Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Sylvía Hall skrifar 23. nóvember 2019 12:22 Ekkert er vitað um hvað fór þeirra á milli en framkvæmdastjóri American Oversight segir gögnin sýna fram á skýra samskiptaslóð Giuliani og embættismanna. Vísir/Getty Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. Ekkert er vitað um efni samskipta þeirra en tölvupóstar sem fylgdu með gögnunum sýna að þeir ræddu saman í síma þann 27. og 29, mars í ár. Seinna símtalið átti sér stað eftir að starfsfólk Giuliani sendi tölvupóst á aðstoðarmann Trump þar sem var beðið um símanúmer Pompeo. Austin Evers, framkvæmdastjóri American Ovesight, segir augljóst hvers vegna Pompeo neitaði að afhenda þinginu þessi gögn þar sem þau sýni skýrt fram á samskiptaslóð frá Giuliani til skrifstofu forsetans og þaðan til Pompeo til þess að stýra „ófrægingarherferð“ gegn sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Marie Yocanovitch, sem vikið var úr embætti í maí. „Þetta er bara fyrsta umferð afhjúpana. Sönnunargögnin munu aðeins verða verri fyrir ríkisstjórnina á meðan steinveggur þeirra hrynur fyrir augum dómstóla,“ sagði Evers í yfirlýsingu. Yovanovitch bar vitni í opinberum vitnaleiðslum Bandaríkjaþings vegna rannsóknar þingsins á mögulegum embættisbrotum Trump. Hún sagði sér hafa verið bolað úr embætti fyrir að hafa reynt að telja Giuliani af því að biðja úkraínsk yfirvöld um aðsoð við að rannsaka Joe Biden. Telur hún að aðgerðir sínar gegn spillingu yfirvalda hafi reitt áhrifamikla Úkraínumenn til reiði sem hafi í kjölfarið reynt að víkja henni úr embætti. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. 21. nóvember 2019 23:30 Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. Ekkert er vitað um efni samskipta þeirra en tölvupóstar sem fylgdu með gögnunum sýna að þeir ræddu saman í síma þann 27. og 29, mars í ár. Seinna símtalið átti sér stað eftir að starfsfólk Giuliani sendi tölvupóst á aðstoðarmann Trump þar sem var beðið um símanúmer Pompeo. Austin Evers, framkvæmdastjóri American Ovesight, segir augljóst hvers vegna Pompeo neitaði að afhenda þinginu þessi gögn þar sem þau sýni skýrt fram á samskiptaslóð frá Giuliani til skrifstofu forsetans og þaðan til Pompeo til þess að stýra „ófrægingarherferð“ gegn sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Marie Yocanovitch, sem vikið var úr embætti í maí. „Þetta er bara fyrsta umferð afhjúpana. Sönnunargögnin munu aðeins verða verri fyrir ríkisstjórnina á meðan steinveggur þeirra hrynur fyrir augum dómstóla,“ sagði Evers í yfirlýsingu. Yovanovitch bar vitni í opinberum vitnaleiðslum Bandaríkjaþings vegna rannsóknar þingsins á mögulegum embættisbrotum Trump. Hún sagði sér hafa verið bolað úr embætti fyrir að hafa reynt að telja Giuliani af því að biðja úkraínsk yfirvöld um aðsoð við að rannsaka Joe Biden. Telur hún að aðgerðir sínar gegn spillingu yfirvalda hafi reitt áhrifamikla Úkraínumenn til reiði sem hafi í kjölfarið reynt að víkja henni úr embætti.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. 21. nóvember 2019 23:30 Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. 21. nóvember 2019 23:30
Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57
Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59
Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00