Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Sylvía Hall skrifar 23. nóvember 2019 12:22 Ekkert er vitað um hvað fór þeirra á milli en framkvæmdastjóri American Oversight segir gögnin sýna fram á skýra samskiptaslóð Giuliani og embættismanna. Vísir/Getty Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. Ekkert er vitað um efni samskipta þeirra en tölvupóstar sem fylgdu með gögnunum sýna að þeir ræddu saman í síma þann 27. og 29, mars í ár. Seinna símtalið átti sér stað eftir að starfsfólk Giuliani sendi tölvupóst á aðstoðarmann Trump þar sem var beðið um símanúmer Pompeo. Austin Evers, framkvæmdastjóri American Ovesight, segir augljóst hvers vegna Pompeo neitaði að afhenda þinginu þessi gögn þar sem þau sýni skýrt fram á samskiptaslóð frá Giuliani til skrifstofu forsetans og þaðan til Pompeo til þess að stýra „ófrægingarherferð“ gegn sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Marie Yocanovitch, sem vikið var úr embætti í maí. „Þetta er bara fyrsta umferð afhjúpana. Sönnunargögnin munu aðeins verða verri fyrir ríkisstjórnina á meðan steinveggur þeirra hrynur fyrir augum dómstóla,“ sagði Evers í yfirlýsingu. Yovanovitch bar vitni í opinberum vitnaleiðslum Bandaríkjaþings vegna rannsóknar þingsins á mögulegum embættisbrotum Trump. Hún sagði sér hafa verið bolað úr embætti fyrir að hafa reynt að telja Giuliani af því að biðja úkraínsk yfirvöld um aðsoð við að rannsaka Joe Biden. Telur hún að aðgerðir sínar gegn spillingu yfirvalda hafi reitt áhrifamikla Úkraínumenn til reiði sem hafi í kjölfarið reynt að víkja henni úr embætti. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. 21. nóvember 2019 23:30 Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. Ekkert er vitað um efni samskipta þeirra en tölvupóstar sem fylgdu með gögnunum sýna að þeir ræddu saman í síma þann 27. og 29, mars í ár. Seinna símtalið átti sér stað eftir að starfsfólk Giuliani sendi tölvupóst á aðstoðarmann Trump þar sem var beðið um símanúmer Pompeo. Austin Evers, framkvæmdastjóri American Ovesight, segir augljóst hvers vegna Pompeo neitaði að afhenda þinginu þessi gögn þar sem þau sýni skýrt fram á samskiptaslóð frá Giuliani til skrifstofu forsetans og þaðan til Pompeo til þess að stýra „ófrægingarherferð“ gegn sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Marie Yocanovitch, sem vikið var úr embætti í maí. „Þetta er bara fyrsta umferð afhjúpana. Sönnunargögnin munu aðeins verða verri fyrir ríkisstjórnina á meðan steinveggur þeirra hrynur fyrir augum dómstóla,“ sagði Evers í yfirlýsingu. Yovanovitch bar vitni í opinberum vitnaleiðslum Bandaríkjaþings vegna rannsóknar þingsins á mögulegum embættisbrotum Trump. Hún sagði sér hafa verið bolað úr embætti fyrir að hafa reynt að telja Giuliani af því að biðja úkraínsk yfirvöld um aðsoð við að rannsaka Joe Biden. Telur hún að aðgerðir sínar gegn spillingu yfirvalda hafi reitt áhrifamikla Úkraínumenn til reiði sem hafi í kjölfarið reynt að víkja henni úr embætti.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. 21. nóvember 2019 23:30 Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. 21. nóvember 2019 23:30
Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57
Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59
Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00