Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2019 08:53 Pedro Sanches, leiðtogi Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Getty Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins.BBC greinir frá því að 95 prósent þeirra flokksmanna Esquerra Republicana de Catalunya (ERC) sem greiddu atkvæði hafi lýst yfir stuðningi við tillöguna. ERC er einn þeirra flokka sem er í oddastöðu á spænska þinginu eftir kosningarnar fyrr í mánuðinum þar sem Sósíalistaflokki Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra, mistókst að ná meirihluta. Spænskir fjölmiðlar segja að fulltrúar ERC ætli nú að hefja viðræður við Sósíalista um mögulegan stuðning við stjórn Sanchez. Sósíalistar vinna nú að því ásamt Podemos-flokknum að mynda nýja stjórn. Saman eru flokkarnir tveir með 155 þingsæti, en 176 krefst til þess að vera með meirihluta á þinginu. Þingflokkur ERC telur þrettán þingmenn. Takist Sanchez að fá einhvern af smærri vinstriflokkunum eða þjóðernisflokki Baska einnig að borðinu gæti hann því leitt ríkisstjórn áfram. Sanchez tók við embætti forsætisráðherra Spánar í júní 2018. Sósíalistaflokkurinn hefur talað gegn því að veita Katalónum löglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Þó hefur flokkurinn viðurkennt að bæði Katalónía og Baskaland séu ekki einungis héröð, heldur lifi þar sérstakar þjóðir. Oriol Junqueras er leiðtogi ERC, en Junqueras var dæmdur í fangelsi í haust fyrir aðkomu sína að þjóðaratkvæðagreiðslunni í Katalóníu árið 2017 sem dæmd var ólögleg. ERC er jafnaðarmannaflokkur og hlaut þremur þingsætum fleiri en hægrisinnaði aðskilnaðarflokkur Katalóna, Junts per Catalunya. Kosningarnar á Spáni fyrr í mánuðinum voru þær fjórðu í landinu á fjórum árum og aðrar kosningarnar á þessu ári. Hægriflokkar bættu við sig fylgi, sérstaklega hægriöfgaflokkurinn Vox, en Sósíalistaflokkurinn er þó áfram stærstur á þingi. Ný könnun á vegum héraðsstjórnar Katalóníu bendir til að dregið hafi úr stuðningi við sjálfstæði héraðsins. Þannig segjast 48,8 prósent aðspurðra vera mótfallin sjálfstæði, en 41,9 prósent fylgjandi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins.BBC greinir frá því að 95 prósent þeirra flokksmanna Esquerra Republicana de Catalunya (ERC) sem greiddu atkvæði hafi lýst yfir stuðningi við tillöguna. ERC er einn þeirra flokka sem er í oddastöðu á spænska þinginu eftir kosningarnar fyrr í mánuðinum þar sem Sósíalistaflokki Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra, mistókst að ná meirihluta. Spænskir fjölmiðlar segja að fulltrúar ERC ætli nú að hefja viðræður við Sósíalista um mögulegan stuðning við stjórn Sanchez. Sósíalistar vinna nú að því ásamt Podemos-flokknum að mynda nýja stjórn. Saman eru flokkarnir tveir með 155 þingsæti, en 176 krefst til þess að vera með meirihluta á þinginu. Þingflokkur ERC telur þrettán þingmenn. Takist Sanchez að fá einhvern af smærri vinstriflokkunum eða þjóðernisflokki Baska einnig að borðinu gæti hann því leitt ríkisstjórn áfram. Sanchez tók við embætti forsætisráðherra Spánar í júní 2018. Sósíalistaflokkurinn hefur talað gegn því að veita Katalónum löglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Þó hefur flokkurinn viðurkennt að bæði Katalónía og Baskaland séu ekki einungis héröð, heldur lifi þar sérstakar þjóðir. Oriol Junqueras er leiðtogi ERC, en Junqueras var dæmdur í fangelsi í haust fyrir aðkomu sína að þjóðaratkvæðagreiðslunni í Katalóníu árið 2017 sem dæmd var ólögleg. ERC er jafnaðarmannaflokkur og hlaut þremur þingsætum fleiri en hægrisinnaði aðskilnaðarflokkur Katalóna, Junts per Catalunya. Kosningarnar á Spáni fyrr í mánuðinum voru þær fjórðu í landinu á fjórum árum og aðrar kosningarnar á þessu ári. Hægriflokkar bættu við sig fylgi, sérstaklega hægriöfgaflokkurinn Vox, en Sósíalistaflokkurinn er þó áfram stærstur á þingi. Ný könnun á vegum héraðsstjórnar Katalóníu bendir til að dregið hafi úr stuðningi við sjálfstæði héraðsins. Þannig segjast 48,8 prósent aðspurðra vera mótfallin sjálfstæði, en 41,9 prósent fylgjandi.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21
Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15