Sportpakkinn: Alawoya og Zabas til Vals? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2019 15:30 PJ Alawoya varð Íslandsmeistari með KR 2017. vísir/anton Sjöunda umferð Domino's deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki kvöldsins. Isarel Martin mætir með Hauka á Sauðárkrók. Forvitnilegt verður að sjá hvaða mótttökur Martin fær á Króknum en hann stýrði Tindastóli áður en hann tók við Haukum í sumar. Tindastóll vann leik liðanna á Króknum á síðustu leiktíð en Haukar höfðu betur í leiknum í Hafnarfirði. Sinisa Bilic er stigahæstur Tindastóls með 22,5 stig að meðaltali. Haukar hafa tapað tveimur leikjum, báðum á útivelli. Flenard Whitfield er þeirra stigahæstur, með 19 stig að meðaltali. Gerald Robinson hefur skorað 18 stig að meðaltali og tekið 10,2 fráköst. Stjarnan er líkt og Tindastóll og Haukar með fjóra sigra og tvo ósigra. Bikarmeistarar síðasta árs unnu tvo fyrstu leikina en töpuðu næstu tveimur, með tólf stigum fyrir Tindastóli á Króknum og með sama mun fyrir Keflavík á heimavelli í lok október. Nikolas Tomsick er stigahæstur Stjörnumanna með 18,7 stig að meðaltali og Tómas Þórður Hilmarsson er með 10,8 fráköst. Hann hefur sótt í sig veðrið, tók 18 fráköst og skoraði 19 stig í sigri á Njarðvík í þarsíðustu umferð. Tveir sigrar á útivelli í röð breyta vígstöðunni, í kvöld koma Valsmenn í heimsókn. Valur hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur, tveir sigranna komu í tveimur fyrstu umferðunum. Valur skoraði aðeins 17 stig í seinni hálfleik og alls 53 í tapi gegn Njarðvík í síðasta leik. Valur leitar að eftirmanni Chris Jones sem hætti í miðjum leik gegn Keflavík. Jones er stigahæstur Valsmanna með 19 stig að meðaltali. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, er að reyna að fá Philip Alawoya sem lék með KR og Tindastóli. Hann var með 16 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í 14 leikjum með Tindastóli á síðustu leiktíð. Evaldas Zabas gæti einnig verið á leið til Vals en félagaskipti hans úr Njarðvík eru ekki komin á hreint. Zabas skoraði tólf stig að meðaltali í þremur leikjum með Njarðvík. Þriðji leikur kvöldsins verður í Þorlákshöfn þegar Þór fær granna sína í Grindavík í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þór tapaði þremur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið tvo þá síðustu, gegn Haukum og Fjölni. Vincent Bailey er með 20,8 stig að meðaltali og 7,5 fráköst. Marko Bakovic hefur sótt í sig veðrið, er með 13,3 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Grindavík tapaði þremur fyrstu leikjunum, vann síðan Njarðvík og Fjölni en tapaði fyrir Stjörnunni í síðustu umferð eftir afleitan seinni hálfleik. Jamal Olasawere hefur skilað sínu, skorað 24,3 stig í 4 leikjum og tekið 9,8 fráköst.Klippa: Dominos-deild karla: Þrír leikir í kvöld Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Sjá meira
Sjöunda umferð Domino's deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki kvöldsins. Isarel Martin mætir með Hauka á Sauðárkrók. Forvitnilegt verður að sjá hvaða mótttökur Martin fær á Króknum en hann stýrði Tindastóli áður en hann tók við Haukum í sumar. Tindastóll vann leik liðanna á Króknum á síðustu leiktíð en Haukar höfðu betur í leiknum í Hafnarfirði. Sinisa Bilic er stigahæstur Tindastóls með 22,5 stig að meðaltali. Haukar hafa tapað tveimur leikjum, báðum á útivelli. Flenard Whitfield er þeirra stigahæstur, með 19 stig að meðaltali. Gerald Robinson hefur skorað 18 stig að meðaltali og tekið 10,2 fráköst. Stjarnan er líkt og Tindastóll og Haukar með fjóra sigra og tvo ósigra. Bikarmeistarar síðasta árs unnu tvo fyrstu leikina en töpuðu næstu tveimur, með tólf stigum fyrir Tindastóli á Króknum og með sama mun fyrir Keflavík á heimavelli í lok október. Nikolas Tomsick er stigahæstur Stjörnumanna með 18,7 stig að meðaltali og Tómas Þórður Hilmarsson er með 10,8 fráköst. Hann hefur sótt í sig veðrið, tók 18 fráköst og skoraði 19 stig í sigri á Njarðvík í þarsíðustu umferð. Tveir sigrar á útivelli í röð breyta vígstöðunni, í kvöld koma Valsmenn í heimsókn. Valur hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur, tveir sigranna komu í tveimur fyrstu umferðunum. Valur skoraði aðeins 17 stig í seinni hálfleik og alls 53 í tapi gegn Njarðvík í síðasta leik. Valur leitar að eftirmanni Chris Jones sem hætti í miðjum leik gegn Keflavík. Jones er stigahæstur Valsmanna með 19 stig að meðaltali. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, er að reyna að fá Philip Alawoya sem lék með KR og Tindastóli. Hann var með 16 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í 14 leikjum með Tindastóli á síðustu leiktíð. Evaldas Zabas gæti einnig verið á leið til Vals en félagaskipti hans úr Njarðvík eru ekki komin á hreint. Zabas skoraði tólf stig að meðaltali í þremur leikjum með Njarðvík. Þriðji leikur kvöldsins verður í Þorlákshöfn þegar Þór fær granna sína í Grindavík í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þór tapaði þremur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið tvo þá síðustu, gegn Haukum og Fjölni. Vincent Bailey er með 20,8 stig að meðaltali og 7,5 fráköst. Marko Bakovic hefur sótt í sig veðrið, er með 13,3 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Grindavík tapaði þremur fyrstu leikjunum, vann síðan Njarðvík og Fjölni en tapaði fyrir Stjörnunni í síðustu umferð eftir afleitan seinni hálfleik. Jamal Olasawere hefur skilað sínu, skorað 24,3 stig í 4 leikjum og tekið 9,8 fráköst.Klippa: Dominos-deild karla: Þrír leikir í kvöld
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Sjá meira