Strákarnir féllu fyrir starfi leikskólakennara og mæla með Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2019 11:00 Leikskólar eru skemmtilegir og gefandi vinnustaðir. Austurborg er leikskóli sem rekinn er af Reykjavíkurborg og hefur verið starfandi frá 1. júlí 1974. Skólanum hefur alltaf fylgt skemmtileg og fjörug starfsmannadeild að sögn starfsmanna en í Austurborg eru karlmenn tólf af 28 starfsmönnum. Á leikskólanum eru 97 börn frá 18 mánaða aldri. Mikil aukning hefur verið á meðal karlmanna í stafi leikskólakennara og því áhugavert að fá að sjá starfið frá þeirra hlið og af hverju þeir velja að verða leikskólakennarst. „Þetta var afskaplega handahófskennt árið 2010. Ég ætlaði bara að fara að vinna einhvers staðar af því að við konan ætluðum að fara að kaupa okkur hús. Ég þurfti þrjá launaseðla til að geta tekið lán. Og ég er bara búinn að vera hérna síðan,“ segir Ísleifur Örn Garðarsson. „Mig langaði í sumarfrí. Langaði í sumarvinnu með sumarfríi líka, það var árið 2013,“ segir Jón Arnar Ólafsson. Hann hafi verið í starfinu eitt ár í einu þar til hann fyndi eitthvað annað. „En svo var ég búinn að vera of lengi í þessu og bara um að gera að fara í nám.“ Snæbjörn Stefánsson var tiltölulega nýbúinn í menntaskóla og aðallega starfað í skyndibitaiðnaðinum þegar hann réð sig til starfa á Austurborg. „Ég hafði unnið á nokkrum sumarnámskeiðum og vissi að ég hefði áhuga á að vinna á leiksólum. Kærastan mín var að vinna á leikskóla á þessum tíma svo ég ákvað bara að kýla á það. Sótti um á nokkrum og þessi leikskóli var sá eini sem svaraði mér. Svo ég endaði hér.“ Þegar leikskólaleiðbeinendur á Austurborg voru spurðir af hverju karlar ættu að verða leikskólakennarar var svarið einfalt. Af hverju ekki? Þar er líklegt að þú getir nýtt þér þínar sterkustu hliðar hverjar sem þær eru og með því að starfa í leikskóla getur þú tekið þátt í að móta framtíðina á hverjum degi. Þá segjast karlarnir sína nálgun á starfið svo ólíka og hjá konunum. Þeir eru stoltir af starfinu sínu og segja leikskólann einstakan. Snæbjörn hvetur stráka á sínum aldri til að vinna á leikskóla. Þetta sé góð reynsla sem passi vel á ferilskrána. Ísleifur Örn segir starfið alls ekki snúast um að vera kona eða karl. Skemmtilegt fólk vinni á leikskóla óháð því af hvaða kyni það sé. „Ég held að það besta í þessu starfi er að ég bíð ekki mánuð eftir mánuð eftir launaseðlinum að sjá hvað ég get komist í gott frí. Mér finnst ógeðslega gaman að komast í vinnuna að vinna með börnum. Við erum heppin að vera með alla þessa karlmenn því við erum ógeðslega flottar og skemmtilegar konur líka. Ekki afskrifa fyrsta leikskólann sem þið vinnið á og segjast aldrei ætla að vinna aftur á leikskóla. Það getur vel verið að rétti leikskólinn sé handan við hornið,“ segir Ísleifur Örn. Börn og uppeldi Ísland í dag Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
Leikskólar eru skemmtilegir og gefandi vinnustaðir. Austurborg er leikskóli sem rekinn er af Reykjavíkurborg og hefur verið starfandi frá 1. júlí 1974. Skólanum hefur alltaf fylgt skemmtileg og fjörug starfsmannadeild að sögn starfsmanna en í Austurborg eru karlmenn tólf af 28 starfsmönnum. Á leikskólanum eru 97 börn frá 18 mánaða aldri. Mikil aukning hefur verið á meðal karlmanna í stafi leikskólakennara og því áhugavert að fá að sjá starfið frá þeirra hlið og af hverju þeir velja að verða leikskólakennarst. „Þetta var afskaplega handahófskennt árið 2010. Ég ætlaði bara að fara að vinna einhvers staðar af því að við konan ætluðum að fara að kaupa okkur hús. Ég þurfti þrjá launaseðla til að geta tekið lán. Og ég er bara búinn að vera hérna síðan,“ segir Ísleifur Örn Garðarsson. „Mig langaði í sumarfrí. Langaði í sumarvinnu með sumarfríi líka, það var árið 2013,“ segir Jón Arnar Ólafsson. Hann hafi verið í starfinu eitt ár í einu þar til hann fyndi eitthvað annað. „En svo var ég búinn að vera of lengi í þessu og bara um að gera að fara í nám.“ Snæbjörn Stefánsson var tiltölulega nýbúinn í menntaskóla og aðallega starfað í skyndibitaiðnaðinum þegar hann réð sig til starfa á Austurborg. „Ég hafði unnið á nokkrum sumarnámskeiðum og vissi að ég hefði áhuga á að vinna á leiksólum. Kærastan mín var að vinna á leikskóla á þessum tíma svo ég ákvað bara að kýla á það. Sótti um á nokkrum og þessi leikskóli var sá eini sem svaraði mér. Svo ég endaði hér.“ Þegar leikskólaleiðbeinendur á Austurborg voru spurðir af hverju karlar ættu að verða leikskólakennarar var svarið einfalt. Af hverju ekki? Þar er líklegt að þú getir nýtt þér þínar sterkustu hliðar hverjar sem þær eru og með því að starfa í leikskóla getur þú tekið þátt í að móta framtíðina á hverjum degi. Þá segjast karlarnir sína nálgun á starfið svo ólíka og hjá konunum. Þeir eru stoltir af starfinu sínu og segja leikskólann einstakan. Snæbjörn hvetur stráka á sínum aldri til að vinna á leikskóla. Þetta sé góð reynsla sem passi vel á ferilskrána. Ísleifur Örn segir starfið alls ekki snúast um að vera kona eða karl. Skemmtilegt fólk vinni á leikskóla óháð því af hvaða kyni það sé. „Ég held að það besta í þessu starfi er að ég bíð ekki mánuð eftir mánuð eftir launaseðlinum að sjá hvað ég get komist í gott frí. Mér finnst ógeðslega gaman að komast í vinnuna að vinna með börnum. Við erum heppin að vera með alla þessa karlmenn því við erum ógeðslega flottar og skemmtilegar konur líka. Ekki afskrifa fyrsta leikskólann sem þið vinnið á og segjast aldrei ætla að vinna aftur á leikskóla. Það getur vel verið að rétti leikskólinn sé handan við hornið,“ segir Ísleifur Örn.
Börn og uppeldi Ísland í dag Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira