Loftslagssjóður er nýr samkeppnissjóður sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra og hefur ráðherra falið Rannís umsjón með honum. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.
Styrkir eru meðal annars ætlaðir til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun.
Kynningarfundur um sjóðinn fer sem fyrr segir fram í Norræna húsinu frá klukkan 12 til 13. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, heldur ávarp, Hildur Knútsdóttir formaður stjórnar Loftslagssjóðs fer yfir áherslur stjórnar og Ása Guðrún Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís fer yfir handbók sjóðsins, umsóknarkerfi og faglegt matsferli.
Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum hér að neðan.