Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2019 08:53 Pedro Sanches, leiðtogi Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Getty Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins.BBC greinir frá því að 95 prósent þeirra flokksmanna Esquerra Republicana de Catalunya (ERC) sem greiddu atkvæði hafi lýst yfir stuðningi við tillöguna. ERC er einn þeirra flokka sem er í oddastöðu á spænska þinginu eftir kosningarnar fyrr í mánuðinum þar sem Sósíalistaflokki Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra, mistókst að ná meirihluta. Spænskir fjölmiðlar segja að fulltrúar ERC ætli nú að hefja viðræður við Sósíalista um mögulegan stuðning við stjórn Sanchez. Sósíalistar vinna nú að því ásamt Podemos-flokknum að mynda nýja stjórn. Saman eru flokkarnir tveir með 155 þingsæti, en 176 krefst til þess að vera með meirihluta á þinginu. Þingflokkur ERC telur þrettán þingmenn. Takist Sanchez að fá einhvern af smærri vinstriflokkunum eða þjóðernisflokki Baska einnig að borðinu gæti hann því leitt ríkisstjórn áfram. Sanchez tók við embætti forsætisráðherra Spánar í júní 2018. Sósíalistaflokkurinn hefur talað gegn því að veita Katalónum löglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Þó hefur flokkurinn viðurkennt að bæði Katalónía og Baskaland séu ekki einungis héröð, heldur lifi þar sérstakar þjóðir. Oriol Junqueras er leiðtogi ERC, en Junqueras var dæmdur í fangelsi í haust fyrir aðkomu sína að þjóðaratkvæðagreiðslunni í Katalóníu árið 2017 sem dæmd var ólögleg. ERC er jafnaðarmannaflokkur og hlaut þremur þingsætum fleiri en hægrisinnaði aðskilnaðarflokkur Katalóna, Junts per Catalunya. Kosningarnar á Spáni fyrr í mánuðinum voru þær fjórðu í landinu á fjórum árum og aðrar kosningarnar á þessu ári. Hægriflokkar bættu við sig fylgi, sérstaklega hægriöfgaflokkurinn Vox, en Sósíalistaflokkurinn er þó áfram stærstur á þingi. Ný könnun á vegum héraðsstjórnar Katalóníu bendir til að dregið hafi úr stuðningi við sjálfstæði héraðsins. Þannig segjast 48,8 prósent aðspurðra vera mótfallin sjálfstæði, en 41,9 prósent fylgjandi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins.BBC greinir frá því að 95 prósent þeirra flokksmanna Esquerra Republicana de Catalunya (ERC) sem greiddu atkvæði hafi lýst yfir stuðningi við tillöguna. ERC er einn þeirra flokka sem er í oddastöðu á spænska þinginu eftir kosningarnar fyrr í mánuðinum þar sem Sósíalistaflokki Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra, mistókst að ná meirihluta. Spænskir fjölmiðlar segja að fulltrúar ERC ætli nú að hefja viðræður við Sósíalista um mögulegan stuðning við stjórn Sanchez. Sósíalistar vinna nú að því ásamt Podemos-flokknum að mynda nýja stjórn. Saman eru flokkarnir tveir með 155 þingsæti, en 176 krefst til þess að vera með meirihluta á þinginu. Þingflokkur ERC telur þrettán þingmenn. Takist Sanchez að fá einhvern af smærri vinstriflokkunum eða þjóðernisflokki Baska einnig að borðinu gæti hann því leitt ríkisstjórn áfram. Sanchez tók við embætti forsætisráðherra Spánar í júní 2018. Sósíalistaflokkurinn hefur talað gegn því að veita Katalónum löglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Þó hefur flokkurinn viðurkennt að bæði Katalónía og Baskaland séu ekki einungis héröð, heldur lifi þar sérstakar þjóðir. Oriol Junqueras er leiðtogi ERC, en Junqueras var dæmdur í fangelsi í haust fyrir aðkomu sína að þjóðaratkvæðagreiðslunni í Katalóníu árið 2017 sem dæmd var ólögleg. ERC er jafnaðarmannaflokkur og hlaut þremur þingsætum fleiri en hægrisinnaði aðskilnaðarflokkur Katalóna, Junts per Catalunya. Kosningarnar á Spáni fyrr í mánuðinum voru þær fjórðu í landinu á fjórum árum og aðrar kosningarnar á þessu ári. Hægriflokkar bættu við sig fylgi, sérstaklega hægriöfgaflokkurinn Vox, en Sósíalistaflokkurinn er þó áfram stærstur á þingi. Ný könnun á vegum héraðsstjórnar Katalóníu bendir til að dregið hafi úr stuðningi við sjálfstæði héraðsins. Þannig segjast 48,8 prósent aðspurðra vera mótfallin sjálfstæði, en 41,9 prósent fylgjandi.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21
Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent