Er fólk bara tölur? Þröstur Friðfinnsson skrifar 25. nóvember 2019 10:00 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VI.Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. Það snýst um einstaklinga, um lífsgæði, um samfellu byggðar í landinu og ekki síst um virðingu. Virðingu fyrir fólki, virðingu fyrir sögu, virðingu fyrir rétti einstaklinga, sjálfsvirðingu samfélaga. Að treysta ekki íbúum til að hafa sjálfir vit á hvort rétt sé að sameina þeirra sveitarfélag öðru er hrokafullt virðingarleysi. Markmið þingsályktunartillögu um sveitarfélög fara ágætlega saman með sýn íbúa um bjartari framtíð, því er þessi valdhroki óþarfur og skaðlegur. Þó Tjörnesingar séu ekki fjölmennt samfélag, eru þar sterkar hefðir. Þar býr fólk sem í áratugi hefur af óeigingirni og fyrir lítið endurgjald, unnið heilshugar fyrir sitt samfélag. Sýnt ráðdeild í rekstri og vel kunnað sínum fótum forráð. Sveitarfélagið hefur borið ábyrgð á þjónustu við íbúa, hvort sem hún hefur verið aðkeypt eða veitt af því sjálfu. Íbúar hafa lifað sáttir við sitt fyrirkomulag, það hefur að heldur ekki verið baggi á nágrönnum eða þjóðinni í heild. Tjörnesingar eru ekki margir, en þeir eru einstaklingar, Íslendingar, og hreint ekki ómerkilegri en aðrir. Þegar talað er um smærri sveitarfélög sem tölur, án þess að gæta að því að á bak við þær tölur er lifandi fólk, er því sýnd bæði óvirðing og hroki. Einn megin styrkleiki smárra samfélaga er samheldni. Kraftur og vilji til að hlaupa undir bagga þegar þörf er á, lítil krafa um mikla veraldlega umbun fyrir. Það eru margvísleg lífsgæði fólgin í búsetu í litlum samfélögum, s.s. nálægð við náttúru og auðlindir til lands og sjávar. Persónuleg tengsl milli íbúa eru sterk og félagsauður mikill og langvarandi. Ekki skyldi vanmeta þeirra framlag til okkar þjóðfélags, hvort sem horft er til mannauðs eða veraldlegs. Fjölbreytni í samfélagsgerð og búsetukostum er einn af styrkleikum okkar góða lands. Við megum ekki sóa þeim fjölbreytileika og þvinga byggðir allar til sömu hátta. Þó óbyggðir heilli marga, er landið þó mun meira virði þar sem byggðin er blómleg og margvísleg. Því ber að virða samfélögin, söguna og hlúa að fjölbreyttri búsetu til framtíðar. Lífsgæði mælast ekki bara í krónum og aurum, hið stóra er ekki endilega betra eða rétthærra en hið smáa. Eitt fegursta blóm sem á Íslandi vex er Gleym-mér-ei, um það trúi ég að fleiri séu mér sammála. Hún er ekki hrópandi á torgum, gnæfir ekki yfir, en hún á samt sinn sess og sína stöðu í okkar flóru. Með tali um að taka sjálfsákvörðunarrétt af íbúum minni sveitarfélaga með einu pennastriki, er sótt að réttindum þeirra, sjálfsvirðingu og hreinlega lífshamingju. Harkaleg stefna yfirvalda kemur sem köld hrokafull vatnsgusa í andlit þúsunda sem eru sátt við sitt nærsamfélag. Sem eru stolt af sínu byggðarlagi, sögu þess og stöðu, sem hafa hingað til getað horft bjartsýn til framtíðar. Óvarlegt tal þar sem ekki er skeytt um rök eða sannindi, tekur á íbúa margra minni sveitarfélaga. Það brýtur niður sjálfsmynd, það veikir vilja til góðra verka fyrir samfélagið og dregur bjartsýni og þrótt úr þessum samfélögum. Þetta gengur þvert gegn meginmarkmiðum þingsályktunartillögu um framtíð sveitarfélagastigsins. Þar er talað um sveitarfélögin sem hornstein lýðræðis og um styrkingu hinna dreifðu byggða til framtíðar. Ég skora á ráðamenn að láta af hrokafullu tali um tölur, þar sem ekki er skeytt um að á bak við þær er lifandi fólk með tilfinningar. Fólk sem hefur rétt til að vera fullgildir þegnar í samfélagi okkar, með sama rétt og hver annar til að hafa áhrif á sína framtíð og sinna byggðarlaga. Lýðræðið endar ekki við einhverja órökstudda tölu, það á að vera allra.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00 Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15 Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15 Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VI.Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. Það snýst um einstaklinga, um lífsgæði, um samfellu byggðar í landinu og ekki síst um virðingu. Virðingu fyrir fólki, virðingu fyrir sögu, virðingu fyrir rétti einstaklinga, sjálfsvirðingu samfélaga. Að treysta ekki íbúum til að hafa sjálfir vit á hvort rétt sé að sameina þeirra sveitarfélag öðru er hrokafullt virðingarleysi. Markmið þingsályktunartillögu um sveitarfélög fara ágætlega saman með sýn íbúa um bjartari framtíð, því er þessi valdhroki óþarfur og skaðlegur. Þó Tjörnesingar séu ekki fjölmennt samfélag, eru þar sterkar hefðir. Þar býr fólk sem í áratugi hefur af óeigingirni og fyrir lítið endurgjald, unnið heilshugar fyrir sitt samfélag. Sýnt ráðdeild í rekstri og vel kunnað sínum fótum forráð. Sveitarfélagið hefur borið ábyrgð á þjónustu við íbúa, hvort sem hún hefur verið aðkeypt eða veitt af því sjálfu. Íbúar hafa lifað sáttir við sitt fyrirkomulag, það hefur að heldur ekki verið baggi á nágrönnum eða þjóðinni í heild. Tjörnesingar eru ekki margir, en þeir eru einstaklingar, Íslendingar, og hreint ekki ómerkilegri en aðrir. Þegar talað er um smærri sveitarfélög sem tölur, án þess að gæta að því að á bak við þær tölur er lifandi fólk, er því sýnd bæði óvirðing og hroki. Einn megin styrkleiki smárra samfélaga er samheldni. Kraftur og vilji til að hlaupa undir bagga þegar þörf er á, lítil krafa um mikla veraldlega umbun fyrir. Það eru margvísleg lífsgæði fólgin í búsetu í litlum samfélögum, s.s. nálægð við náttúru og auðlindir til lands og sjávar. Persónuleg tengsl milli íbúa eru sterk og félagsauður mikill og langvarandi. Ekki skyldi vanmeta þeirra framlag til okkar þjóðfélags, hvort sem horft er til mannauðs eða veraldlegs. Fjölbreytni í samfélagsgerð og búsetukostum er einn af styrkleikum okkar góða lands. Við megum ekki sóa þeim fjölbreytileika og þvinga byggðir allar til sömu hátta. Þó óbyggðir heilli marga, er landið þó mun meira virði þar sem byggðin er blómleg og margvísleg. Því ber að virða samfélögin, söguna og hlúa að fjölbreyttri búsetu til framtíðar. Lífsgæði mælast ekki bara í krónum og aurum, hið stóra er ekki endilega betra eða rétthærra en hið smáa. Eitt fegursta blóm sem á Íslandi vex er Gleym-mér-ei, um það trúi ég að fleiri séu mér sammála. Hún er ekki hrópandi á torgum, gnæfir ekki yfir, en hún á samt sinn sess og sína stöðu í okkar flóru. Með tali um að taka sjálfsákvörðunarrétt af íbúum minni sveitarfélaga með einu pennastriki, er sótt að réttindum þeirra, sjálfsvirðingu og hreinlega lífshamingju. Harkaleg stefna yfirvalda kemur sem köld hrokafull vatnsgusa í andlit þúsunda sem eru sátt við sitt nærsamfélag. Sem eru stolt af sínu byggðarlagi, sögu þess og stöðu, sem hafa hingað til getað horft bjartsýn til framtíðar. Óvarlegt tal þar sem ekki er skeytt um rök eða sannindi, tekur á íbúa margra minni sveitarfélaga. Það brýtur niður sjálfsmynd, það veikir vilja til góðra verka fyrir samfélagið og dregur bjartsýni og þrótt úr þessum samfélögum. Þetta gengur þvert gegn meginmarkmiðum þingsályktunartillögu um framtíð sveitarfélagastigsins. Þar er talað um sveitarfélögin sem hornstein lýðræðis og um styrkingu hinna dreifðu byggða til framtíðar. Ég skora á ráðamenn að láta af hrokafullu tali um tölur, þar sem ekki er skeytt um að á bak við þær er lifandi fólk með tilfinningar. Fólk sem hefur rétt til að vera fullgildir þegnar í samfélagi okkar, með sama rétt og hver annar til að hafa áhrif á sína framtíð og sinna byggðarlaga. Lýðræðið endar ekki við einhverja órökstudda tölu, það á að vera allra.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00
Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15
Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun