Breyta 1850 fermetrum í mínígolf "töfraveröld“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2019 08:00 Sigmar Vilhjálmsson segist vera hálfgalinn að ráða í þetta verkefni, umfangið sé slíkt. Vísir/anton Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stefnir á að opna nýjan veitinga- og afþreyingarstað í Skútuvogi fyrir upphaf Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þar ætlar hann og viðskiptafélagar hans að reisa tvo 9 holu mínígolfvelli innandyra, auk veitingasölu og sportbars. Ætlunin sé að bjóða upp stað sem sé breytilegur, geti þannig bæði verði áfangastaður fyrir fjölskyldur sem og íbúa hverfisins að loknum vinnudegi. Sigmar hefur verið iðinn við kolann síðan hann sagði skilið við Hamborgarafabrikkuna og Shake&Pizza í Egilshöll. Til að mynda keypti hann helmingshlut í Hlöllabátum í haust auk þess sem hann vinnur nú að opnun veitingastaðar í Mosfellsbæ.Sigmar segir umsvif síðustu mánaða í takti við þá framtíðarsýn sem hann og viðskiptafélagar sínir hafa þegar kemur að innanhúsafþreyingu á Íslandi. Veðurfarið einfaldlega krefjist þess. „Ég fann það þegar ég var í keiluhöllinni hvað það var kærkomið að vera með góða afþreyingu innandyra fyrir fjölskyldur, vinahópa og annað. Það vantar fleiri valkosti,“ segir Sigmar. Hann segir mínígolfvellina í Skútuvogi, sem verða í húsnæði sem Vodafone nýtti áður, þó ekki vera eins og hina hefðbundnu velli sem finna má fyrir utan sundlaugar landsins. Mikið sé lagt í hverja og eina braut og lýsir Sigmar þeim sem „stórkostlegum sviðsmyndum. Það er eins og þú sért að labba inn í töfraveröld á hverjum velli fyrir sig.“Staðurinn verður við Skútuvog 2, þar sem Vodafone var áður til húsa.Spilað í gegnum Hallgrímskirkju Rýmið er alls 1850 fermetrar og segir Sigmar að gengið hafi verið frá samningi við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæðinu fyrir nokkrum dögum. Nú sé unnið að hönnun staðarins, t.a.m. m.t.t. bruna- og flóttaleiða. Því sé „heilmikil vinna“ fyrir höndum, þó svo að búið sé að hanna mínígolfbrautirnar sjálfar. Þær verða svo byggðar á staðnum. Aðspurður um hönnun brautanna segir Sigmar að einn völlurinn verði uppsettur eins og Hallgrímskirkja, en ætlunin sé að vinna með íslensk kennileiti. Hann segir staðinn ætlaðan Íslendingum, þó svo að ferðamönnum sé að sjálfsögðu velkomið að líta við. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og þetta er auðvitað mjög stórt verkefni. Þannig að maður er svolítið galinn að fara „all-in“ í þessu,“ segir Sigmar sem vonast til að hægt verði að opna staðinn fyrir EM næsta sumar. Viðtal hans við Reyjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stefnir á að opna nýjan veitinga- og afþreyingarstað í Skútuvogi fyrir upphaf Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þar ætlar hann og viðskiptafélagar hans að reisa tvo 9 holu mínígolfvelli innandyra, auk veitingasölu og sportbars. Ætlunin sé að bjóða upp stað sem sé breytilegur, geti þannig bæði verði áfangastaður fyrir fjölskyldur sem og íbúa hverfisins að loknum vinnudegi. Sigmar hefur verið iðinn við kolann síðan hann sagði skilið við Hamborgarafabrikkuna og Shake&Pizza í Egilshöll. Til að mynda keypti hann helmingshlut í Hlöllabátum í haust auk þess sem hann vinnur nú að opnun veitingastaðar í Mosfellsbæ.Sigmar segir umsvif síðustu mánaða í takti við þá framtíðarsýn sem hann og viðskiptafélagar sínir hafa þegar kemur að innanhúsafþreyingu á Íslandi. Veðurfarið einfaldlega krefjist þess. „Ég fann það þegar ég var í keiluhöllinni hvað það var kærkomið að vera með góða afþreyingu innandyra fyrir fjölskyldur, vinahópa og annað. Það vantar fleiri valkosti,“ segir Sigmar. Hann segir mínígolfvellina í Skútuvogi, sem verða í húsnæði sem Vodafone nýtti áður, þó ekki vera eins og hina hefðbundnu velli sem finna má fyrir utan sundlaugar landsins. Mikið sé lagt í hverja og eina braut og lýsir Sigmar þeim sem „stórkostlegum sviðsmyndum. Það er eins og þú sért að labba inn í töfraveröld á hverjum velli fyrir sig.“Staðurinn verður við Skútuvog 2, þar sem Vodafone var áður til húsa.Spilað í gegnum Hallgrímskirkju Rýmið er alls 1850 fermetrar og segir Sigmar að gengið hafi verið frá samningi við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæðinu fyrir nokkrum dögum. Nú sé unnið að hönnun staðarins, t.a.m. m.t.t. bruna- og flóttaleiða. Því sé „heilmikil vinna“ fyrir höndum, þó svo að búið sé að hanna mínígolfbrautirnar sjálfar. Þær verða svo byggðar á staðnum. Aðspurður um hönnun brautanna segir Sigmar að einn völlurinn verði uppsettur eins og Hallgrímskirkja, en ætlunin sé að vinna með íslensk kennileiti. Hann segir staðinn ætlaðan Íslendingum, þó svo að ferðamönnum sé að sjálfsögðu velkomið að líta við. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og þetta er auðvitað mjög stórt verkefni. Þannig að maður er svolítið galinn að fara „all-in“ í þessu,“ segir Sigmar sem vonast til að hægt verði að opna staðinn fyrir EM næsta sumar. Viðtal hans við Reyjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50
Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15