook í meira mæli til að fylgja þessu fordæmi. Þá sagði fyrirtækið í yfirlýsingu að Baron Cohen hafi mistúlkað stefnu fyrirtækisins og að hatursorðræða væri ekki heimiluð á samfélagsmiðlum þess. „Við bönnum fólk sem talar fyrir ofbeldi og við fjarlægjum hvern þann sem styður það. Enginn – þar á meðal stjórnmálamenn – getur talað fyrir eða auglýst hatur, ofbeldi eða fjöldamorð á Facebook,“ var bætt við í yfirlýsingunni.Segir Facebook dreifa lygum Baron Cohen talaði á ráðstefnunni Never is Now, sem var haldin á vegum Anti-Defamation Legue, og skaut hann á Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, sem varði ákvörðun fyrirtækisins í október að banna ekki pólitískar falsfréttir á miðlinum. „Ef þú borgar þeim mun Facebook deila hvaða pólitísku auglýsingu sem þú vilt, jafnvel þótt hún dreifi lygum. Þeir munu jafnvel hjálpa þér að beina lyginni að notendum til að hún hafi sem mest áhrif,“ sagði Baron Cohen. „Ef Facebook hefði verið til á fjórða áratugnum, hefði Hitler getað birt 30 sekúndna auglýsingar þar sem hann kynti „lausnir“ sínar vegna „gyðingavandans.“ Þá sagði Baron Cohen að kominn væri tími til að „endurhugsa tilgang samfélagsmiðla og hvernig þeir breiða út hatri, lygum og samsæriskenningum.“ Hann setti einnig spurningarmerki við þá staðhæfingu Zuckerbergs að Facebook væri brjóstvörn tjáningarfrelsis. „Ég held að við getum öll verið sammála um það að við ættum ekki að gefa hræsnurum og barnaníðingum pall til að viðra skoðanir sínar og til að nálgast fórnarlömb,“ bætti hann við.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira