Lenti í bílveltu kasólétt af tvíburum: Örlagavaldur í lífi þeirra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:00 Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir er heimsótt í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Mynd/Hvar er best að búa? „Við vorum með plan en það varð sprenging í lífi okkar, sem ýtti okkur í allt aðra átt,“ segir Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum Othman Karoune og fjórum dætrum þeirra í hafnarborginni Essaouira í Marokkó. Þau hafa búið til skiptist á Íslandi og í Marokkó og eru viðmælendur Lóu Pind í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Í maí á síðasta ári voru Birta, Othman, eldri dætur þeirra tvær og yngri dæturnar ófæddar á leið frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur til að fara á frumsýninguna á bíómyndinni Kona fer í stríð sem faðir Birtu og Othman störfuðu við. Það var hávaðarok undir Hafnarfjalli sem feykti bílnum út af veginum. En bíllinn var ekki bara farartæki þeirra heldur líka heimili. Birta var þá komin 32 á vikur á leið með tvíbura og til stóð að keyra eftir fæðinguna til Suður-Frakklands þar sem þau ætluðu að dvelja á landareign sjálfsþurftarbónda. En þau plön breyttust þegar þau misstu heimili sitt í húsbílnum. Birta lýsir þessari örlagaveltu í lífi þeirra í myndskeiði úr þætti kvöldsins, sem hér fylgir. Mynd/Hvar er best að búa? Birta og Othman eru heimsótt til Essaouira í Marokkó, þar sem þau búa núna, í þriðja þætti af Hvar er best að búa? sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:10 í kvöld. „Hvar er best að búa?“ er átta þátta röð. Fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, meðal annars fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Þættirnir eru framleiddir af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Marokkó Tengdar fréttir Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33 Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
„Við vorum með plan en það varð sprenging í lífi okkar, sem ýtti okkur í allt aðra átt,“ segir Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum Othman Karoune og fjórum dætrum þeirra í hafnarborginni Essaouira í Marokkó. Þau hafa búið til skiptist á Íslandi og í Marokkó og eru viðmælendur Lóu Pind í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Í maí á síðasta ári voru Birta, Othman, eldri dætur þeirra tvær og yngri dæturnar ófæddar á leið frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur til að fara á frumsýninguna á bíómyndinni Kona fer í stríð sem faðir Birtu og Othman störfuðu við. Það var hávaðarok undir Hafnarfjalli sem feykti bílnum út af veginum. En bíllinn var ekki bara farartæki þeirra heldur líka heimili. Birta var þá komin 32 á vikur á leið með tvíbura og til stóð að keyra eftir fæðinguna til Suður-Frakklands þar sem þau ætluðu að dvelja á landareign sjálfsþurftarbónda. En þau plön breyttust þegar þau misstu heimili sitt í húsbílnum. Birta lýsir þessari örlagaveltu í lífi þeirra í myndskeiði úr þætti kvöldsins, sem hér fylgir. Mynd/Hvar er best að búa? Birta og Othman eru heimsótt til Essaouira í Marokkó, þar sem þau búa núna, í þriðja þætti af Hvar er best að búa? sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:10 í kvöld. „Hvar er best að búa?“ er átta þátta röð. Fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, meðal annars fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Þættirnir eru framleiddir af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Marokkó Tengdar fréttir Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33 Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33