Þjóðin, fiskurinn og tóbakið Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 12. nóvember 2019 07:04 Samkvæmt lögum á veiðileyfagjald annars vegar að mæta þeim kostnaði sem hið opinbera verður vegna sjávarútvegsins og hins vegar á það að tryggja þjóðinni „beina og sýnilega hlutdeild“ í afkomu veiðanna. Nú kemur ljós að tekjur af veiðileyfagjaldinu verða á næsta ári lægri en sá kostnaður sem ráðherra sjálfur metur að skattgreiðendur verða fyrir vegna þjónustu hins opinbera gagnvart útgerðinni. Þar með er hlutdeild þjóðarinnar orðin að engu í tekjum af veiðileyfagjaldi. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að einum bestu fiskimiðum jarðar sem eru samkvæmt lögum í eigu þjóðarinnar en ekki í eigu útgerðarinnar. Sérhver maður áttar sig á því hversu einkennilegt það er, þegar laxveiðimenn munu greiða meira fyrir sín veiðileyfi á næsta ári en stórútgerðarmenn. Allir sjá fáránleikann í því að veiðileyfagjaldið verður á næsta ári lægra en tóbaksgjaldið.11 milljarðar verða að 5 milljörðum Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum var veiðileyfagjaldið rúmir 11 milljarðar. Þegar núverandi fjárlagafrumvarp var lagt fram, fyrir einungis tveimur mánuðum, átti veiðileyfagjald næsta árs að vera 7 milljarðar kr. En samkvæmt nýju skjali frá ríkisstjórnarflokkunum sem heitir beinlínis: „Tillögur til breytinga á tekjuhlið fjárlaga“ er gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði 5 milljarða kr. Þetta er lækkun sama hvað þingmenn stjórnarflokkanna kalla það. Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við.Hverjir breyttu reglunum? Sagt er að veiðileyfagjald sé lægra nú vegna þess að lög kveða á um það. Gott og vel. Hverjir breyttu lögunum til að útgerðarmenn myndu greiða lægra veiðileyfagjald? Jú, það var núverandi ríkisstjórn undir forustu Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eitt það fyrsta sem núverandi ríkisstjórn gerði. Samfylkingin sagði á sínum tíma að þessar breytingar myndu þýða lækkun veiðileyfagjalds. Sama sagði ASÍ og fleiri umsagnaraðilar. Það eru fátækleg rök að benda á að veiðileyfagjaldið hefði verið enn lægra ef breytingar hefðu ekki verið gerðar. Að lagfæra gallað kerfi með öðrum galla er ekkert sérstaklega skynsamlegt.Snýst um prinsipp Auðvitað vil ég að íslenskum sjávarútvegi vegni vel og mikilvægt að afkoma hans sé góð. En sjávarútvegurinn er aflögufær um hærri veiðileyfagjöld. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust um tæpa 30 milljarða árið 2018 og arðgreiðslur í vasa útgerðarmanna voru þá yfir 12 milljarða. Frá árinu 2010 hafa arðgreiðslur til útgerðarmanna verið um 100 milljarðar kr. Hagur sjávarútvegsins, það er aukið eigið fé og arðgreiðslur, hefur batnað um 450 milljarða króna á einum áratug. Veiðileyfagjaldið sem er gjald fyrir að veiða hina sameiginlega auðlind, sem bjó til þennan hagnað útgerðarinnar, var einungis lítill hluti þessa mikla hagnaðar. Hagnaður eins manns, Þorsteins í Samherja, var í fyrra hærri en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld ríkistjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Því til viðbótar sjáum við að 1% landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna og yfir 40% af nýjum auð sem hefur myndast á Íslandi síðan 2010 hefur endað hjá ríkustu 10% landsmanna. Stór hluti af þessu fólki eru stórútgerðarmenn, þökk sé skattastefnu Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar. Það er sérstaklega athyglisvert að ríkisstjórnin setur nú í forgang á Alþingi að afnema stimpilgjöld af kaupum á stórum skipum. Á meðan er almenningur látinn greiða sín stimpilgjöld, til dæmis á húsnæði, sem bitnar sérstaklega á ungu fólki. Með afnámi stimpilgjalds á stórum skipum á enn og aftur að lækka gjöld á útgerðarmönnum. Hagsmunagæslan fyrir stórútgerðina verður ekki augljósari.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ágúst Ólafur Ágústsson Sjávarútvegur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum á veiðileyfagjald annars vegar að mæta þeim kostnaði sem hið opinbera verður vegna sjávarútvegsins og hins vegar á það að tryggja þjóðinni „beina og sýnilega hlutdeild“ í afkomu veiðanna. Nú kemur ljós að tekjur af veiðileyfagjaldinu verða á næsta ári lægri en sá kostnaður sem ráðherra sjálfur metur að skattgreiðendur verða fyrir vegna þjónustu hins opinbera gagnvart útgerðinni. Þar með er hlutdeild þjóðarinnar orðin að engu í tekjum af veiðileyfagjaldi. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að einum bestu fiskimiðum jarðar sem eru samkvæmt lögum í eigu þjóðarinnar en ekki í eigu útgerðarinnar. Sérhver maður áttar sig á því hversu einkennilegt það er, þegar laxveiðimenn munu greiða meira fyrir sín veiðileyfi á næsta ári en stórútgerðarmenn. Allir sjá fáránleikann í því að veiðileyfagjaldið verður á næsta ári lægra en tóbaksgjaldið.11 milljarðar verða að 5 milljörðum Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum var veiðileyfagjaldið rúmir 11 milljarðar. Þegar núverandi fjárlagafrumvarp var lagt fram, fyrir einungis tveimur mánuðum, átti veiðileyfagjald næsta árs að vera 7 milljarðar kr. En samkvæmt nýju skjali frá ríkisstjórnarflokkunum sem heitir beinlínis: „Tillögur til breytinga á tekjuhlið fjárlaga“ er gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði 5 milljarða kr. Þetta er lækkun sama hvað þingmenn stjórnarflokkanna kalla það. Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við.Hverjir breyttu reglunum? Sagt er að veiðileyfagjald sé lægra nú vegna þess að lög kveða á um það. Gott og vel. Hverjir breyttu lögunum til að útgerðarmenn myndu greiða lægra veiðileyfagjald? Jú, það var núverandi ríkisstjórn undir forustu Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eitt það fyrsta sem núverandi ríkisstjórn gerði. Samfylkingin sagði á sínum tíma að þessar breytingar myndu þýða lækkun veiðileyfagjalds. Sama sagði ASÍ og fleiri umsagnaraðilar. Það eru fátækleg rök að benda á að veiðileyfagjaldið hefði verið enn lægra ef breytingar hefðu ekki verið gerðar. Að lagfæra gallað kerfi með öðrum galla er ekkert sérstaklega skynsamlegt.Snýst um prinsipp Auðvitað vil ég að íslenskum sjávarútvegi vegni vel og mikilvægt að afkoma hans sé góð. En sjávarútvegurinn er aflögufær um hærri veiðileyfagjöld. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust um tæpa 30 milljarða árið 2018 og arðgreiðslur í vasa útgerðarmanna voru þá yfir 12 milljarða. Frá árinu 2010 hafa arðgreiðslur til útgerðarmanna verið um 100 milljarðar kr. Hagur sjávarútvegsins, það er aukið eigið fé og arðgreiðslur, hefur batnað um 450 milljarða króna á einum áratug. Veiðileyfagjaldið sem er gjald fyrir að veiða hina sameiginlega auðlind, sem bjó til þennan hagnað útgerðarinnar, var einungis lítill hluti þessa mikla hagnaðar. Hagnaður eins manns, Þorsteins í Samherja, var í fyrra hærri en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld ríkistjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Því til viðbótar sjáum við að 1% landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna og yfir 40% af nýjum auð sem hefur myndast á Íslandi síðan 2010 hefur endað hjá ríkustu 10% landsmanna. Stór hluti af þessu fólki eru stórútgerðarmenn, þökk sé skattastefnu Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar. Það er sérstaklega athyglisvert að ríkisstjórnin setur nú í forgang á Alþingi að afnema stimpilgjöld af kaupum á stórum skipum. Á meðan er almenningur látinn greiða sín stimpilgjöld, til dæmis á húsnæði, sem bitnar sérstaklega á ungu fólki. Með afnámi stimpilgjalds á stórum skipum á enn og aftur að lækka gjöld á útgerðarmönnum. Hagsmunagæslan fyrir stórútgerðina verður ekki augljósari.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.Greinin hefur verið uppfærð.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun