Mynda sérstakt teymi til að bregðast við tíðum árásum í Malmö eftir morðið á Jaffar Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2019 11:25 Hinn 15 ára Jaffar var skotinn til bana í árás á Möllevången í Malmö um helgina. Sérstakt teymi undir stjórn lögreglustjóra verður myndað til að reyna að stemma stigu við tíðum skotárásum í sænsku borginni Malmö. Frá þessu var greint á fréttamannafundi lögreglunnar í Malmö í morgun, að því er fram kemur í frétt SVT. Ákvörðunin er tekin eftir enn eina árásina sem varð um helgina þar sem fimmtán ára piltur, Jaffar að nafni, var skotinn til bana á veitingastað í hverfinu Möllevången á laugardagskvöldið. Annar piltur var skotinn í sömu árás og liggur hann nú lífshættulega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan á Skáni mun fá aukin framlög frá öðrum landshlutum og þá mun lögregla fá auknar valdheimildir til að bregðast við árásunum. „Við höfum tvær ofbeldisfullar helgar að baki, með sprengingum og morðum. Hugur okkar er hjá aðstandendum og foreldrum sem þurfa að upplifa sína verstu martröð, en einnig til íbúa Malmöborgar sem finna fyrir óöryggi í borginni sinni,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson.Engar töfralausnir Persson segir að teymið muni eiga í nánu samstarfi við borgaryfirvöld í Malmö. Ljóst sé að ekki séu til neinar töfralausnir og að verkefnið sé til langs tíma. Mikið verk hafi nú þegar verið unnið, árangur hafi náðst, en að árásirnar nú skyggi á það allt. Lögreglustjórinn Stefan Sintéus, sem mun leiða vinnu teymisins, segir að fíkniefnaviðskipti skýri að stórum hluta þá ofbeldisbylgju sem nú ríði yfir.Pilturinn var skotinn á veitingastað við Möllevången á laugardagskvöld.APEnginn verið handtekinn Starfsmenn á vegum borgarinnar komi nú til með að hefja störf við að vinna að breyttu hegðunarmynstri ungmenna og auka forvarnarstarf til að draga úr fíkniefnanotkun unglinga. Mikilvægt sé að fá börn til að klára grunnskólanám og koma í veg fyrir að þau hafni í slíku umhverfi þar sem neysla og fíkniefnaviðskipti séu daglegt brauð. Á laugardagskvöldinu var fyrst tilkynnt um sprengingu í borginni, um sex mínútum áður en árásin var gerð. Sintéus segir að sprengingin hafi að öllum líkindum verið hugsuð til að afvegaleiða lögregluna og beina athygli hennar annað þegar sjálf skotárásin á veitingastaðnum var gerð. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar. Svíþjóð Tengdar fréttir 15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43 Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Sérstakt teymi undir stjórn lögreglustjóra verður myndað til að reyna að stemma stigu við tíðum skotárásum í sænsku borginni Malmö. Frá þessu var greint á fréttamannafundi lögreglunnar í Malmö í morgun, að því er fram kemur í frétt SVT. Ákvörðunin er tekin eftir enn eina árásina sem varð um helgina þar sem fimmtán ára piltur, Jaffar að nafni, var skotinn til bana á veitingastað í hverfinu Möllevången á laugardagskvöldið. Annar piltur var skotinn í sömu árás og liggur hann nú lífshættulega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan á Skáni mun fá aukin framlög frá öðrum landshlutum og þá mun lögregla fá auknar valdheimildir til að bregðast við árásunum. „Við höfum tvær ofbeldisfullar helgar að baki, með sprengingum og morðum. Hugur okkar er hjá aðstandendum og foreldrum sem þurfa að upplifa sína verstu martröð, en einnig til íbúa Malmöborgar sem finna fyrir óöryggi í borginni sinni,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson.Engar töfralausnir Persson segir að teymið muni eiga í nánu samstarfi við borgaryfirvöld í Malmö. Ljóst sé að ekki séu til neinar töfralausnir og að verkefnið sé til langs tíma. Mikið verk hafi nú þegar verið unnið, árangur hafi náðst, en að árásirnar nú skyggi á það allt. Lögreglustjórinn Stefan Sintéus, sem mun leiða vinnu teymisins, segir að fíkniefnaviðskipti skýri að stórum hluta þá ofbeldisbylgju sem nú ríði yfir.Pilturinn var skotinn á veitingastað við Möllevången á laugardagskvöld.APEnginn verið handtekinn Starfsmenn á vegum borgarinnar komi nú til með að hefja störf við að vinna að breyttu hegðunarmynstri ungmenna og auka forvarnarstarf til að draga úr fíkniefnanotkun unglinga. Mikilvægt sé að fá börn til að klára grunnskólanám og koma í veg fyrir að þau hafni í slíku umhverfi þar sem neysla og fíkniefnaviðskipti séu daglegt brauð. Á laugardagskvöldinu var fyrst tilkynnt um sprengingu í borginni, um sex mínútum áður en árásin var gerð. Sintéus segir að sprengingin hafi að öllum líkindum verið hugsuð til að afvegaleiða lögregluna og beina athygli hennar annað þegar sjálf skotárásin á veitingastaðnum var gerð. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar.
Svíþjóð Tengdar fréttir 15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43 Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43
Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24