Flug milli Kína og Keflavíkur hefst í vor Davíð Stefánsson skrifar 27. nóvember 2019 06:15 Kínverska flug félagið Juneyao Air mun í lok mars hefja flug milli Keflavíkur og Sjanghæ, með viðkomu í Helsinki. Þetta staðfestir Xu Xiang, forstöðumaður félagsins á Norðurlöndum. Flogið verður tvisvar í viku allt árið en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að um 20 þúsund farþegar verði fluttir til landsins á næsta ári. Xu segir að Juneyao Air hafi verið að byggja upp sterkar tengingar við Evrópu. Félagið vinni nú þegar náið með Finnair en vilji sé til þess að auka umsvifin á Norðurlöndum. Þá hafi félagið fundið fyrir miklum áhuga kínverskra ferðalanga á Íslandi. Þess vegna séu mikil tækifæri fólgin í flugi til Íslands. „Í dag eru að koma til Íslands um 100 þúsund kínverskir farþegar. Við áætlum að um 20 þúsund farþegar á okkar vegum komi til landsins á næsta ári. Við viljum verða fyrstir til að bjóða upp á beint flug milli landanna. Eftir það gerum við ráð fyrir 10 prósenta árlegri aukningu,“ segir Xu. Aðspurður segir Xu að Juneyao sé ekki lággjaldaflugfélag. „Við bjóðum fulla þjónustu og erum fjögurra stjörnu flugfélag. Í leiðakerfi okkar eru um 160 flugleiðir sem tengja stærstu borgir Kína við nágrannaríkin. Á síðasta ári fluttum við yfir 18 milljónir farþega,“ segir Xu. Félagið, sem var stofnað 2006, rekur nú um 72 vélar en flotinn samanstendur af Airbus A320 og Boeing 787 Dreamliner vélum. Xeng Dewei, sem mun stýra starfsemi Juneyao Air á Íslandi, segist vona að Íslendingar verði meðal viðskiptavina og heimsæki Kína á næsta ári. „Það er okkur mikilvægt. Flugið frá Íslandi til Kína er langt og við erum flugfélag sem býður fulla þjónustu.“ Flogið verður með Boeing 787 Dreamliner vélum en í boði verða sæti í almennu farrými og viðskiptafarrými. Verð á flugi fram og til baka á almennu farrými verður frá 500 evrum, sem jafngildir um 68 þúsund krónum. Sæti í viðskiptafarrými munu kosta frá 1.500 evrum, eða um 204 þúsund krónur. Fréttablaðið greindi fyrst frá áformum kínverska félagsins í október. Félagið er nú í miklum vexti á Evrópumarkaði en tilkynnt hefur verið um flug milli Sjanghæ og Manchester sem verður þrisvar í viku og hefst á sama tíma og flugið til Keflavíkur. Þá mun skömmu síðar hefjast beint flug milli Sjanghæ og þenu. Juneyao Air rekur einnig lággjaldaflugfélagið 9 Air sem f lýgur frá alþjóðaflugvellinum í Guangzhou. aðspurður segist Xu ekki hafa áhyggjur af þessum mikla vexti félagsins og hvort hann sé sjálf bær. Félagið sé með sterkar fjárhagslegar rætur í Sjanghæ. Móðurfélag Juneyao Air er JuneYao Co Ltd. sem var stofnað árið 1991. Það er sagt vera eitt af hundrað stærstu einkafyrirtækjum Kína. Starfsemin nær til ólíkra sviða en auk flugreksturs sinnir félagið meðal annars fjármálaþjónustu, fræðsluþjónustu og vísindarannsóknum. Starfsmenn eru meira en 18 þúsund talsins. Um síðustu helgi var tilkynnt að Juneyao væri orðið þriðji stærsti eigandi China Eastern Airlines, með um tíu prósenta hlut. Móðurfélag þess er að meirihluta í eigu kínverska ríkisins en afgangurinn er skráður í alþjóðlegum kauphöllum. Xeng Dewei var spurður nánar út í áætlanir flugfélagsins fyrir Ísland og hvort það sjái Keflavík fyrir sér sem tengistöð til dæmis við austurströnd Bandaríkjanna. „Keflavík er áhugaverð stöð fyrir tengiflug. Við eigum eftir að þróa þessar tengingar en áhugi okkar er til staðar,“ segir hann.En hafið þið leitað eftir samvinnu við íslensk félög? „Við munum deila flugnúmerum með Finnair til Sjanghæ. Finnair er einnig með sama fyrirkomulag með Icelandair. Við eigum í viðræðum við Icelandair um mögulega svipaða samvinnu. En það er þó ekki víst að af því verði,“ segir Xu Xiang.En hvað með önnur íslensk félög? „Við sjá mikinn framtíðarvöxt í ferðaþjónustu á Íslandi. Við erum rétt byrjaðir að safna upplýsingum um íslenska ferðaþjónustuaðila og hyggjumst eiga viðræður við þá á næstu vikum og mánuðum. Hafi íslensk félög áhuga á samstarfi þá ættu þau að hafa samband,“ segir hann.Upplýsingar á kínverskuEn hvernig geta Íslendingar undirbúið komu fleiri kínverskra ferðamanna og boðið fleiri Kínverja velkomna hér? „Það er til að mynda hægt að bjóða upp á meiri upplýsingar á kínversku, svo sem með kínversku ritmáli á Keflavíkurflugvelli og hugsanlega á fleiri stöðum,“ segir Xeng Dewei. Hann nefnir til að mynda upplýsingar í sundlaugum eða matseðla á veitingastöðum. Hann segir að Finnar hafi undirbúið þetta nokkuð vel. Meira sé af upplýsingum á kínversku í Helsinki, til að mynda á flugvellinum. Xu Xiang vill lítið gefa út á mögulega samkeppni við önnur kínversk flugfélög og segist lítið kannast við slík áform.Munuð þið opna skrifstofu hér í Reykjavík? „Já, við stefnum á að opna skrifstofu hér í ársbyrjun, ráða starfsmenn og Xeng Dewei mun leiða það starf.“Öll tilskilin leyfi í húsi Loftferðasamningar milli ríkja kveða á um að flugfélög njóti tilnefningar frá viðkomandi stjórnvaldi. Juneyao Air hefur loks fengið slíka tilnefningu frá kínverskum stjórnvöldum og því er ekkert að vanbúnaði. Xu Xiang staðfestir að félagið hafi lokið samningum við Isavia á Keflavíkurflugvelli sem og samningum við samgöngustofu. Þótt flug Juneyao frá Sjanghæ sé með viðkomu í Helsinki telst það utan Schengen-svæðisins við komuna til Keflavíkur.Áhugi fleiri flugfélaga Fréttablaðið greindi frá því 25. október síðastliðinn að fjögur kínversk flugfélög væru að íhuga flug til Íslands á næsta ári. Auk Juneyao skoða Air China og Beijing Capital Airlines flug til Íslands. Ríkisflugfélagið Air China er langstærsta flugfélag Kína og eitt stærsta flugfélag heims. Beijing Capital er mun minna flugfélag en í eigu flugrisans Hainan Airlines. Meiri líkur eru taldar á flugi Air China. Það flug yrði þá frá höfuðborginni Peking til Íslands um Kaupmannahöfn. Fjórða flugfélagið sem hefur skoðað flug til Íslands er Tinajin Airlines og hefur það þegar sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku hverri á Keflavíkurflugvelli. Þar var gert ráð fyrir flugi frá Wuhan til Helsinki og þaðan til Íslands. Þeim áformum hefur nú verið seinkað. Ef af verður er líklegt að félagið fljúgi frá Wuhanborg til Keflavíkur í gegnum Brussel í Belgíu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kína Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sjá meira
Kínverska flug félagið Juneyao Air mun í lok mars hefja flug milli Keflavíkur og Sjanghæ, með viðkomu í Helsinki. Þetta staðfestir Xu Xiang, forstöðumaður félagsins á Norðurlöndum. Flogið verður tvisvar í viku allt árið en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að um 20 þúsund farþegar verði fluttir til landsins á næsta ári. Xu segir að Juneyao Air hafi verið að byggja upp sterkar tengingar við Evrópu. Félagið vinni nú þegar náið með Finnair en vilji sé til þess að auka umsvifin á Norðurlöndum. Þá hafi félagið fundið fyrir miklum áhuga kínverskra ferðalanga á Íslandi. Þess vegna séu mikil tækifæri fólgin í flugi til Íslands. „Í dag eru að koma til Íslands um 100 þúsund kínverskir farþegar. Við áætlum að um 20 þúsund farþegar á okkar vegum komi til landsins á næsta ári. Við viljum verða fyrstir til að bjóða upp á beint flug milli landanna. Eftir það gerum við ráð fyrir 10 prósenta árlegri aukningu,“ segir Xu. Aðspurður segir Xu að Juneyao sé ekki lággjaldaflugfélag. „Við bjóðum fulla þjónustu og erum fjögurra stjörnu flugfélag. Í leiðakerfi okkar eru um 160 flugleiðir sem tengja stærstu borgir Kína við nágrannaríkin. Á síðasta ári fluttum við yfir 18 milljónir farþega,“ segir Xu. Félagið, sem var stofnað 2006, rekur nú um 72 vélar en flotinn samanstendur af Airbus A320 og Boeing 787 Dreamliner vélum. Xeng Dewei, sem mun stýra starfsemi Juneyao Air á Íslandi, segist vona að Íslendingar verði meðal viðskiptavina og heimsæki Kína á næsta ári. „Það er okkur mikilvægt. Flugið frá Íslandi til Kína er langt og við erum flugfélag sem býður fulla þjónustu.“ Flogið verður með Boeing 787 Dreamliner vélum en í boði verða sæti í almennu farrými og viðskiptafarrými. Verð á flugi fram og til baka á almennu farrými verður frá 500 evrum, sem jafngildir um 68 þúsund krónum. Sæti í viðskiptafarrými munu kosta frá 1.500 evrum, eða um 204 þúsund krónur. Fréttablaðið greindi fyrst frá áformum kínverska félagsins í október. Félagið er nú í miklum vexti á Evrópumarkaði en tilkynnt hefur verið um flug milli Sjanghæ og Manchester sem verður þrisvar í viku og hefst á sama tíma og flugið til Keflavíkur. Þá mun skömmu síðar hefjast beint flug milli Sjanghæ og þenu. Juneyao Air rekur einnig lággjaldaflugfélagið 9 Air sem f lýgur frá alþjóðaflugvellinum í Guangzhou. aðspurður segist Xu ekki hafa áhyggjur af þessum mikla vexti félagsins og hvort hann sé sjálf bær. Félagið sé með sterkar fjárhagslegar rætur í Sjanghæ. Móðurfélag Juneyao Air er JuneYao Co Ltd. sem var stofnað árið 1991. Það er sagt vera eitt af hundrað stærstu einkafyrirtækjum Kína. Starfsemin nær til ólíkra sviða en auk flugreksturs sinnir félagið meðal annars fjármálaþjónustu, fræðsluþjónustu og vísindarannsóknum. Starfsmenn eru meira en 18 þúsund talsins. Um síðustu helgi var tilkynnt að Juneyao væri orðið þriðji stærsti eigandi China Eastern Airlines, með um tíu prósenta hlut. Móðurfélag þess er að meirihluta í eigu kínverska ríkisins en afgangurinn er skráður í alþjóðlegum kauphöllum. Xeng Dewei var spurður nánar út í áætlanir flugfélagsins fyrir Ísland og hvort það sjái Keflavík fyrir sér sem tengistöð til dæmis við austurströnd Bandaríkjanna. „Keflavík er áhugaverð stöð fyrir tengiflug. Við eigum eftir að þróa þessar tengingar en áhugi okkar er til staðar,“ segir hann.En hafið þið leitað eftir samvinnu við íslensk félög? „Við munum deila flugnúmerum með Finnair til Sjanghæ. Finnair er einnig með sama fyrirkomulag með Icelandair. Við eigum í viðræðum við Icelandair um mögulega svipaða samvinnu. En það er þó ekki víst að af því verði,“ segir Xu Xiang.En hvað með önnur íslensk félög? „Við sjá mikinn framtíðarvöxt í ferðaþjónustu á Íslandi. Við erum rétt byrjaðir að safna upplýsingum um íslenska ferðaþjónustuaðila og hyggjumst eiga viðræður við þá á næstu vikum og mánuðum. Hafi íslensk félög áhuga á samstarfi þá ættu þau að hafa samband,“ segir hann.Upplýsingar á kínverskuEn hvernig geta Íslendingar undirbúið komu fleiri kínverskra ferðamanna og boðið fleiri Kínverja velkomna hér? „Það er til að mynda hægt að bjóða upp á meiri upplýsingar á kínversku, svo sem með kínversku ritmáli á Keflavíkurflugvelli og hugsanlega á fleiri stöðum,“ segir Xeng Dewei. Hann nefnir til að mynda upplýsingar í sundlaugum eða matseðla á veitingastöðum. Hann segir að Finnar hafi undirbúið þetta nokkuð vel. Meira sé af upplýsingum á kínversku í Helsinki, til að mynda á flugvellinum. Xu Xiang vill lítið gefa út á mögulega samkeppni við önnur kínversk flugfélög og segist lítið kannast við slík áform.Munuð þið opna skrifstofu hér í Reykjavík? „Já, við stefnum á að opna skrifstofu hér í ársbyrjun, ráða starfsmenn og Xeng Dewei mun leiða það starf.“Öll tilskilin leyfi í húsi Loftferðasamningar milli ríkja kveða á um að flugfélög njóti tilnefningar frá viðkomandi stjórnvaldi. Juneyao Air hefur loks fengið slíka tilnefningu frá kínverskum stjórnvöldum og því er ekkert að vanbúnaði. Xu Xiang staðfestir að félagið hafi lokið samningum við Isavia á Keflavíkurflugvelli sem og samningum við samgöngustofu. Þótt flug Juneyao frá Sjanghæ sé með viðkomu í Helsinki telst það utan Schengen-svæðisins við komuna til Keflavíkur.Áhugi fleiri flugfélaga Fréttablaðið greindi frá því 25. október síðastliðinn að fjögur kínversk flugfélög væru að íhuga flug til Íslands á næsta ári. Auk Juneyao skoða Air China og Beijing Capital Airlines flug til Íslands. Ríkisflugfélagið Air China er langstærsta flugfélag Kína og eitt stærsta flugfélag heims. Beijing Capital er mun minna flugfélag en í eigu flugrisans Hainan Airlines. Meiri líkur eru taldar á flugi Air China. Það flug yrði þá frá höfuðborginni Peking til Íslands um Kaupmannahöfn. Fjórða flugfélagið sem hefur skoðað flug til Íslands er Tinajin Airlines og hefur það þegar sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku hverri á Keflavíkurflugvelli. Þar var gert ráð fyrir flugi frá Wuhan til Helsinki og þaðan til Íslands. Þeim áformum hefur nú verið seinkað. Ef af verður er líklegt að félagið fljúgi frá Wuhanborg til Keflavíkur í gegnum Brussel í Belgíu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kína Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent