Breyta 1850 fermetrum í mínígolf "töfraveröld“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2019 08:00 Sigmar Vilhjálmsson segist vera hálfgalinn að ráða í þetta verkefni, umfangið sé slíkt. Vísir/anton Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stefnir á að opna nýjan veitinga- og afþreyingarstað í Skútuvogi fyrir upphaf Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þar ætlar hann og viðskiptafélagar hans að reisa tvo 9 holu mínígolfvelli innandyra, auk veitingasölu og sportbars. Ætlunin sé að bjóða upp stað sem sé breytilegur, geti þannig bæði verði áfangastaður fyrir fjölskyldur sem og íbúa hverfisins að loknum vinnudegi. Sigmar hefur verið iðinn við kolann síðan hann sagði skilið við Hamborgarafabrikkuna og Shake&Pizza í Egilshöll. Til að mynda keypti hann helmingshlut í Hlöllabátum í haust auk þess sem hann vinnur nú að opnun veitingastaðar í Mosfellsbæ.Sigmar segir umsvif síðustu mánaða í takti við þá framtíðarsýn sem hann og viðskiptafélagar sínir hafa þegar kemur að innanhúsafþreyingu á Íslandi. Veðurfarið einfaldlega krefjist þess. „Ég fann það þegar ég var í keiluhöllinni hvað það var kærkomið að vera með góða afþreyingu innandyra fyrir fjölskyldur, vinahópa og annað. Það vantar fleiri valkosti,“ segir Sigmar. Hann segir mínígolfvellina í Skútuvogi, sem verða í húsnæði sem Vodafone nýtti áður, þó ekki vera eins og hina hefðbundnu velli sem finna má fyrir utan sundlaugar landsins. Mikið sé lagt í hverja og eina braut og lýsir Sigmar þeim sem „stórkostlegum sviðsmyndum. Það er eins og þú sért að labba inn í töfraveröld á hverjum velli fyrir sig.“Staðurinn verður við Skútuvog 2, þar sem Vodafone var áður til húsa.Spilað í gegnum Hallgrímskirkju Rýmið er alls 1850 fermetrar og segir Sigmar að gengið hafi verið frá samningi við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæðinu fyrir nokkrum dögum. Nú sé unnið að hönnun staðarins, t.a.m. m.t.t. bruna- og flóttaleiða. Því sé „heilmikil vinna“ fyrir höndum, þó svo að búið sé að hanna mínígolfbrautirnar sjálfar. Þær verða svo byggðar á staðnum. Aðspurður um hönnun brautanna segir Sigmar að einn völlurinn verði uppsettur eins og Hallgrímskirkja, en ætlunin sé að vinna með íslensk kennileiti. Hann segir staðinn ætlaðan Íslendingum, þó svo að ferðamönnum sé að sjálfsögðu velkomið að líta við. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og þetta er auðvitað mjög stórt verkefni. Þannig að maður er svolítið galinn að fara „all-in“ í þessu,“ segir Sigmar sem vonast til að hægt verði að opna staðinn fyrir EM næsta sumar. Viðtal hans við Reyjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stefnir á að opna nýjan veitinga- og afþreyingarstað í Skútuvogi fyrir upphaf Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þar ætlar hann og viðskiptafélagar hans að reisa tvo 9 holu mínígolfvelli innandyra, auk veitingasölu og sportbars. Ætlunin sé að bjóða upp stað sem sé breytilegur, geti þannig bæði verði áfangastaður fyrir fjölskyldur sem og íbúa hverfisins að loknum vinnudegi. Sigmar hefur verið iðinn við kolann síðan hann sagði skilið við Hamborgarafabrikkuna og Shake&Pizza í Egilshöll. Til að mynda keypti hann helmingshlut í Hlöllabátum í haust auk þess sem hann vinnur nú að opnun veitingastaðar í Mosfellsbæ.Sigmar segir umsvif síðustu mánaða í takti við þá framtíðarsýn sem hann og viðskiptafélagar sínir hafa þegar kemur að innanhúsafþreyingu á Íslandi. Veðurfarið einfaldlega krefjist þess. „Ég fann það þegar ég var í keiluhöllinni hvað það var kærkomið að vera með góða afþreyingu innandyra fyrir fjölskyldur, vinahópa og annað. Það vantar fleiri valkosti,“ segir Sigmar. Hann segir mínígolfvellina í Skútuvogi, sem verða í húsnæði sem Vodafone nýtti áður, þó ekki vera eins og hina hefðbundnu velli sem finna má fyrir utan sundlaugar landsins. Mikið sé lagt í hverja og eina braut og lýsir Sigmar þeim sem „stórkostlegum sviðsmyndum. Það er eins og þú sért að labba inn í töfraveröld á hverjum velli fyrir sig.“Staðurinn verður við Skútuvog 2, þar sem Vodafone var áður til húsa.Spilað í gegnum Hallgrímskirkju Rýmið er alls 1850 fermetrar og segir Sigmar að gengið hafi verið frá samningi við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæðinu fyrir nokkrum dögum. Nú sé unnið að hönnun staðarins, t.a.m. m.t.t. bruna- og flóttaleiða. Því sé „heilmikil vinna“ fyrir höndum, þó svo að búið sé að hanna mínígolfbrautirnar sjálfar. Þær verða svo byggðar á staðnum. Aðspurður um hönnun brautanna segir Sigmar að einn völlurinn verði uppsettur eins og Hallgrímskirkja, en ætlunin sé að vinna með íslensk kennileiti. Hann segir staðinn ætlaðan Íslendingum, þó svo að ferðamönnum sé að sjálfsögðu velkomið að líta við. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og þetta er auðvitað mjög stórt verkefni. Þannig að maður er svolítið galinn að fara „all-in“ í þessu,“ segir Sigmar sem vonast til að hægt verði að opna staðinn fyrir EM næsta sumar. Viðtal hans við Reyjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50
Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15