Frá þessu greinir Namibian Sun. Handtökurnar eiga sér stað á kjördegi í Namibíu en þing- og forsetakosningar fara fram í landinu í dag.
Greint var frá því í gær að mennirnir sem nefndir hafa verið „hákarlarnir“ í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið væru reiðubúnir að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. Kom það fram í bréfi frá lögmanni þeirra.
BREAKING: Ex-justice minister Sacky Shanghala and ex-Investec MD James Hatuikulipi were arrested this morning in Windhoek. The pair is named in the Fishrot bribery saga, where Namibian fishing quotas were allegedly allocated to an Icelandic company which paid bribes in return. pic.twitter.com/d6dm94knOo
— Namibian Sun (@namibiansun) November 27, 2019
Ekki í felum
Í bréfi lögmanns þeirra var grennslast fyrir um hvort að handtökuskipun á hendur mönnunum væri enn í gildi og ef svo væri myndi þeir vilja gera ráðstafanir til þess að gefa sig fram við lögreglu.Shanghala og James Hatuikulipi komu til Namibíu frá Suður-Afríku í morgun, en lögmaður þeirra sagði þá ekki hafa verið í felum líkt og hafi komið fram. Væru þeir reiðubúnir til samstarfs við lögreglu vegna rannsóknar málsins.
1,4 milljarðar
„Hákarlarnir“ svokölluðu er hópur valdamanna í Namibíu sem sagður er hafa þegið mútur frá Samherja fyrir ódýran hrossamakrílskvóta.Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í síðustu viku að Tamson Fitty Hatuikulipi, tengdasonur sjávarútvegsráðherra landsins, Bernhard Esau, hefði kynnt stjórnendur Samherja fyrir tengdaföður sínum. Samtals eiga hákarlarnir að hafa þegið að minnsta kosti 1,4 milljarða króna í mútur frá Samherja. Shangala og Esau sögðu báðir af sér í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið.