Þjóðin, fiskurinn og tóbakið Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 12. nóvember 2019 07:04 Samkvæmt lögum á veiðileyfagjald annars vegar að mæta þeim kostnaði sem hið opinbera verður vegna sjávarútvegsins og hins vegar á það að tryggja þjóðinni „beina og sýnilega hlutdeild“ í afkomu veiðanna. Nú kemur ljós að tekjur af veiðileyfagjaldinu verða á næsta ári lægri en sá kostnaður sem ráðherra sjálfur metur að skattgreiðendur verða fyrir vegna þjónustu hins opinbera gagnvart útgerðinni. Þar með er hlutdeild þjóðarinnar orðin að engu í tekjum af veiðileyfagjaldi. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að einum bestu fiskimiðum jarðar sem eru samkvæmt lögum í eigu þjóðarinnar en ekki í eigu útgerðarinnar. Sérhver maður áttar sig á því hversu einkennilegt það er, þegar laxveiðimenn munu greiða meira fyrir sín veiðileyfi á næsta ári en stórútgerðarmenn. Allir sjá fáránleikann í því að veiðileyfagjaldið verður á næsta ári lægra en tóbaksgjaldið.11 milljarðar verða að 5 milljörðum Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum var veiðileyfagjaldið rúmir 11 milljarðar. Þegar núverandi fjárlagafrumvarp var lagt fram, fyrir einungis tveimur mánuðum, átti veiðileyfagjald næsta árs að vera 7 milljarðar kr. En samkvæmt nýju skjali frá ríkisstjórnarflokkunum sem heitir beinlínis: „Tillögur til breytinga á tekjuhlið fjárlaga“ er gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði 5 milljarða kr. Þetta er lækkun sama hvað þingmenn stjórnarflokkanna kalla það. Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við.Hverjir breyttu reglunum? Sagt er að veiðileyfagjald sé lægra nú vegna þess að lög kveða á um það. Gott og vel. Hverjir breyttu lögunum til að útgerðarmenn myndu greiða lægra veiðileyfagjald? Jú, það var núverandi ríkisstjórn undir forustu Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eitt það fyrsta sem núverandi ríkisstjórn gerði. Samfylkingin sagði á sínum tíma að þessar breytingar myndu þýða lækkun veiðileyfagjalds. Sama sagði ASÍ og fleiri umsagnaraðilar. Það eru fátækleg rök að benda á að veiðileyfagjaldið hefði verið enn lægra ef breytingar hefðu ekki verið gerðar. Að lagfæra gallað kerfi með öðrum galla er ekkert sérstaklega skynsamlegt.Snýst um prinsipp Auðvitað vil ég að íslenskum sjávarútvegi vegni vel og mikilvægt að afkoma hans sé góð. En sjávarútvegurinn er aflögufær um hærri veiðileyfagjöld. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust um tæpa 30 milljarða árið 2018 og arðgreiðslur í vasa útgerðarmanna voru þá yfir 12 milljarða. Frá árinu 2010 hafa arðgreiðslur til útgerðarmanna verið um 100 milljarðar kr. Hagur sjávarútvegsins, það er aukið eigið fé og arðgreiðslur, hefur batnað um 450 milljarða króna á einum áratug. Veiðileyfagjaldið sem er gjald fyrir að veiða hina sameiginlega auðlind, sem bjó til þennan hagnað útgerðarinnar, var einungis lítill hluti þessa mikla hagnaðar. Hagnaður eins manns, Þorsteins í Samherja, var í fyrra hærri en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld ríkistjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Því til viðbótar sjáum við að 1% landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna og yfir 40% af nýjum auð sem hefur myndast á Íslandi síðan 2010 hefur endað hjá ríkustu 10% landsmanna. Stór hluti af þessu fólki eru stórútgerðarmenn, þökk sé skattastefnu Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar. Það er sérstaklega athyglisvert að ríkisstjórnin setur nú í forgang á Alþingi að afnema stimpilgjöld af kaupum á stórum skipum. Á meðan er almenningur látinn greiða sín stimpilgjöld, til dæmis á húsnæði, sem bitnar sérstaklega á ungu fólki. Með afnámi stimpilgjalds á stórum skipum á enn og aftur að lækka gjöld á útgerðarmönnum. Hagsmunagæslan fyrir stórútgerðina verður ekki augljósari.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ágúst Ólafur Ágústsson Sjávarútvegur Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum á veiðileyfagjald annars vegar að mæta þeim kostnaði sem hið opinbera verður vegna sjávarútvegsins og hins vegar á það að tryggja þjóðinni „beina og sýnilega hlutdeild“ í afkomu veiðanna. Nú kemur ljós að tekjur af veiðileyfagjaldinu verða á næsta ári lægri en sá kostnaður sem ráðherra sjálfur metur að skattgreiðendur verða fyrir vegna þjónustu hins opinbera gagnvart útgerðinni. Þar með er hlutdeild þjóðarinnar orðin að engu í tekjum af veiðileyfagjaldi. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að einum bestu fiskimiðum jarðar sem eru samkvæmt lögum í eigu þjóðarinnar en ekki í eigu útgerðarinnar. Sérhver maður áttar sig á því hversu einkennilegt það er, þegar laxveiðimenn munu greiða meira fyrir sín veiðileyfi á næsta ári en stórútgerðarmenn. Allir sjá fáránleikann í því að veiðileyfagjaldið verður á næsta ári lægra en tóbaksgjaldið.11 milljarðar verða að 5 milljörðum Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum var veiðileyfagjaldið rúmir 11 milljarðar. Þegar núverandi fjárlagafrumvarp var lagt fram, fyrir einungis tveimur mánuðum, átti veiðileyfagjald næsta árs að vera 7 milljarðar kr. En samkvæmt nýju skjali frá ríkisstjórnarflokkunum sem heitir beinlínis: „Tillögur til breytinga á tekjuhlið fjárlaga“ er gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði 5 milljarða kr. Þetta er lækkun sama hvað þingmenn stjórnarflokkanna kalla það. Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við.Hverjir breyttu reglunum? Sagt er að veiðileyfagjald sé lægra nú vegna þess að lög kveða á um það. Gott og vel. Hverjir breyttu lögunum til að útgerðarmenn myndu greiða lægra veiðileyfagjald? Jú, það var núverandi ríkisstjórn undir forustu Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eitt það fyrsta sem núverandi ríkisstjórn gerði. Samfylkingin sagði á sínum tíma að þessar breytingar myndu þýða lækkun veiðileyfagjalds. Sama sagði ASÍ og fleiri umsagnaraðilar. Það eru fátækleg rök að benda á að veiðileyfagjaldið hefði verið enn lægra ef breytingar hefðu ekki verið gerðar. Að lagfæra gallað kerfi með öðrum galla er ekkert sérstaklega skynsamlegt.Snýst um prinsipp Auðvitað vil ég að íslenskum sjávarútvegi vegni vel og mikilvægt að afkoma hans sé góð. En sjávarútvegurinn er aflögufær um hærri veiðileyfagjöld. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust um tæpa 30 milljarða árið 2018 og arðgreiðslur í vasa útgerðarmanna voru þá yfir 12 milljarða. Frá árinu 2010 hafa arðgreiðslur til útgerðarmanna verið um 100 milljarðar kr. Hagur sjávarútvegsins, það er aukið eigið fé og arðgreiðslur, hefur batnað um 450 milljarða króna á einum áratug. Veiðileyfagjaldið sem er gjald fyrir að veiða hina sameiginlega auðlind, sem bjó til þennan hagnað útgerðarinnar, var einungis lítill hluti þessa mikla hagnaðar. Hagnaður eins manns, Þorsteins í Samherja, var í fyrra hærri en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld ríkistjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Því til viðbótar sjáum við að 1% landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna og yfir 40% af nýjum auð sem hefur myndast á Íslandi síðan 2010 hefur endað hjá ríkustu 10% landsmanna. Stór hluti af þessu fólki eru stórútgerðarmenn, þökk sé skattastefnu Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar. Það er sérstaklega athyglisvert að ríkisstjórnin setur nú í forgang á Alþingi að afnema stimpilgjöld af kaupum á stórum skipum. Á meðan er almenningur látinn greiða sín stimpilgjöld, til dæmis á húsnæði, sem bitnar sérstaklega á ungu fólki. Með afnámi stimpilgjalds á stórum skipum á enn og aftur að lækka gjöld á útgerðarmönnum. Hagsmunagæslan fyrir stórútgerðina verður ekki augljósari.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.Greinin hefur verið uppfærð.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun