Er fólk bara tölur? Þröstur Friðfinnsson skrifar 25. nóvember 2019 10:00 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VI.Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. Það snýst um einstaklinga, um lífsgæði, um samfellu byggðar í landinu og ekki síst um virðingu. Virðingu fyrir fólki, virðingu fyrir sögu, virðingu fyrir rétti einstaklinga, sjálfsvirðingu samfélaga. Að treysta ekki íbúum til að hafa sjálfir vit á hvort rétt sé að sameina þeirra sveitarfélag öðru er hrokafullt virðingarleysi. Markmið þingsályktunartillögu um sveitarfélög fara ágætlega saman með sýn íbúa um bjartari framtíð, því er þessi valdhroki óþarfur og skaðlegur. Þó Tjörnesingar séu ekki fjölmennt samfélag, eru þar sterkar hefðir. Þar býr fólk sem í áratugi hefur af óeigingirni og fyrir lítið endurgjald, unnið heilshugar fyrir sitt samfélag. Sýnt ráðdeild í rekstri og vel kunnað sínum fótum forráð. Sveitarfélagið hefur borið ábyrgð á þjónustu við íbúa, hvort sem hún hefur verið aðkeypt eða veitt af því sjálfu. Íbúar hafa lifað sáttir við sitt fyrirkomulag, það hefur að heldur ekki verið baggi á nágrönnum eða þjóðinni í heild. Tjörnesingar eru ekki margir, en þeir eru einstaklingar, Íslendingar, og hreint ekki ómerkilegri en aðrir. Þegar talað er um smærri sveitarfélög sem tölur, án þess að gæta að því að á bak við þær tölur er lifandi fólk, er því sýnd bæði óvirðing og hroki. Einn megin styrkleiki smárra samfélaga er samheldni. Kraftur og vilji til að hlaupa undir bagga þegar þörf er á, lítil krafa um mikla veraldlega umbun fyrir. Það eru margvísleg lífsgæði fólgin í búsetu í litlum samfélögum, s.s. nálægð við náttúru og auðlindir til lands og sjávar. Persónuleg tengsl milli íbúa eru sterk og félagsauður mikill og langvarandi. Ekki skyldi vanmeta þeirra framlag til okkar þjóðfélags, hvort sem horft er til mannauðs eða veraldlegs. Fjölbreytni í samfélagsgerð og búsetukostum er einn af styrkleikum okkar góða lands. Við megum ekki sóa þeim fjölbreytileika og þvinga byggðir allar til sömu hátta. Þó óbyggðir heilli marga, er landið þó mun meira virði þar sem byggðin er blómleg og margvísleg. Því ber að virða samfélögin, söguna og hlúa að fjölbreyttri búsetu til framtíðar. Lífsgæði mælast ekki bara í krónum og aurum, hið stóra er ekki endilega betra eða rétthærra en hið smáa. Eitt fegursta blóm sem á Íslandi vex er Gleym-mér-ei, um það trúi ég að fleiri séu mér sammála. Hún er ekki hrópandi á torgum, gnæfir ekki yfir, en hún á samt sinn sess og sína stöðu í okkar flóru. Með tali um að taka sjálfsákvörðunarrétt af íbúum minni sveitarfélaga með einu pennastriki, er sótt að réttindum þeirra, sjálfsvirðingu og hreinlega lífshamingju. Harkaleg stefna yfirvalda kemur sem köld hrokafull vatnsgusa í andlit þúsunda sem eru sátt við sitt nærsamfélag. Sem eru stolt af sínu byggðarlagi, sögu þess og stöðu, sem hafa hingað til getað horft bjartsýn til framtíðar. Óvarlegt tal þar sem ekki er skeytt um rök eða sannindi, tekur á íbúa margra minni sveitarfélaga. Það brýtur niður sjálfsmynd, það veikir vilja til góðra verka fyrir samfélagið og dregur bjartsýni og þrótt úr þessum samfélögum. Þetta gengur þvert gegn meginmarkmiðum þingsályktunartillögu um framtíð sveitarfélagastigsins. Þar er talað um sveitarfélögin sem hornstein lýðræðis og um styrkingu hinna dreifðu byggða til framtíðar. Ég skora á ráðamenn að láta af hrokafullu tali um tölur, þar sem ekki er skeytt um að á bak við þær er lifandi fólk með tilfinningar. Fólk sem hefur rétt til að vera fullgildir þegnar í samfélagi okkar, með sama rétt og hver annar til að hafa áhrif á sína framtíð og sinna byggðarlaga. Lýðræðið endar ekki við einhverja órökstudda tölu, það á að vera allra.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00 Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15 Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VI.Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. Það snýst um einstaklinga, um lífsgæði, um samfellu byggðar í landinu og ekki síst um virðingu. Virðingu fyrir fólki, virðingu fyrir sögu, virðingu fyrir rétti einstaklinga, sjálfsvirðingu samfélaga. Að treysta ekki íbúum til að hafa sjálfir vit á hvort rétt sé að sameina þeirra sveitarfélag öðru er hrokafullt virðingarleysi. Markmið þingsályktunartillögu um sveitarfélög fara ágætlega saman með sýn íbúa um bjartari framtíð, því er þessi valdhroki óþarfur og skaðlegur. Þó Tjörnesingar séu ekki fjölmennt samfélag, eru þar sterkar hefðir. Þar býr fólk sem í áratugi hefur af óeigingirni og fyrir lítið endurgjald, unnið heilshugar fyrir sitt samfélag. Sýnt ráðdeild í rekstri og vel kunnað sínum fótum forráð. Sveitarfélagið hefur borið ábyrgð á þjónustu við íbúa, hvort sem hún hefur verið aðkeypt eða veitt af því sjálfu. Íbúar hafa lifað sáttir við sitt fyrirkomulag, það hefur að heldur ekki verið baggi á nágrönnum eða þjóðinni í heild. Tjörnesingar eru ekki margir, en þeir eru einstaklingar, Íslendingar, og hreint ekki ómerkilegri en aðrir. Þegar talað er um smærri sveitarfélög sem tölur, án þess að gæta að því að á bak við þær tölur er lifandi fólk, er því sýnd bæði óvirðing og hroki. Einn megin styrkleiki smárra samfélaga er samheldni. Kraftur og vilji til að hlaupa undir bagga þegar þörf er á, lítil krafa um mikla veraldlega umbun fyrir. Það eru margvísleg lífsgæði fólgin í búsetu í litlum samfélögum, s.s. nálægð við náttúru og auðlindir til lands og sjávar. Persónuleg tengsl milli íbúa eru sterk og félagsauður mikill og langvarandi. Ekki skyldi vanmeta þeirra framlag til okkar þjóðfélags, hvort sem horft er til mannauðs eða veraldlegs. Fjölbreytni í samfélagsgerð og búsetukostum er einn af styrkleikum okkar góða lands. Við megum ekki sóa þeim fjölbreytileika og þvinga byggðir allar til sömu hátta. Þó óbyggðir heilli marga, er landið þó mun meira virði þar sem byggðin er blómleg og margvísleg. Því ber að virða samfélögin, söguna og hlúa að fjölbreyttri búsetu til framtíðar. Lífsgæði mælast ekki bara í krónum og aurum, hið stóra er ekki endilega betra eða rétthærra en hið smáa. Eitt fegursta blóm sem á Íslandi vex er Gleym-mér-ei, um það trúi ég að fleiri séu mér sammála. Hún er ekki hrópandi á torgum, gnæfir ekki yfir, en hún á samt sinn sess og sína stöðu í okkar flóru. Með tali um að taka sjálfsákvörðunarrétt af íbúum minni sveitarfélaga með einu pennastriki, er sótt að réttindum þeirra, sjálfsvirðingu og hreinlega lífshamingju. Harkaleg stefna yfirvalda kemur sem köld hrokafull vatnsgusa í andlit þúsunda sem eru sátt við sitt nærsamfélag. Sem eru stolt af sínu byggðarlagi, sögu þess og stöðu, sem hafa hingað til getað horft bjartsýn til framtíðar. Óvarlegt tal þar sem ekki er skeytt um rök eða sannindi, tekur á íbúa margra minni sveitarfélaga. Það brýtur niður sjálfsmynd, það veikir vilja til góðra verka fyrir samfélagið og dregur bjartsýni og þrótt úr þessum samfélögum. Þetta gengur þvert gegn meginmarkmiðum þingsályktunartillögu um framtíð sveitarfélagastigsins. Þar er talað um sveitarfélögin sem hornstein lýðræðis og um styrkingu hinna dreifðu byggða til framtíðar. Ég skora á ráðamenn að láta af hrokafullu tali um tölur, þar sem ekki er skeytt um að á bak við þær er lifandi fólk með tilfinningar. Fólk sem hefur rétt til að vera fullgildir þegnar í samfélagi okkar, með sama rétt og hver annar til að hafa áhrif á sína framtíð og sinna byggðarlaga. Lýðræðið endar ekki við einhverja órökstudda tölu, það á að vera allra.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00
Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15
Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun